Vikan


Vikan - 20.05.1995, Page 47

Vikan - 20.05.1995, Page 47
„Þú kannt ekki að meta stuttbuxurnar mínar?“ „Hvers vegna sýna á sér fæturna? Fætur eru hvort sem er allir eins,“ var svarið. Ég kem með mín sjónar- mið. Hvers vegna mega ind- verskir karlar státa sig af hvítum lendaklæðum í lík- ingu við handklæðisbleðil á strætunum? Af hverju mega konur ekki vera léttklæddar eins og þeir? „Nei, konur verða að gæta siðsemi. Ef við sýnum á okk- ur fæturna þá álíta karlmenn að við séum léttúðu^ar, horfa öðruvísi á okkur, sýna okkur ekki tilheyrandi virð- ingu,“ sagði vinkona mín. Já, indverskir siðir eru ólíkir hinum vestrænu. Á göngugötunni Strikinu í Kaupmannahöfn gengu kon- ur í baðstrandarfatnaði í hitabylgjunni síðastliðið sumar. í sólarhitanum hér eru það forréttindi karla að vera í stuttbuxum og berir að ofan. Og mér fer að líða illa í hnébuxunum innan um alla Indverjana. Ég sé að konur mæla mig út í laumi - mér finnst ég skynja hugsanir karlanna. Nei, það er örugg- ara fyrir ferðamenn að virða siðvenjur hvers lands til að geta borið höfuðið hátt í framandi umhverfi. DAUDSFÖLL NÝGIFTRA KVENNA Ég ligg yfir indversku dag- blöðunum sem mörg eru gefin út á ensku. Mér bregð- ur þegar ég les dánartilkynn- ingu um nýgifta konu sem sagt var að hefði „farið sér að voða við eldamennsku.“ - Er svona hættulegt að standa við eldavélina á Ind- landi? Vina er mjög alvarleg en horfir beint í augu mín þegar hún svarar: „Auðgunarmorð eru mjög algeng í Bandaríkjunum. í vestrænum heimi gengur allt út á að eignast peninga. Ég er hrædd um að við Indverj- ar höfum smitast af þessari auðshyggju.“ Hún þagnar. - Hvað áttu við? spyr ég. „Heimanmundardráp" eru nokkuð algeng,“ er svarið. „Foreldrar með syni heimta heimanmund með tengda- dætrunum. Ef heimanmund- urinn er ekki nógu ríkulegur, þá koma tengdaforeldrar „nýju dótturinni" fyrir kattarnef með því að láta hana missa yfir sig olíu við eldamennsk- una. . . síðan er sagt að hún hafi sjálf farið sér að voða.“ Önnur frétt úr Indian Times: Faðir kastar nýfæddri dóttur í hið heilaga Ganges- fljót, með þeim orðum að 6 dætur séu næg byrði, þó að sú sjöunda bætist ekki við. ÓGIFT ER KONAN RÉTTLAUS Ég horfi á litríka saríinn hennar Vinu, skynja allt í einu í gegnum „merkjamálið" að þessi hugljúfa stúlka er komin á giftingaraldur. Skyndilega verð ég hrædd um vinkonu mína. - Þú ferð ekkert að gifta þig, segi ég óttaslegin - þú sem ert svo vel menntuð og í góðri vinnu. „Ég er trúlofuð," segir hún brosandi. Yfir 90% af indverskum hjónaböndum eru skipulögð af foreldrum svo að ég spyr hvort það sé skipulagt? „Nei, ég kynntist honum í skólanum. En við erum ekki af sömu stétt svo að það er búið að taka hann langan tíma að fá mig samþykkta inn í sína fjölskyldu." Tilvonandi brúðhjón hafa aldrei fengið að vera ein. í raun þekkir hún Vina mín kærastann sinn afar lítið. „Ég er mjög heppin," segir hún. „Við eigum svo mörg sameiginleg áhugamál að ég vona að hann verði frjáls- lyndari en gerist og gengur." - Hvernig þá? „Að hann standi með mér gagnvart foreldrum sínum, leyfi mér að ferðast með sér, taki þátt í uppeldi barna okk- ar, hjálpi mér við húsverkin." - Af hverju viltu giftast? „Mér væri ekki vært í ind- versku samfélagi ef ég myndi ekki giftast," segir hún. „Nágrannakonurnar eru farnar að spyrja mömmu hvernig það sé eiginlega með mig? Ég er komin á gift- ingaraldur, 23 ára, get ekki búið mikið lengur hjá mömmu og pabba. Hér get- ur konan ekki búið ein. Hún yrði úthrópuð og útilokuð frá mannlegu samfélagi. Ég er indversk; vil eiga heima hjá minu fólki svo að ég get ekki annað.“ En Vina er kvíðin. Hrædd við að flytja inn til tengdafor- eldranna, eins og venja er að nýgift hjón geri. Tengda- mæðurnar ráða öllu. Geta jafnvel krafist þess að tengdadóttirin taki upp nýtt nafn. „Þau segjast vera að eign- ast nýja dóttur og vilja því ráða hvað hún heitir. Leiðin- legt fyrir pabba að nafnið hans skuli ekki haldast." Ég fer að fá örlitla innsýn í indversku fjölskylduna. Rétt- ur foreldra og sona er algjör. Dæturnar eru endurskírðar inn í nýja fjölskyldu, með ný skírnarnöfn, ný eftirnöfn. Tengdamóðirin ræður yfir nýgiftu konunni, nema eigin- maðurinn sé því frjálslyndari. eignir sínar eða verði þræll okurlánarans allt sitt líf - vegna brúðkaups dætranna. - Er fólk almennt hrætt við að dóttirin færi ekki nægan heimanmund í búið? „Vissulega gera flestir allt til að búa dætur sínar ríku- lega að heiman en stundum er það ekki nóg,“ segir Vina. „Ef tengdafólkið er óánægt með heimanmundinn gerist það allt of oft að hellt er steinolíu yfir „nýju dótturina“. Síðan koma fréttir um að hún hafi farið sér að voða við eldamennskuna.“ DÝRT AÐ EIGA DÆTUR Vina hlær og hrist- ir höfuðið, þegar óg spyr hvort báðar fjöl- skyldur kosti brúð- kaupsveisluna. „Auðvitað kostar mín fjölskylda veisl- una, og aumingja pabbi," segir hún og hristir höfuðið, „við erum fjórar systurn- ar og ég er sú fyrsta sem giftist." Vina segir að ekki sé óvanalegt að brúðkaup standi í 3-5 daga og langt yf- ir 100 manns sé boðið í veisluna. Auk þess að kaupa ný föt á fjölskyldu sína er skylda föður þrúðar- innar að kaupa brúð- arklæði á brúð- gumann og foreldra hans. „Brúðarskartið er þó dýrast," segir Vina. „Pabbi þarf að kaupa glitofinn silk- isarí og dýra skartgripi handa mér, sem telst hluti af heimanmundi mínum.“ Þungt og viðamikið gullháls- men, gullarmbönd, hringar og eyrnalokkar tilheyra hefð- bundnu, indversku brúðar- skarti. Vina segir, að fjölskylda hennar þurfi að leggja út um 200 þúsund rúpíur. í landi þar sem fjölskylda í millistétt hefur um 12-18.000 rúpíur í árstekjur er slík upp- hæð risastór. Enda segir Vina að mörg millistéttarfjöl- skyldan þurfi að leita til okur- lánara eða veðsetja eignir sínar til að standa undir kostnaði. Fjölskyldan eigi síðan e.t.v. enga möguleika á að borga upp lánið, missi Engin lög virðast ná yfir þessi ósköp. Hvorki faðirinn, sem henti nýfæddri dóttur sinni út í Ganges-fljót, né allt fólkið, sem á sök á dauða tengdadætra sinna, sætir ábyrgð. Læknum er bannað að segja verðandi mæðrum til um kyn. Ef fóstrið er kven- kyns losa þær sig við það. Og tengdamæður halda áfram að styrkja öfgafullar siðvenjur. Konur eru oft kon- um verstar. Vina og hennar maður eru hluti af nýrri kynslóð. Þau fá að giftast að eigin ósk, þó að þau séu ekki í sömu stétt. Vonandi er það skref í rétta átt, þó að hægt virðist miða hvað varðar réttarstöðu ind- verskra kvenna. □ Karlmenn mega sýna á sér hnén, þó aö þaó þyki ósiö- legt hjá konum! Saríinn er þrír og hálf- ur metri af meters breióu efni sem er tek- ió saman í fellingar aó framan og skrautleg- um slóóa varpað yfir öxlina. Slóöinn var upphaflega notaóur til aó bera í ungabörn. 5. TBL. 1995 VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.