Vikan


Vikan - 20.05.1995, Síða 58

Vikan - 20.05.1995, Síða 58
Að þessu sinni svör- um við bréfi frá ung- um pilli sem telur sig ekki geta staðið undir þeim kröfum sem móðir hans gerir stöðugt til hans. Hann kýs að kalla sig Bjögga. Hann er á efri unglingsárum núna og býr heima. „Ég er eina barn móður minnar, sem er ein- stæð, og allt hennar líf snýst um mig og mína framtíð. Frá því að ég var lítill hef ég átt að vera full- kominn og ég hef engin mistök mátt gera án þess auk þess að vera óásjáleg og einföld. Hún taldi hana sem sagt ekki samboðna mér,“ segir Bjöggi og það leynir sér ekki að hann er sársvekktur út í mömmu sína. Hún stjórnar lífi hans og athöfnum með harðri hendi. „Ég vil mennta mig og standa mig en ég get ekki orðið sú persóna sem mamma vill að ég verði. Mig langar til að verða raf- virki, en það er ekki nógu fínt fyrir hana. Mér finnst ég búa í fangelsi." JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ svona vandamálum? Finnst þér eðlilegt að hata mömmu sína? Ég held að ég geri það, a.m.k. líður mér þannig og ég er með mikla sektarkennd útaf vondum hugsunum til hennar. Ég er þunglyndur og þreyttur,“segir Bjöggi að lokum. VANMAT OG OFRÍKI Ef við, til að byrja með, íhugum stjórnsemi móður Bjögga þá er ýmislegt við hana að athuga. Hann veltir FULLKOMNUNARÁRÁTTA OG MISTÖK Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rit- handarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran Kambsvegi 25, 104 Reykjavík að allt yrði vitlaust útaf því hérna heirna," segir Bjöggi og lýsir vandræðum sínum. PERSÓNULEIKAYFIR- SKYGGING OF- VERNDUNARINNAR Mamma hans vinnur úti og hann hefur ekkert sam- band við föður sinn sem hafnar honum. „Ég er í menntaskóla, tónlistar- námi og í íþróttum líka. Það er alveg sama hvað ég geri vel, ég á alltaf að gera betur. Vinir mínir eru ekki nógu góðir og helst á ég að vera alla mína frítíma hér heima og skemmta mörnrnu." Bjöggi segir að mamma hans sé vinalaus og hafi engin önnur áhugamál en að búa til manngerð úr honum sem er ólík hans upplagi. Hún ofverndar hann og yfirskyggir hans persónu. Hún keyrir hann allt sem hann fer og fylgist með öllum hans málum. Hún hringir stöðugt í hann heim úr vinn- unni, sem er mjög óþægi- legt. EYÐILEGGING OG FANGELSUN „í fyrra kynntist ég stelpu sem ég var mjög hrifinn af og er í sama skóia og ég. Mamma eyði- lagði það samband með því að gagnrýna hana stöðugt. Hún sagði að hún væri af vondu fólki komin, HRÆÐSLA OG ÞVERSAGNIR Bjöggi segir að hún gefi sér föt og það sem hann þurfi, en hún velji þetta alltaf sjálf. Hún gerir lítið úr öllu sem honum er kært en hrós- ar honum svo fyrir fáránlega hluti og helst það sem gerir honum gramt í geði. Hún tal- ar í tómum þversögnum við hann. „Ég finn til mikillar örvæntingar og finnst ég standa algjörlega einn í þessu lífi. Ég er hræddur við mömmu og þori ekki annað en að reyna að gera henni til geðs, en ég get það ekki“ SEKTARKENND OG ÞUNGLYNDI Skólafélagar Bjögga fundu fljótt að hann var viðkvæmur og hann mátti þola mikið og erfitt einelti í barna- og ungl- ingaskóla. Það er augljóst af bréfi hans að sjálfstraustið er ekkert og hann er gjör- samlega fastur í neirænu neti móður sinnar. „Hvað á ég að gera Jóna Rúna? Getur verið að ég sé svona mikill aumingi? Heldur þú að mamma muni alltaf stjórna lífi mínu? Á ég að flytja að heiman? Er eðli- legt að vera hræddur við mömmu sína á mínum aldri? Heldur þú að ég geti nokkurn tímann gert henni til hæfis? Er tii einhver þjónusta sem tekur á því fyrir sér hvort hann sé aumingi af því að hann get- ur ekki staðið uppi í hárinu á henni. Auðvitað er hann það ekki. Hvernig á drengur, sem aldrei hefur mátt hugsa eina sjálfstæða hugsun til enda og er auk þess hræddur við móður sína, að bregðast við henni á þann hátt sem í raun þyrfti? Hann hlýtur að finna til vanmáttar gagnvart henni sökum þess að hún hefur allt hans líf tal- ið honum trú um að hann gæti ekkert án hennar. Hann á að vera eins og hún óskar. Hvernig hann á ná- kvæmlega að brjótast und- an ofríki hennar verða sér- fræðingar að segja til um. SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA OG SAMSKIPTA- VANDKVÆÐI Hann spyr hvort ekki sé nein þjónusta sem taki á svona vandkvæðum. Allir sálfræðingar, geðlæknar og félagsfræðingar eru að kljást við það að hjálpa fólki sem á við einhvers konar sam- skiptavandkvæði að stríða. Auðvitað eru ólíkar ástæður fyrir því sem það er að kljást við. Aftast í simaskránni eru upplýsingar um þessa ein- staklinga sem Bjöggi getur nýtt sér til að byrja með. Best væri að Bjöggi fengi sér tíma hjá notalegum sálfræð- ingi og fengi hjá honum fag- lega ráðgjöf sem fyrst. Það er heldur ósennilegt að hann, einn og hræddur, geti komist til botns í því hvernig best sé að brjótast undan stjórn móður sinnar. AUKID SJÁLFSTRAUST OG ATVINNA Þessi leið væri klókari í fyrstu, því það borgar sig ekki fyrir hann að flytja út án þess að vera búinn að átta sig á hvernig hann geti stjórnað sjálfur sínu eigin lífi. Hann er í skóla og er í dag fjárhagslega háður móður sinni. Það er ekkert grín að fara út í lífið auralaus, í skóla og hafandi ekki neitt sjálfs- traust. Hann getur, ásamt því að leita stuðnings sál- fræðings eða félagsráðgjafa, reynt að komast í einhverja vinnu með skólanum. Allt verður að eiga sinn aðdrag- anda og þarf sinn tíma til að byggjast sem best upp. Bjöggi er orðinn sjálfráða og á sem slíkur að stjórna sjálf- ur sínu lífi. ANDLEGAR ÞVINGUR OG YFIRGANGUR Hann spyr hvort það sé eðlilegt að hann sé hræddur við hana. Svarið er einfald- lega já, þótt erfitt sé fyrir hann að horfast í augu við þá staðreynd. Hann þekkir ekkert samskiptaform nema þetta. Það byggist upp á því að öll hans sjónarmið eru kæfð niður með yfirgangi móður hans. Óttinn hefur trúlega byrjað að búa um sig í sál hans þegar á barns- aldri. Hún hefur gert hann háðan sér frá upphafi og tal- ið honum trú um að hann gæti ekkert án hennar. Á meðan hann óttast hana getur hún haldið ofríki sínu lifandi og beitt hann þving- andi, andlegu ofbeldi. ÓSJÁLFSTÆÐUR OG HJÁLPARVANA Hún virðist halda að líf hans hrynji ef hennar nýtur ekki við. Þetta sjónarmið er auðvitað hugafóstur hennar, en ekki staðreynd. Hún á ekki son sinn og hefur engan rétt til að gera lítið úr hans viðhorfum og vilja. Hún trúir því sennilega að hann sé ósjálfstæður og hjálparvana. Kannski spilar höfnun föður hans eitthvað inn í þær rang- hugmyndir hennar. Hún kann ekki að sleppa tökun- um og þyrfti sjálf að fá góða sálfræðimeðferð. Bjöggi hef- ur misst trúna á eigin styrk í kjölfar ofríkisins. 58 VIKAN 5.TBL.1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.