Vikan


Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 36

Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 36
LIFSREYNSLA KONUNGLEGT ÆTTLEIÐINGASKJAL „Ég er fæddur 16. ágúst 1934 að Kirkjubóli í Skutuls- firði. Foreldrar mínir eru þau Kristján Söbeck og Kristjana Kristjánsdóttir. Ég hef senni- lega verið á öðru aldursári þegar ég var gefinn og ætt- leiddur af þeim hjónum Kristjáni Jónssyni frá Garð- stöðum og konu hans Sigríði Guðmundsdóttur. Ég á sér- stakt konunglegt skjal þess efnis, undirritað af Kristjáni tíunda, Danakonungi. Ég er lausaleiksbarn, faðir minn átti mig á milli kvenna og ég er eina barn móður minnar sem nú er búsett í Banda- ríkjunum. Móðir mín var 19 ára þegar hún átti mig og var vinnukona hjá pabba þegar eigin. Það sama má segja um ættingja hinna eiginlegu foreldra minna, þó svo að ég hafi ekkert verið að grafa þá uppi. Ég hitti föður minn, Kristján Söbeck, oft á með- an hann var á lífi, hann vissi hver ég var og báðir pabbar mínir þekktust vel. Það er í raun ekki fyrr en á seinni ár- um sem ég fer að hugsa til upprunans. MÓÐIR MÍN GAF MÉR LÍF - Hvenær vaknaði áhugi þinn á að finna móður þína? „Fyrir u.þ.b. fimmtán árum sagði Einar Árnason, sem lengi bjó á ísafirði, en mágur hans og ég erum systrasynir, mér frá því að móóir mín væri stödd hér á landi. Þeg- AmeðQESk v x \ iPr Einar Valur viö hluta af þeim verö- launapen- ingum sem hann hefur unniö á löngum íþróttaferli. ég kom undir. Þar sem faðir minn var giftur þegar ég fæddist á ég eldri hálfsyst- kini, sem og nokkur yngri sem faðir minn átti með seinni konu sinni. Kjörforeldrar mínir, Kristj- án og Sigríður reyndust mér mjög vel og ég er þeim mjög þakklátur, en ég er raunveru- legri móður minni einnig þakklátur fyrir að hafa gefið mér líf. Það hefur verið ánægjulegt og skemmtilegt og ég hef verið heþþinn. Þegar ég var gefinn var ég nafnlaus. Kjörforeldrar mínir gáfu mér nafnið Einar Valur en Einars nafnið kemur frá föðurbróður Kristjáns, Einari Jónssyni, sem var mikils metinn maður á ísafirði. Það var aldrei nein launung yfir því hverra manna ég væri, en þar sem ég var gefinn hef ég alltaf litið á ættingja kjör- foreldra minna sem mína ar Einar hringdi með þessi tíðindi var ég nýkominn til ísafjarðar úr ferðalagi með fjölskylduna um landið en ákvað samt að fara til Reykjavíkur daginn eftir. Áð- ur en til þess kom fékk ég til- kynningu um að móðir mín hefði haldið af landi brott sama dag og því missti ég af henni. Nokkru seinna fór ég að sþyrjast fyrir um það hjá ættingjum hvernig móðir mín myndi taka því ef ég hefði samband. Ég hafði samband við Ólaf Ottósson, en við er- um systrasynir, og hann gaf mér upp heimilisfang móður minnar. Ég fór að skrifa henni, fyrst kort og síðan bréf. Ég varð strax var við að hún var dálítið kvíðin út af þessu sambandi. Ég sagði henni að ég gæti ekki annað en verið henni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér lífið, þó svo að við hefð- um ekki verið samferða. Ég sagði henni einnig að ég hefði verið mjög heppinn í lífinu og það ætti ég ekki síð- ur henni að þakka og að það væri gott að vita af einhverj- um sem þætti vænt um mann, þó svo að viðkomandi væri langt í burtu frá mínum heimaslóðum. Eftir þetta bréf fór hún aðeins að róast og eftir að ég frétti að hún ætti frekar bágt, væri á elli- heimili og hefði lítið umleikis, fór ég að hafa nánara sam- band við hana með því að skrifa oftar. Hún hefur verið sjúklingur í nokkur ár og hef- ur þurft að kauþa lyf og því hef ég reynt að standa með henni eftir bestu getu. Móðir mín, Kristjana Kristj- ánsdóttir, sem reyndar hefur eftirnafnið Pedersen, er bú- sett í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Það eru mörg ár síðan hún missti maka sinn og hún á engin önnur börn en mig og þess vegna fannst mér ennþá fremur skylda mín að fara og heimsækja hana. Stuttu áður en ég fór vestur um haf talaði ég við hana í síma og þá heyrði ég að hún var svolítið kvíðin fyrir heimsókn minni. Hvað mig varðar þá fannst mér mest um vert að leita uppruna míns og það var sérstök tilfinning samfara því að hitta móður mína í fyrsta skipti. Hefði ég ekki farið er ég viss um að það hefði átt eftir að valda mér hugarangri það sem eftir er ævinnar." ENGIN ORÐ LÝSA TILFINNINGUNNI - Hvernig tók móðir þin því þegar þú sagðist vera á leið til hennar? „Hún sagði: „Allt í lagi, en þetta ferðalag mun kosta þig mikið." Ég sagði henni að það væri ekki sþurningin, ég yrði að fá að sjá hana, fá að taka í hendina á henni, faðma hana og fá að hjálpa henni eins og ég gæti. Móðir mín hefur eflaust verið með einhverja sektarkennd yfir því að hafa gefið mig frá sér og það er eðlilegt. Hún sagði mér að hún hefði ekki getað gefið mér það í lífinu sem ég hef fengið, en hún gaf mér þó líf og fyrir það er ég henni ævinlega þakklátur." - Hvernig tók fjölskyldan þessari ferð? „Alveg sérlega vel og það sama má segja um alla ætt- ingja mína. Ég er einnig mjög þakklátur bæjarbúum hér á ísafirði því þeir tóku þátt í gleðinni með mér og óskuðu mér góðrar ferðar. Við fórum tvö í þessa ferð, ég og vinkona mín, Gréta Sturludóttir, en hún var mín stoð og stytta. Gréta hefur ferðast víða um heim og bú- ið í mörgum löndum og því er ekki hægt að segja annað en að ég hafi verið heppinn með ferðafélaga, enda er það mjög mikilvægt á stund- um sem þessum." Einar Valur og Gréta flugu til Bandaríkjanna 11. aþríl síðastliðinn og daginn eftir komust þau á leiðarenda. „Við byrjuðum á því að fá okkur hótel og lögðumst síð- an til svefns eftir langa ferð. Mér og móður minni hafði orðið það að samkomulagi að ég hringdi í hana áður en ég birtist og það var því ekki fyrr en daginn eftir sem ég hringdi í gömlu konuna. Við fórum síðan á elliheimilið þar sem hún býr, gengum inn og upp á gang og þar sáumst við í fyrsta skipti. Við gengum að hvort öðru, tókumst í hendur og héldum utan um hvort ann- að. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni með orðum, hún var svo unaðsleg, þarna hélt ég í fyrsta skipti utan um móður mína, konuna sem ól mig í þennan heim. Við þekktum hvort annað um leið og við sáumst og ég sá strax á henni að hún var óstyrk, sem er eðlilegt, en það lagaðist allt þegar á tím- ann leið. Og til marks um það hversu ánægð hún var í restina þá bað hún Grétu um að passa mig vel það sem eftir væri. Það fannst mér mikil viðurkenning og við vorum mjög sátt í lokin. Við áttum góða daga sam- an, ferðuðumst um, spjölluð- um saman og skoðuðum myndir úr lífi okkar. Hápunkt- urinn var kannski lúthersk messa sem við fórum saman í á páskadagsmorgun. Við erum bæði orðin fullorðin og því var kannski auðveldara fyrir okkur að kveðjast. Ég sagði henni að ég myndi koma aftur til hennar og það mun ég gera um leið og efni og aðstæður leyfa. Þetta er ferð sem ég hefði ekki viljað missa af, nú er ég sáttur við lífið og tilveruna.“ 36 VIKAN 6. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.