Vikan


Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 15

Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 15
eins og hvort brjóstin geti slappast af því að vera hald- ið svona uppi eins og brjóstahaldarinn gerir. Sumir læknar hafa svarað því til að það eigi ekki að hafa nein áhrif á stinnleika brjóstanna en þrátt fyrir það eru margir mjög efins hvað þetta varðar. BRJÓSTIN OG TÍÐAHRINGURINN Eins og gerist með legið þá undirbýr vefur brjóstanna sig fyrir hugsanlega þungun. í fyrri hluta tíðahringsins er það estrógen-hormónið sem veldur því að blóðflæði til þeirra eykst og efnaskipti þeirra einnig. Frumur brjóst- anna geta einnig, í sumum tilfellum, byrjað að framleiða vökva. Þessi auknu efnaskipti, ásamt auknu blóðflæði til brjóstanna, geta valdið því að þau verði stinn og við- kvæm fyrir blæðingar. Með því að vera meðvit- aður um eðli og tímasetn- ingu þessara breytinga getur konan komið í veg fyrir óþarfa áhyggjur vegna hnútamyndunar eða verkja í brjóstunum. Brjóstin eru að jafnaði hnútótt og áberandi hnútar geta komið reglulega í Ijós og minnkað síðan verulega eða jafnvel horfið alveg viku eftir blæðingar án þess að um krabbamein sé að ræða. Á hinn bóginn ætti ekki að sniðganga neinar þær breyt- ingar sem konur verða varar við í brjóstum sínum hvort sem um fyrirferðaraukningu eða eymsli er að ræða og því er mikilvægt að þær komi til krabbameinsleitar reglulega. FIMM BRJÓSTVÆNAR RÁÐLEGGINGAR Þrátt fyrir að eftirfarandi atriði séu ekki alveg óbrigðul þá ættu þau að sjá til þess að bæði brjóstin og eigandi þeirra séu í góðu formi. 1. Æskilegt er að konur séu í brjóstahaldara. Það sem aðallega heldur lögun brjóstanna við er sú húð sem umlykur þau og band- vefur vöðvanna. Því stærri sem brjóstin eru því mikilvægara er að vera í brjóstahaldara. Eftir því sem brjóstin eru þyngri reynir meira á bandvef þeirra og því þyngri sem þau eru því meir teygist hann. Að sjálf- sögðu geta lítil brjóst einnig sigið og því getur brjósta- haldarinn einnig komið að notum hjá konum með slík brjóst. 2. Fteyna ber að forða brjóstunum frá sólinni. Sól- vörn og föt hlífa húðinni mik- ið fyrir geislum sólarinnar en útfjólublár hluti þeirra brýtur niður kollagen og elastín net húðarinnar og þar með verð- ur teygjanleiki hennar minni. Stöðug sólböð geta verið mjög skaðleg húðinni og sólbruni er enn verri. 3. Líkamsþjálfun er af hinu góða og getur hún gert ágæta hluti fyrir barminn. Með því að þjálfa brjóst- kassavöðvana (pectoral- vöðvana) eykst þykkt þeirra og þar sem þeir liggja undir brjóstunum verður umfang barmsins í heild meira. 4. Reyna á að halda þyngd sinni sem stöðug- astri þvi miklar sveiflur - jafnvel fimm kíló til eða frá - verða þess valdandi að stöðugt strekkist og slakn- ar á húð brjóstanna og einnig annarsstaðar og því tapar hún smámsaman teygjanleika sínum. Brjóst- in síga og húðslit getur myndast. 5. Æskilegt er að konur þreifi brjóst sín reglulega til að þær þekki þau vel og séu betur í stakk búnar til að segja til um ef eitthvað óeðli- legt er á ferðinni. Gott er að þreifa brjóstin ekki sjaldnar en mánaðar- lega, strax eftir blæðingar, því þá eru brjóstin mýkst og lítið viðkvæm. > < KYNÞROSKA ALDUR • Á þessu æviskeiði byrja brjóstin að myndast út frá klasa af frumum undir geir- vörtunni og eru þær nefndar brjóstapúði. Þessar frumur myndast á fósturskeiði eða þegar fóstrið er um átta vikna gamalt. Frumurnar eru óvirk- ar þangað til eggjastokkarnir byrja að framleiða eitthvað af estrógen-hormóninu sem að meðal annars örvar brjóstvef- inn til að þroskast. Þessi hormónaframleiðsla er samt ekki nægjanleg til að koma tíðablæðingunum af stað sem gerist ekki fyrr en nokk- uð mörgum um árum síðar. • Húð brjóstanna og bandvefur þeirra eru mjög öflug þannig að brjóstin eru mjög formföst nema þau séu sérstaklega stór-með mjög svipað magn af vef bæði fyrir ofan og neðan geirvörtuna. • Á þessum aldri er ekki of snemmt að byrja að þreifa eftir óeðlilegum breytingum. Á TVÍTUGS- ALDRINUM • Brjóstin hafa, á þessum aldri, náð svo til fullum þroska og lögun þeirra og stærð mun vera orðið nokk- uð svipuð því sem hún kem- ur til með að vera næstu tutt- ugu árin - fyrir utan það sem kann að gerast við barns- burð. • Læknisfræðilega eru brjóst orðin fullþroska þegar ekki er mikill munur á milli geirvörtunnar og brjóstvefs- ins sjálfs - en það eru marg- ir sérfræðingar á þessu sviði sem segja að þessi munur hverfi aðeins ef konan elur barn. • Brjóstakrabbamein er mjög óalgengt á þessum aldri en aldrei er of varlega farið. Nokkuð ber þó á band- vefs- og fituæxlum sem eru að öllu jöfnu góðkynja. • Oftast eru fyrstu ein- kenni þungunar þau að brjóstin eru aum. Heildar framleiðsla á estrógeni og prógesteroni frá eggjastokk- unum og fylgjunni geta stækkað brjóstin um heila brjóstahaldarastærð - eða jafnvel meira. • Jafnframt stærðaraukn- ingunni - veltur stærð brjóstsins, við þungun, mest á auknu umfangi mjólkur- framleiðandi kirtla. • í sextándu viku þung- unnar eru brjóstin tilbúin til að framleiða mjólk. • Ekki er ráðlegt á þess- um tíma að beita venjulegri kynörvun geirvartanna af miklum krafti þar sem það getur hugsanlega leitt til ótímabærrar fæðingar. Örv- un geirvörtunnar getur aukið framleiðslu á hormóninu oxi- tósín sem getur valdið sam- dráttum í leginu. KONUR Á ÞRÍTUGS OG FERTUGS- ALDRINUM • það er ekki mikið sem gerist í sambandi við brjóstin á þessu tímabili, nema kon- ur verði þungaðar. Algengt er, á þessum aldri, að meiri vefur myndist fyrir neðan brjóstið en ofan. • Húðslit getur hafa kom- ið fram eftir barnsburð sem verður vegna hormónabreyt- inga í líkama konunnar á þeim tíma, frekar en það sé vegna þess að of mikil togn- un eigi sér stað á húð brjóst- anna. • Ef konan hefur haft barn á brjósti getur hún átt von á því að brjóstin rýrni eitthvað. Þetta er nokkuð algengt en konur geta vænst þess að fituvefurinn verði sá sami eða aukist að einhverju marki innan árs en oft verður sú ekki raunin. • Þegar konur hafa náð þrjátíu og fimm ára aldri er nauðsynlegt fyrir þær að þreifa brjóst sín mánaðar- lega, með tilliti til brjósta- krabbameins, og ráðfæra sig við lækninn sinn um brjósta- myndatöku. Á FIMMTUGSALDRI • þegar blæðingar hætta minnkar framleiðslan á est- rógen-hormóninu og brjóstin rýrna oft að sama skapi en það er þó mjög einstaklings- bundið. Ef viðkomandi kona tekur inn estrógen hormón getur verið að brjóstin stækki og verði viðkvæm eins og fyrr. • Skortur á estrógeni hef- ur mikil áhrif á stinnleika húðarinnar og konur geta orðið varar við að brjóstið sígi eitthvað. Ef konan hefur orðið þunguð hefur það að sjálfsögðu áhrif á stinnleika brjóstanna. • Ef kona hefur haft barn á brjósti er mun ólíklegra að hún muni fá alvarlega bein- þynningu, vegna þess að meðan hún er mjólkandi þá taka bein hennar meira af kalki til sín en ella og það þýðir að hún er betur undir- búin undir beinþynningu síð- ar á ævinni. • Sérfræðingar fullyrða að það eigi ekki að vera neinar sérstakar meginbreyt- ingar á þéttleika brjóstanna á fimmtugsaldri. Þessar breytingar eiga að vera frek- ar hægfara og mjög einstakl- ingsbundnar. 6. TBL. 1995 VIKAN 15 BRJOST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.