Vikan


Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 59

Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 59
• • STJORNIISPA FYRIR JUU HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þú hefur um nokkur atriði að velja sem þér finnst þú nauðsynlega þurfa að einbeita þér að. Athugaðu þó að sum þeirra koma þér lítið við þegar betur er að gáð. Til þess að þú hafir erindi sem erfiði þarftu að velja og hafna hverjum þessara atriða þú sinnir af kostgæfni. Annars er hætt við að árangurinn verði klénn á mörgum vígstöðvum. Farsælast er fyrir þig að láta viðhorf þín og skoð- anir í Ijós og leyfa öðrum að bítast um þær. Þegar Mars kemur inn í meyjarmerkið þann 21. mun byrja að rofa til en fram að þvi skaltu beina sjónum þínum að heimilinu og raun- verulegum vinum þínum. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Stjörnurnar virðast ekki ætla að leyfa þér að taka lífinu með ró þennan mánuðinn. Þú þarft að taka á nokkrum erfiðum málum sem neyða þig til þess að skoða eigið líf og væntingar í nýju Ijósi. Þetta kann að fara í taugarnar á þér meðan á því stendur en síðar kemur á daginn hversu mikils virði átökin hafa verið. Eftir „endurskoðunina" eykst þér sjálfstraust þegar þú þarft að taka ákvarðanir, annað hvort um lifnaðar- hætti þína eða vinnuna, seint í mán- uðinum. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. júní Merkúr er í andstöðu við Mars og Satúrnus og gerir það að verkum að þú mátt ekki geyma að leysa úr vandasömum málum því þau gætu orðið illleysanleg siðar. Þú þarft að gefa mikið af þér og kann að þykja að þú fáir lítiö til baka. En öll él birtir upp um síðir og sólin kemur inn í Ijónsmerkið þann 23. og þá sýnir líf- ið þér sínar bestu hliðar. Þá verður þér Ijóst hvers vegna það er þess virði að því sé lifað. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Það er alveg sama hversu ft- arlega þú hefur skipulagt líf þitt, at- burðirnir raðast aldrei nákvæmlega eins og þeim er ætlað og eru aldrei allir þeir sömu og ráðgert er. Þetta fer stundum í taugarnar á fólki en því má heldur ekki gleyma að það er oftar en ekki hið óvænta sem veldur ánægju- legustu straumhvörfunum í Iffi manns. Félagar þínir eru e.t.v. ekkert sérlega vel upplagöir um þessar mundir en reyndu þá að veita þeim stuðning og láttu þá sjálfa fást við sínar eigin hugrenningar. Haf þú ekki áhyggjur af þeim. Þitt eigið líf skiptir meira máli. UÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst Það er ekki þér líkt að reyna að koma þér hjá því að takast á við verkefnin en ekki er ólíklegt að um þessar mundir vitirðu vart þitt rjúk- andi ráð. Þér kann að finnast þú varnarlaus undir þeim kringumstæð- um en með því að fara hægt í sakirn- VOGIN 24. sept. - 23. okt. Hversu fljótt geturðu brugðist við nýjum hugmyndum og tilboðum? Með fullu tungli seint í júní liggja möguleikar þínir í loftinu. Þeir eru raunar ekki alltaf augljósir en um miðjan mánuðinn ættu tækifærin að verða meira áberandi. Þá kemur Mars inn í merkið þitt og eykur veru- lega með þér sjálfstraustið. Settu fram skýrar kröfur, einbeittu þér að heildarmyndinni og gleymdu smáatr- iðunum. ar við að rétta úr andlega kútnum ættir þú að auka þér sjálfstraustið eft- ir því sem líður á mánuðinn. Efa- semdatímabilinu lýkur með tilteknum atburði eða atburðum um miðjan mánuðinn og verður bið á að slíkt endurtaki sig. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Sólin er í krabbamerkinu og þú gætir því hikað í samskiptum við annað fólk. En hvort sem áhugi ann- arra fyrir þér er af persónulegum toga eða faglegum þá hefurðu engu að tapa og ættir að nýta tækifærin. Um miðjan mánuðinn er mikið fjör í meyj- armerkinu og þú munt komast að því að þrátt fyrir nokkurt erfiði þá hafi það verið þess virði að þrauka. Líkur er á því að með því að taka svolitla áhættu munirðu uppskera hamingju og jafnvel ást. SPORDDREKINN 24. okt. - 22. nóv. Ekkert lofar eins góðu og þegar hnöttur þenslunnar, Júpíter, er í þeim hluta sporðdrekamerkisins sem tengist veraldlegri velferð. Og þannig er einmitt ástatt í sporðdrek- anum um þessar mundir. En eins og þú hefur komist að þá er enginn veg- ur lífsins eingöngu beinn og breiður. Af þeirri ástæðu gætirðu lent í vand- ræðum með að greina þau tækifæri sem eru þess virði að þeim sé gaum- ur gefinn. Ef þú átt enn eftir að vera í vafa þann 21. þá skaltu vera sérstak- lega vel á varðbergi þann dag því hann felur i sér mikilvægar vísbend- ingar. BOGMADURINN 23. nóv. - 21. des. Væntanlegur júlímánuður er umbrotatími í lífi bogmanna. Og það kann að fara í taugarnar á mörgum. Lífið gengur þó sinn vanagang að flestu leyti og jafnvel með ágætum á sumum sviðum þannig að þú getur jafnvel leyft þér að hægja á ferðinni þegar óvæntir atburðir gerast. Nokk- ur spenna ríkir frá 12. til 23. og þá ríð- ur á að þú sért bæði föst fyrir og ákveðin. Og lausnirnar láta bíða eftir sér, koma bæði úr óvæntri átt og á síðustu stundu. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Þessi mánuður verður dálítið flókinn og undir slíkum kringumstæð- um er farsælast að halda aftur af væntingum, jafnvel þótt ýmsir freist- andi möguleikar skjóti upp kollinum. Það reynist nefnilega oft flagð undir fögru skinni. Fólkið í kringum þig er örugglega ekkert betur á vegi statt en þú þannig að þú skalt ekki kenna öðrum um það sem aflaga fer. Láttu því hverjum degi nægja sína þján- ingu og reyndu að meta frammistöðu þína síðar þegar þér gefst færi á að líta um öxl. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar Þar sem þú ert í loftmerki er þér tamt að lifa lífinu í huganum en gefa líkamanum gaum aðeins þegar hann er hleypur út undan sér. Þegar að því kemur að þörf fyrir líkamlegar úrbætur lætur á sér kræla þá er ekki nóg að setjast niður og hugsa, það þarf að taka eitthvað til bragðs. Bæði heilsufarið og eitthvað í vinnunni verða áberandi þann 21. þegar sólin og Úranus koma saman. Það gerir kröfur til þín um mikla sjálfsstjórn og takist þér vel upp á því sviði mun það hafa verulega jákvæð áhrif á sjálfs- mynd þína. FISKARNIR 20. febrúar - 20 mars Margvislegir möguleikar hafa staðið þér til boða upp á síðkastið án þess að þú hafir nýtt þér þá. Júlímán- uður er hins vegar vendipunktur að því leyti að þú munt eiga auðveldara með að losa um tengslin við fortíðina og horfa til framtíöar. Staða sólar lof- ar góðu um aukna hamingju og róm- antík af ýmsum toga. Og þótt mörg- um þyki afskaplega vænt um þig þá geta þeir ekki lesið huga þinn. Þess vegna þarftu að setja fram langanir þínar á skýran og augljósan hátt. Þær eru ekki umsemjanlegar. Takist þetta þá áttu í vændum einstaklega Ijúft tímabil. STJÖRNUSPÁ Á FRÓÐA-LÍNUNNI: 901 1445 Þar getur þú heyrt afmælisdagaspá og rómantíska spá. Verð 39,90 mínútan. 6. TBL. 1995 VIKAN 59 STJORNUSPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.