Vikan


Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 70

Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 70
FERÐALOG Frá Montserrat. Ur safni fótboltaliös Barcelona. páfagaukar til sölu og þar má sjá fleiri furðufugla. Þessi var aö selja Ijóöin sín. Ramblas og er um aö ræöa markað þar sem seldur er fiskur, kjöt og fleira matar- kyns. Innan um ýmsar kynja- skepnur sem íslendingar hafa ekki tök á að kaupa hér á landi er Bacalao de Is- landia, saltfiskurinn, sem er eitt helsta stolt íslendinga á katalónskri grund nema ef vera skyldi nýopnaö íslands- torg. Við Las Ramblas er svo vaxmyndasafnið þar sem fólk kemst í nálægð viö mörg stórmenni sögunnar. Ef gengið er niður alla „Römbluna" frá aðaltorgi Flat- magaó í sólinni í nágranna- bænum Sitges. Þarna lauk lifi margra í borgarastríöinu, La guerra civil. Veggurinn er augljóst minnismerki um þá sem féllu. Skuggsælt sund, borgarinnar, Placa de Cata- lunya, blasir við minnismerki um landkönnuðinn frækna, Colón. Minnismerkiö er 59 metra hátt en styttan af kappanum, sem trónir þar efst, er 7,60 metrar. Hæg- fara lyfta gengur upp að styttunni en í litlu hýsi sem Colón stendur á er gott útsýni yfir borgina. Yngstu feröalangarnir geta fundið ýmislegt við sitt hæfi í þessari borg menning- ar og lista. Uppi á fjöllunum tveimur, Montjuic og Tibida- bo, eru tívolí sem á tungu spænska skáldsins Cervan- tes, kastiljönsku, kallast parque de atracciones. Kol- krabbinn, parísarhjólið og rússíbanarnir geta einnig fangað athygii hinna full- orðnu og ef til vill eru þeir margir sem finna barnið í sér þarna suður frá. Svo má ekki gleyma dýragarðinum en þekktasti íbúinn er górillan Copito de Nieve. Apinn er kominn á fertugsaldur og er þekktastur fyrir það að vera albinói; hvítur frá toppi til táar. Þegar byggingarnar í Barcelona eru skoðaðar er það líkast því að vera á safni undir berum himni. Þar ber hæst að nefna byggingar í modernismastíl sem Antoni Gaudí teiknaði en þær ein- kenna ávalar línur og mósaíkflísar. Þekktasta byggingin er kirkjan Sagrada Familia sem er búin að vera í byggingu í rúma öld og enn er margt ógert. í hlíðunum fyrir ofan borgina er Parque Guell sem Gaudí hannaði og eru mósaíkflísar þar áber- andi. Húsin La casa Milá, sem þekktast er undir nafn- inu „La Pedrera", og Casa Batlló eru á götunni Passeig de Gracia sem liggur upp frá Placa de Catalunya en á götunni er mikið af „fínum“ verslunum. Hagstæðara verð er í verslunum í hliðar- götunum út frá Las Ramblas og götum sem liggja frá Placa de Catalunya. Á fjallinu Montjuic geta all- ir fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir hafa áhuga á sögu, listum, menningu eða íþróttum. Þar er meðal ann- ars að finna Mirósafnið, kastala og listasafnið El Pal- au Nacional. Augu alls heimsins voru á fjallinu sum- arið 1992 þegar þar voru haldnir Ólímpíuleikar. Glæsi- leg og nýtískuleg íþrótta- mannvirki voru reist og þess má geta að vegna Ólimpíu- leikanna var borgin „tekin í gegn“ og vegakerfið og símalínur voru endurnýjaðar. Þrjátíu og fimm kílómetra norðvestur af Barcelona er Montserrat, allsérstakt fjall, og uppi í bröttum hlíðunum er klaustur og kirkja í gotn- eskum stíl auk fleiri bygg- inga. Tindar fjallanna minna einna helst á turnana í kirkju Gaudís, Sagrada Familia. Vegur liggur upp brattar hlíð- arnar en einnig er hægt að fara með kláfi og tekur sú ferð nokkrar mínútur. Ferða- skrifstofurnar panta gistingu fyrir þá sem vilja í strand- bæjunum í kringum Barce- lona og má þar helst nefna Sitges og Lloret de Mar. Með Flugleiðum og Samvinnu- ferðum - Landsýn kostar flug og gisting í 7 nætur fyrir tvo á hótelherbergi í mið- borginni 41.500 krónur, flug og gisting fyrir tvo í viku í Sit- ges kostar 47.400 krónur og flug og bíll í A-flokki fyrir tvo í viku kostar 33.100 krónur. Hjá Heimsferðum kostar flug og hótel í miðborginni fyrir tvo 43.800 krónur, flug og hótel fyrir tvo í viku í Lloret de Mar 56.200 krónur og flug og gisting fyrir tvo í Sit- ges í viku um það bil 55.000 krónur. □ 70 VIKAN 6. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.