Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 62
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
JÓNA
A
FRH. AF BLS. 54.
Auðvitað er það rétt hjá Láru
að ef barn byrjar að draga
aðra á asnaeyrunum með
ósannsögli og ósvífni þegar
á barns aldri eins og hann er
full ástæða til að álykta sem
svo að í viðkomandi barni
kunni að búa mögulegur
stórlygari framtíðarinnar ef
ekkert breytist við tiltal og
leiðsögn.
RAUNVERULEIKINN
OG RANGHUGMYNDIR
Hitt er svo annað mál að
börn, sem hafa mikið ímynd-
unarafl, geta tekið sér
skáldaleyfi af og til og krydd-
að frásagnir sínar án þess
að þau séu endilega óheið-
arleg eða óráðvönd í eðli
sínu. Hvað varðar son Láru
þá er hann náttúrlega löngu
kominn af smábarnaaldri og
heldur áfram að skrökva,
eins og slíkt atferli sé eðli-
legasti hlutur í heimi. Hann
virðist jafnframt rugla saman
raunveruleika og ranghug-
myndum og búa úr þeim
sjálflægar staðreyndir, sem
hann flytur til annarra blygð-
unarlaust, eins og hann sé
bæði veruleikafirrtur og sið-
laus.
TÍMI HJÁ GEÐLÆKNI
EÐA SÁLFRÆÐINGI
Lára spyr hvort hægt sé
að gera eitthvað til að hjálpa
honum og þá væntanlega til
þess að leiða hann um leið
út úr þeim neikvæða veru-
leika sem hann virðist gagn-
tekinn af. Eðlilegast væri að
drengurinn fengi tíma hjá
geðlækni eða sálfræðingi.
Það er sennilegt að annar
hvor fagmaðurinn muni finna
út að þessi lygaárátta sé
sjúklegt fyrirbæri eða hreint
samvisku- og siðleysi sem
mögulega gæti verið raun-
veruleg staðreynd í þessu
tilviki.
ENGINN SKILNINGUR
OG RANGT ATFERLI
Lára spyr hvað hún geti
gert sjálf til að uppræta
þessar tilhneigingar hans.
Það virðist augljóst á bréfi
hennar að hún hefur bók-
staflega gert allt sem í henn-
ar valdi hefur staðið til að
venja drenginn af ómerkileg-
heitunum. Ekkert hefur þó
ennþá opnað skilning hans á
því að hann stundi rangt at-
ferli sem komi illa við þá sem
eru honum kærir. Hann verð-
ur til þess með framferði
sínu og framkomu að særa
þá og svekkja og þykir það í
góðu lagi.
EKKI SIÐTÆKT ATFERLI
AÐ UÚGA
Það kemur að afleiðingum
gerða hans því að rangt at-
ferli hans hlýtur auðvitað á
endanum að koma honum í
koll við einhverjar aðstæður.
Ekki síst vegna þess að
hann verður stöðugt til þess
að bregðast trausti annarra
á þennan óþægilega og
nauðaómerkilega máta.
Hann er með þessu að
safna glóðum elds að höfði
sér. Best er því, eins og áður
sagði, að fá fagfólk til að
upplýsa Láru um hvað raun-
verulega valdi þessari lyga-
þráhyggju drengsins. Það er
ekki siðtækt sjónarmið að
álíta að það sé eðlilegt að
skrökva og blekkja. Allir vita
auðvitað að megintilgangur
slíkrar hegðunar er að afla
sér ávinninga og trausts á
fölskum forsendum.
ÓHEPPILEG
UPPELDISÁHRIF SVIKA
OG PRETTA
Auðvitað hefur Lára
áhyggjur af því að sonur
hennar sé að skapa uppeld-
islegar hættur fyrir systkini
sín með því að vera þeim
ófullkomin og ómerkileg fyr-
irmynd. Börn geta orðið fyrir
mjög óheppilegum áhrifum
frá þeim sem þeim eru eldri
og klókari. Sérstaklega er þó
hættulegt ef þeir, sem þau
treysta og virða, leggja sig f
líma við að breyta heilbrigðri
hugsun þeirra og eðlilegu
siðamati. Börn eiga ekki að
þurfa að sitja undir svikum
og prettum.
ÁHRIFAMÁTTUR
SKRÖKVARANS
Það er því mjög slæmt ef
stöðugt eru hafðar fyrir börn-
um rangfærslur sem þjóna
engum öðrum tilgangi en að
hagræða sannleikanum sér í
hag. Það er engu barni hollt
að hafa skrökvara sem fyrir-
mynd í sínu daglega lífi. At-
ferli barna mótast mest af
þeim sem þau umgangast
að staðaldri í mikilli nálægð.
Allar fyrirmyndir eru því til-
neyddar til að sýna persónu-
leika barna þá virðingu og
þann sóma að bjóða honum
ekki upp á lygar. Ef að svo
illa vill til að viðkomandi
verður þrátt fyrir öðruvísi
ásetning ber að lygum þá á
sá hinn sami að leita sér
hjálpar strax. Því áhrifamátt-
ur skrökvarans er mikill og
neikvæður. Skrökvarari veld-
ur öðrum tjóni. Sonurinn get-
ur því haft slæm áhrif á syst-
kini sín ef hann kemst áfram
upp með að Ijúga án ábyrgð-
ar og fær ekki viðeigandi
hjálp.
TUNGULIPURÐ
SKRÖKVARANS OG
FAGURGALI
Það er oft mjög erfitt að
sjá við stórlygurum vegna
þess að þeir eru sérfræðing-
ar í því að fá aðra til að
treysta sér með tungulipurð
sinni og fagurgala. Skrökvar-
ar eru alls staðar til vand-
ræða og skapa ótrúlegar fyr-
irstöður í samskiptum fyrir
hvern þann sem að ósekju
verður bitbein þeirra. Það er
því mikilvægt ef við verðum
vör við það að þeir, sem við
unnum, fara að temja sér að
Ijúga að við bendum þeim
strax á að slíkt sé rangt.
INNRI AUÐUR OG
TRÚMENNSKA
Það er mjög átakanlegt að
þurfa að búa með lygara.
Það er því sérstaklega að-
kallandi fyrir Láru að fá sem
fyrst hvíld frá ónauðsynleg-
um og villandi lygum sonar-
ins. Hann þarf að vita að erf-
iðleikar okkar geta margfald-
ast ef við erum ekki
heiðarleg og sönn. Eða eins
og áreiðanlegi drengurinn
sagði fyrir stuttu. „Elskurnar
mínar, ég hef ekki sagt
ósatt orð frá fermingu
vegna þess að ég sá fljótt
að það var fáránlegt og
neikvætt að Ijúga. Eg sá
það jafnframt á svipuðum
tíma að ef ég sleppti öllum
lygurn myndi ég eignast
innri auð heiðarleika og
trúmennsku. Slíkur auður
er partur af þeim auði sem
getur gert okkur rík sem
manneskjur og þess
vegna ákvað ég að eignast
hann ungur. Ég lýg aldrei
og er því stöðugt að auka
við mannlega auðinn.“
Með vinsemd,
Jóna Rúna
HRINGDU INN
LAUSNARORÐ
KROSSGÁTU
VIKUNNAR
OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÓKA-
VERÐLAUN
■ Það eina sem þú þarft
að gera þegar þú hefur
ráðið krossgátuna er að
hringja í Fróða-línuna
99 1445 og gefa upp
lausnarorð gátunnar
auk nafns þíns og
heimilisfangs. Þann 20.
mai drögum við svo út
nöfn fimm heppinna
lesenda og hlýtur hver
þeirra fjórar bækur frá
Fróða hf.
EITT SÍMTAL
901 1445
Lausn sí&ustu krossgátu
+ + + + + + + + A+ Æ+ E + KO+K
+ + + + + + ÞAÐ + VIÐRAR + A
+ + + + + + + MIKILL + SKEL
+ + + + + + + ELO + LAGKAKA
+ +G + + E + NIDUR+E + + K +
SKELFIR+ + N+ÆFINGIN
+ ORELT + GJARÐAR + K+ J
+ LEGÁTAR + REIKAR + VÁ
MAT + R + + ESÓP+IP+ATEL
+ NTB+EGILL + F.ÖR.MÆLA
+ + ILLRÁÐÖ+ÍÖRAUR+ +
+ R + AÁ + SKRAUT + GRAFA
RANNSAKA + FLANA+RYK
STOKAÐAR + AU + ÁRA + RK
+ AMA + H + PÖRRA + + U+ I +
HRAÐALL+F + + FRIGGRS
+ + R+ FJÓN + SALERNI + K
MA1 + MÖD + BÖL + + + ANGA
ÁLM + ÁTAL + LAUSN + NOT
+ LUX + ARÍA + UMLIDALA
+ TROS + ANNAÐ + AÐ+ + F +
+ A + FLÓN + DL+AF + NÖLÓ
+ FÁRÁÐA + LEÐUR + JÓEL
+ + S1NA + LEIÐ + ATÓMIÆ
BRAKAR + AGN + FRÁ T E K T
H R E I N S K I P T 1 N Nl+ A L K I
Lausnarorö: HREINSKIPTINN
62 VIKAN 6. TBL. 1995