Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 67
Sigling
á milli
eyja
Breiöa-
fjaröar
er
ógleym-
anleg.
mndanfarin sumur
hafa hjónin Hrafn-
V___y hildur Garöarsdóttir
og Sigurjón Þórðarson rekiö
Sveitahóteliö Flókaiund á
Barðaströnd, friðsælum reit
þar sem íslensk náttúra vef-
ur gesti sína dúnmjúkum
örmum veðursældarinnar.
Lygna er algeng á Vatnsfirði
og sjórinn er þar bæði
hreinni og minna saltur en
víða annars staðar. Aðstæð-
ur til óhefðbundinna siglinga
og íþróttaiðkunar á sjó eru
þvi ákjósanlegar á þessum
slóðum.
í fyrra haust var farin til-
raunaferð á kajökum um
Vatnsfjörðinn og næsta ná-
„Hvert skal halda?!“ Á sjóskíöum á Breiöafiröi. Hann var
ekki dreginn af kajak .. .
grenni. Sex manns, ungt fólk
á aldrinum frá 9 ára, settust
um borð í jafnmarga kajaka
undir leiðsögn þaulreynds
siglingakappa. Sigit var milli
eyja á Breiðafirði í fuglafylgd
líkt og sjálfur Flóki væri
þarna á ferð, inn eftir eyði-
fjörðum og meðfram tignar-
legri klettaströnd „a la“ Vest-
fjarða.
Það er skemmst frá því að
segja að ferðin gekk vel. Svo
vel að nú hefur verið ákveðið
að fara einar þrjár slíkar
ferðir frá Flókalundi í sumar.
Og fleiri eftir því hversu
margir vilja reyna þetta æv-
intýri. Margs konar hug-
myndir eru uppi um feröa-
leiðir og gistingu á leiðinni.
Jafnvel kemur til greina að
Kajaksiglingin undirbúin.
Flókalundur í baksýn.
tjalda á einhverjum Breiða-
fjarðareyjanna eða inni í
stórbrotnum eyðifjörðum. En
víst er að með þessum
þögla ferðamáta kemst mað-
ur í ævintýralega snertingu
við náttúruna og sér landið
frá allt öðru sjónarhorni en ef
ferðast væri á hefðbundinn
hátt eftir þjóðvegum. Tveir
fararstjórar, reyndir siglinga-
menn, verða með í för og
búist er við að alls geti verið
milli 6 og 12 manns í hópi og
ferðirnar frá einum degi upp
í fjórtán. Farangursrými er í
kajökunum en einnig getur
vélknúinn bátur fylgt ferða-
löngunum með búnað þeirra
og vistir.
Meðfylgjandi myndir tók
Kristján Maack í ferðinni síð-
astliðið haust. Þær tala sínu
máli. □
FERÐALOG