Vikan


Vikan - 25.06.1998, Page 8

Vikan - 25.06.1998, Page 8
'&IM a- Við tölvuna. Barnabarnið, Jóel Kristinn, er gúrúinn hennar í tölvumálum. „Eg hef gaman af að þjálfa mig i erlendum bréfaskriftum," seg- ir Salome, sem er forseti Soroptimistasambands íslands. nauðsynlegt og sjálfsagt að þeir, sem eru eldri, hafa þekkingu og reynslu, vinni með þeim yngri meðan þeir eru að komast inn í verkefn- in. Mér finnst dapurlegast að reynslu fólks skuli vera hafn- að. Það er staðreynd,“ segir hún með nokkrum þunga og heldur áfram: „Það gengur allt út á æskudýrkun. Það getur gengið út í öfgar og hefur kannski gert það að vissu leyti. Ég held að ungt fólk átti sig kannski á því þegar það er komið í eldlín- una að kannski væri svolítið gott að hafa reynslu. Þetta er ekki svona einfalt. Maður bjargar ekki heiminum á einu andartaki". SÁLIN ER EKKIEINS OG TÖLVA Hún segist samt ekki hafa fyllst örvæntingu og vonleysi þegar henni varð ljóst að dagar hennar á Alþingi væru taldir: „Það þýðir ekki að velta sér upp úr eymd og volæði. Maður á að taka lífinu létt og gera gott úr öllum hlut- 8_________________________ um. Að vísu var eitthvað inni í mér sem kitlaði mig svolítið. Sálin er ekki eins og tölva þar sem er hægt að ýta á takkann „eyða gögnum“ og allt gleymist. Hugur- inn var á fleygi- ferð; ég vaknaði oft upp um miðjar nætur og fór að hugsa um hluti sem ég átti ekki að vera lengur að hugsa um. Þá fór ég niður, settist við tölvuna mína og skrifaði hugs- anir mínar á blað; nokkurs konar dagbók. Það reyndist mér vel.“ Hún viðurkennir að henni sé ekki alveg sama um hvað fer fram á gamla vinnustaðnum henn- ar og hún fylgist náið með útsendingum frá Alþingi í sjónvarpinu: „Reyndar ekk- ert í líkingu við það sem ég gerði fyrst eftir að ég hætti!“ segir hún hlæjandi. „Þá sett- ist ég hátíðlega fyrir framan tækið um leið og þingfundur byrjaði og lifði mig svo mik- ið inn í málin að ég stóð sjálfa mig að því að hugsa: „Hvað meinar hún með þessu??“ eða „Æ, af hverju sagði hann þetta?!“ Núna kveiki ég gjarnan á sjónvarp- inu þegar mikið er um að vera á þinginu, hef það á og heyri út undan mér hvað er að gerast á meðan ég dunda við eitthvað annað. En það segi ég af einlægni að ég er fegin að vera hætt. Ég hef mikla samúð með þeim sem sitja þarna daga og nætur, örþreyttir. Þetta er mikil álagsvinna, sérstaklega á vorin og fyrir jólin.“ Hún segir að sér hafi liðið vel á þessum vinnustað, þau 16 ár sem hún sat á þingi: „Þótt mörgum finnist það ótrúlegt þá er Alþingi mjög góður vinnustaður. Það er góður andi í húsinu og þing- menn eru góðir kunningjar, þvert á öll flokksbönd. Ég hefði ekki viljað fara á mis við þá reynslu sem ég fékk sem þingmaður og síðar sem forseti Alþingis.“ MÁLAR, SAUMAR OG ALLTHITT! Þegar hún kom heim eftir síðasta vinnudaginn sinn á Alþingi fyrir þremur árum segist hún fyrst hafa einbeitt sér að heimilisverkunum: „Ég hafði vanrækt heimilið allan þennan tíma, enda hef ég aldrei komist upp á lag með að hafa heimilishjálp,“ segir hún. „Húsverkin voru bara unnin um helgar - ef ég var þá heima um helgar... Ég fór að gera hreint, raka lauf- in í garðinum og mála...“ Já, hún málar alltaf allt sjálf. Reyndar höfum við heyrt að hún geri bókstaf- lega allt sjálf á heimilinu, flísaleggi, geri við allt sem aflaga fer og sé meira að segja góð í rafmagnstækjum: „Auðvitað kann ég að skipta um kló!“ segir hún og skellihlær. „Maðurinn minn vill bara helst ekki að ég sé að fikta í rafmagni...!“ Úr öðru gerir hún afskaplega lít- ið, segir að þetta sé „ekkert til að tala um.“ Og hún saumar líka. Saumaði allt á börnin og sjálfa sig áður fyrr og saumar núna til dæmis stundum á tengdadótturina, Diddú. Það hefur alltaf verið mannmargt í Reykjahlíðinni á sunnudögum. Þá koma börn, tengdabörn og barna- börn í heimsókn og Salome kann vel að meta hversu samheldin fjölskyldan er; segist vilja halda í hefðir: „Mér þykir vænt um að þessi stóri hópur skuli sækja svona mikið til okkar,“ segir hún. ÚR KULDANUM í PÓLI- TÍKINNI í HLÝJU BJARTSÝNISSYSTRA En Salome hefur meira að gera en baka brúntertu og taka á móti vinum og fjöl- skyldu. Hún er forseti Soroptimistasambands ís- lands og þegar viðtalið var tekið var hún að undirbúa stórt þing á Akureyri, „Nor- ,Mér finnst nei- kvœtt hversu djúp gjá hefur verið sköpuð milli æskunnar og þeirra sem reynsluna hafa. “ ræna vinadaga“, en þangað komu 300 konur frá Norður- löndunum: „Mér þótti ákaflega vænt um að Soroptimistar leituðu til mín og báðu mig um að bjóða mig fram til forseta Landssambandsins, á sama tíma og mér hafði verið fleygt út í kuldann í stjórn- málunum,“ segir hún, - en

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.