Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 17
Sakamál
ar og munaðarlífinu sem
fylgdi samvistum við hana.
Tengdapabbi var svo
smekklegur að velja brúð-
kaupsdaginn okkar til þess
að kalla mig á eintal og til-
kynna mér að hann myndi
sjá okkur fyrir framfærslu
„næstu árin“ eins og hann
orðaði það. Jafnframt henti
hann í mig pappírum og
skipaði mér að lesa. Fyrir
neðan skrauthaus lögfræði-
stofu var löng lesning um að
allt sem Kathy fengi af fjöl-
skylduauðnum, væri séreign
hennar og að karlinn sjálfur
væri erfingi hennar næstu tvö
árin. Ef hjónaband okkar
stæði þá enn átti ég náð-
arsamlegast að erfa hana,
félli hún frá. Þá var mér svo
sem alveg sama um þessa
pappíra. Karlinn gat haft
þetta eins og hann vildi.
Áður en lengra er haldið er
líka rétt að ég segi frá því
sem ég kalla alltaf ættarfylgj-
una. Erfðagalli væri kannski
réttara orð. Þannig eru mál
með vexti að í fjölskyldu
minni er nokkuð sem er
harla óvenjulegt. Öll börn,
sem fæðst hafa í fjölskyld-
unni svo lengi sem vitað er,
hafa þennan erfðagalla -
annað augað er brúnt, hitt
blátt. Ég man eftir því að
þegar ég var pínulítill patti
spurðu félagar mínir mig oft
af því hvernig stæði á þessu
og ég gat engu öðru svarað
en að það væri að því af
pabbi væri svona og afi hefði
verið svona. Ég man líka eft-
ir því að þegar ég var kom-
inn á tektaraldurinn hvíslaði
strákur í götunni því að mér
að hann vissi af hverju annað
augað í mér væri blátt en hitt
brúnt. Þegar ég leitaði skýr-
inga fékk ég þau svör og við-
eigandi fliss að það væri af
því að mamma hefði gert hitt
bæði með hvítum manni og
svertingja. Við bræðurnir
lúskruðum svo á þessum
strák að hann vogaði sér
aldrei að hafa þetta í flimt-
ingum aftur.
Fyrsta hjónabandsár okkar
Kathy gekk að óskum. Við
nutum iðjuleysis og þess að
leika okkur, hvort sem var á
golfvöllum, á bátum eða þá
bara í rúminu. Tengdapabbi
lét okkur hafa hús í Miami til
afnota og við keyptum okkur
bát og hjólhýsi suður á Key
Largo.
Og nú var ég á leiðinni
þangað. Allt var þrautskipu-
lagt.
Eftir að við Kathy fórum að
vera saman kynnti hún mig
fljótlega fyrir bestu vinum
sínum, skólasystur sinni
Marianne og Ben eigin-
manni hennar. Þetta voru
ósköp venjuleg og vinaleg
hjón. Marianne var ekkert
sérstaklega fyrir augað, en
lífsglöð og kát og hlátur
hennar var svo smitandi að
þegar hún tók sig til og fór
að hlæja voru allir kringum
hana óðar komnir með bros
á vör. Þótt Marianne hefði
alls ekki efni á því reyndi
hún að stæla Kathy í klæða-
burði og hún litaði meira að
segja hárið á sér ljóst til þess
að líkjast henni. Ben var ailt
öðruvísi og stundum fannst
manni að allar áhyggjur
17