Vikan


Vikan - 25.06.1998, Page 29

Vikan - 25.06.1998, Page 29
Við verjum miklum tíma hérna i kaffistof- unni. Komum hér oft um helgar og fáum okkur kaffisopa. , Við mættum systrunum þegar þær voru að ríða í hlaðið eftir langan og hressilegan útreiðartúr í kvöldblíðunni. Þær eru flottar og taka sig vel út á gæðingunum, Emilia Björg á Stormi, Auður Margrét á Gullfaxa og Erla á Mispli. Þær systur eru mjög samrýmdar. „Við tölumst við í síma daglega og erum miklar vinkon- ur. Auðvitað sjáum við minnst til Kristínar, systur okkar. En hún viðheldur handavinnuhefð- inni, þó hún sé ekki í saumaklúbbnum okkar. Hún er í stórum saumaklúbbi í Borgarfírðin- um. Annars gerir hún annars konar handavinnu en við, hún notar sög við að skera út kerl- ingar úr tré. Hún gerir reyndar dúkkur eins og við og gerir einnig fígúrur úr trölladeigi." Viðarklædd kaffístofan er falleg og hlýleg og ekki skemma handunnu munirnir fyrir. 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.