Vikan


Vikan - 25.06.1998, Page 30

Vikan - 25.06.1998, Page 30
heimili Ernilía Björg: „ Þær eru orðnar margar lopapeys- urnar sem hafa farið í gegnum hendurnar á okkur. Ála- foss gaf út prjónablað fyrir þremur árum, mikinn doðrant, og saumaklúbburinn er búinn að prjóna sig í gegnum hann margoft. Þegar ég tilkynni í sauma- klúbbnum að ég sé byrjuð á nýrri lopapeysu spyrja þær gjarnan hvaða uppskrift ég ætli að nota. Ef ég segi þessa númer fjórtán eru þær um leið með á nótunum. Eg var stödd í verslun nýlega og sá að það er komin út ný prjónabók frá Álafossi. Það er mikill hvalreki fyrir saumaklúbbinn." Auður: „Að sitja og horfa á sjónvarp finnst mér mikil tímasóun, ég verð að hafa eitthvað í höndunum á meðan og þá liggur handavinnan vel fyrir. Stundum þegar ég horfi á gamla mynd í sjónvarpinu hugsa ég: Þessa hef ég séð áður, það var þegar ég var að prjóna bláu peysuna, eða eitthvað því um líkt.“ „Hugmyndirnar að bútasaumstepp- unum fáum við úr blöðum og bæklingum. Svo auðvitað breytum við þeim, það er svo gaman að blanda saman alls konar efnum og litum. Við notum alla búta sem til falla, rífum niður gamlar skyrtur og klipp- um tölur af gömlum flíkum og notum þær. Dúkkurnar klæðum við í sokka sem eru orðnir lúnir og götóttir. Bútasaumskona, sem tekur hlutverk sitt alvarlega og hitt- ir aðra konu í boði segir ekki hvað hún sé í fallegum kjól, heldur segir hún: „Mik- ið er fallegt efnið í kjólnum þínum." „Af Öllu því, sem ég hef glatað um æv- ina, sakna ég heilans allra mest“, stend- ur skrifað á svuntu þessarar langþreyttu konu. Á ermina er festur tossalistinn yfir öll verkefnin sem hún þarf að leysa af hendi þennan daginn. Erla: „Þessa dagana er ég að gera risastórt búta- saumsrúmteppi. Þegar kemur að því að sauma bút- ana saman þá ætla ég að raða því á gólfið og fá saumaklúbbsstelpurnar til að setjast í hringinn í kringum það og hjálpa mér að sauma það saman. Við gerum alltaf meira og meira af því að búa til búta- saumsteppi, -dúka, -veggteppi. Þetta er skemmtilegt og ekki eins mikil handavinna og margir halda. Þetta er mikið til unnið í saumavél." Þær gerast nú ekki miklu skemmtilegri dúkkurnar, en þær sem systurnar hafa búið til. Iðna hús-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.