Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 33
Danskt pastasalat
Margrét Jóhannsdóttir
frá Akranesi
sendi okkur
að þessu sinni
spennandi
uppskrift að
pastasalati
sem hún
smakkaði fyr-
ir nokkrum
árum í Dan-
mörku. Mar-
grét skrifaði
hjá sér inni-
haldslýsing-
arnar sem voru á umbúðunum á
salatinu og svo byrjaði tilrauna-
starfsemin þegar heim var kom-
ið. I dag er þetta eitt af því vin-
sælasta hjá henni, bæði fyrir
barnaafmæli, útileguna eða
saumaklúbbinn. Margrét sendi
okkur tvær uppskriftir og þar
sem þær voru báðar mjög
spennandi ákváðum við að birta
þær báðar. Vikan þakkar fyrir
uppskriftirnar og sendir glaðn-
ing um hæl.
Danskt pastasalat
3-4 bollar soðnar
pastaslaufur eða -skrúfur
1/2 agúrka, kjarnhreinsuð
og söxuð
8-10 skinkusneiðar, saxaðar
1/2 rauð paprika, söxuð
1 1/2-2 msk. steinselja, söx-
uð
8 msk. majónes eða
4 msk. majónes og 4 msk.
sýrður rjómi
grófur pipar
arómat
Blandið pastanu, agúrk-
unni, skinkunni, paprikunni
og steinseljunni saman í skál.
Hrærið saman majónesið og
sýrða rjómann (ef vill) og
kryddið. Blandið síðan öllu
vel saman og geymið á köld-
um stað fram að notkun.
Borið fram með brauði, kexi
eða sem smáréttur með
grófu salati og kældum bjór.
Öðruvísi forréttur
450 g niðursoðnar ferskjur,
120 g skinka
2 msk. majónes
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. steinselja, söxuð
salt og pipar
salatblöð
steinseljugreinar, til skrauts
Látið renna vel af ferskjun-
um. Saxið skinkuna og
blandið henni saman við
majónesið og sýrða rjómann.
Kryddið með steinselju, salti
og pipar. Raðið salatblöðun-
urn á disk og setjið ferskju-
helmingana ofan á. Skiptið
skinkufyllingunni jafnt ofan í
hvern ferskjuhelming og
skreytið með steinselju.. ■
V.'-
Holl husráð:
Fjarlægið móðu af
spegli eftir heitt sturtu-
bað með því að blása
með hárblásara á speg-
ilinn...
Hárlakk er gott til
að fjarlægja blekbletti á
veggfóðri. Sprautaðu
örlitlu hárlakki á fingur
og nuddaðu yfir blek-
blettinn...
Hefurðu ekki oft
lent í því að innkaupa-
pokinn í aftursætinu
hendist til þegar þú
hemlar og vörurnar
hendast um allt? Festu
pokann með bflbelti...
Ef þú þarft að pakka
inn stórum hlut er
ágætt að pakka honum
inn í pappírsdúk...
Framlengingar-
snúrur er oft erfitt að
geyma í hillum. Gott
ráð til að láta sem
minnst fyrir þeim fara
er að rúlla þeim upp og
stinga ofan í klósett-
pappírshulstur...
Flestir þeir sem eiga
þurrkara þekkja það
eflaust hversu fötin
krumpast, taki maður
þau ekki úr þurrkaran-
um strax og þau eru til-
búin. Ef þið lendið í
þessu, hendið þá röku
handklæði inn í þurr-
karann og setjið í gang
í stutta stund. Þannig
renna krumpurnar úr
fötunum...
Vaxliti á veggjum er
hægt að fjarlægja með
því að nudda tann-
kremi á blettina. Gætið
þess þó að nudda var-
lega svo málningin
flagni ekki af!
Þegar sápa er orðin
of lítil til að verða að
gagni, er ágætt ráð að
stinga sápubútnum inn
í svamp. Svampurinn
fyllist sápufroðu um
leið og hann blotnar...
33
jém