Vikan


Vikan - 25.06.1998, Side 42

Vikan - 25.06.1998, Side 42
ERT ÞU OF KREFJANDI? krefst mikils, þarf mikla athygli og er stundum nálægt því að gera sína nánustu brjál- aða með sífelldum kröfum um stuðning og dekur. Við könnumst flest við lýsing- una. Sumir myndu kalla þessa konu „prímadonnu“. En fáir myndu nokkurn tíma viðurkenna að þeir séu prímadonnur. Þeir eru lítið skárri, þessir sem eru hinum megin á skalanum - þeir sem láta allt og alla yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Svo eru það þeir sem kunna að feta hinn gullna meðalveg; vita hvenær þeir eiga að standa á sínu og hvenær er best að láta lítið fyrir sér fara. Hverjum þessara hópa til- heyrir þú? Er hægt að læra að halda yfirganginum (eða lufsuhættinum) í skefjum? Svaraðu eftirfar- andi spurningum sam- viskulega: Þýtt og endursagt úr Mademoiselle: Lízella 1. Vinahópurinn ákveð- ur að bregða sér saman á skíði. Þú...: a) stingur upp á því að þið gerið þetta almennilega og farið til Austurríkis - það hefur alltaf verið draumur þinn að fara þangað. b) segir vinum þínum að Austurríki sé eini staðurinn sem eitthvað vit er í. Ef þau vilja ekki fara þangað þá fara þau í skíðaferðina án þín. c) hlustar á tillögur hinna og samþykkir þegjandi og hljóðalaust. 2. Gerðu x við það sem við á: Hefur þú... a) ákveðið að karlmaður í hallærislegum skóm eigi ekki séns í þig - og staðið við það? b) sett á þig farða þegar þú 42 ert í sólbaði? c) talað um sjálfa þig í lengur en hálftíma? 3. Veislan sem þú varst í síðastliðið föstudags- kvöld var frábær vegna þess að... a) þú varst manneskja kvöldsins. Gestirnir veltust um af hlátri yfir sögunum þínum allt kvöldið. b) þú hittir manneskju sem þú kunnir strax vel við og talaðir við allt kvöldið c) þú hittir karlmann sem þú talaðir við allt kvöldið - um starfið hans, áhugamálin og nýju aðferðina við að nota tannþráð sem tann- læknirinn hans, sem hann var einmitt hjá deginum áður, var að kenna honum. 4. Vinkona þín er nýtrú- lofuð draumaprinsin- um. Þegar hún tilkynnir þér það segir þú: a) „Til hamingju!“ og meinar það af öllu hjarta. b) „Til hamingju!“ Þú get- ur alveg eins samglaðst henni - það er hvort sem er ekkert spennandi að gerast í þínu lífi. c) „Það er frábært. Sam- bandið hjá okkur Kalla er líka alvarlegt og ég býst við því að hann biðji mín fljót- lega. Ég er m.a.s. byrjuð að velta því fyrir mér hvernig hann muni fara að því; hvernig hringurinn verður og...“ 5. Erfiður dagur er að kvöidi kominn. Kunn- ingjakona þín hringir og spyr hvernig þú haf- ir það. Þú...: a) segir „Ofsalega gott!“ b) verð tuttugu mínútum í að lýsa þessum ömurlega degi í smáatriðum fyrir henni. c) segir henni að þetta hafi verið annasamur dagur og þú sért fegin að vera komin heim og geta slappað af. Svo spyrðu hvernig hún hafi það. 6. Yfirmaður þinn segir að skýrslan, sem þú hafir unnið að sé á góðri leið en hún þarfnist annarrar yfir- ferðar. Þú...: a) eyðir hálftíma í að ræða hugmyndir hennar varðandi skýrsluna og byrjar svo að vinna að henni með breyt- ingarnar til hliðsjónar. b) ferð beint í símann um leið og yfirmaðurinn er horfinn úr augsýn, hringir í vinkonurnar til að segja þeim að þú hafir verið tekin

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.