Vikan


Vikan - 25.06.1998, Qupperneq 50

Vikan - 25.06.1998, Qupperneq 50
Þýtt og endursagt: Þórunn Stefánsdóttir / Hefur þú verið á ferðinni á laugardegi í Soho í New York, séð fjóra stóla og borð á götuhorni og skilti sem á stendur skrifað stórum stöfum FREE ADVICE? Iþremur stólanna sitja vinkunurnar Ainy Alkon, Caroline Joh- nson og Marlowe Minnick sem saman reka ráðgjafarþjónustuna Ókeypis ráðgjöf. Fjórði stóllinn er ætlaður gestum og gangandi sem vilja þiggja ráð frá þeim. Þær Amy, Caroline og Mar- lowe kynntust fyrir nokkrum árum þegar þær unnu saman á stórri auglýsingastofu í New York. f>ær uppgötvuðu að þær áttu margt sameigin- legt; þær voru áhættufíklar, frakkar og forvitnar, tilbún- ar að taka áhættu og mæta afleiðingunum. Hugmynd- ina fengu þær eitt föstudags- kvöldið þegar þær fóru á bar. Þjónninn, sem afgreiddi þær, 50 var eymdin uppmáluð og hafði varla orku til að færa þeim glösin. Vinkonurnar, sem ekki eru aðeins þekktar fyrir að klæða sig furðulega heldur einnig fyrir áhuga á samferðafólki sínu, spurðu hvers vegna lægi svo illa á honum. Hann settist hjá þeim og sagði þeim langa, dapurlega sögu um elskuna sína sem nýlega hafði yfir- gefið hann. Þær buðu honum þrjár glæsilegar axlir að gráta við og góð ráð, sem að- allega voru gefin í þeim til- gangi að koma honum til að hlæja. Eftir fimmtán mín- útna spjall stóð þjónninn upp úr stólnum sem nýr maður, tilbúinn að takast á við lífið á nýjan leik. Hann þakkaði þeim fyrir og sagði: „Þið eruð frábærar, þið ætt- uð að leggja þetta fyrir ykk- ur.“ Næsta dag ákváðu þær að setja upp skiltið, borðið og stólana fjóra og bjóða ókeypis ráðgjöf öllum sem á þurftu að halda. Á skiltinu stóð stórum stöfum ÓKEYPIS RÁÐGJÖF- frá lífsreyndum sérfræðingum. Á eftir fylgdi fjölbreyttur listi um ráðgjöfina; um ást- ina, stefnumótið, ráð til að hætta að naga neglurnar, um mannasiði, samskipti á vinnustöðum og hvernig best er að fæla burtu leið- indagagaurinn sem alltaf er að reyna við þig. Þær segjast hafa verið nokkuð vissar um að enginn myndi setjast í gestastólinn, en hugsuðu sem svo að allavega gætu þær á þennan hátt hitt skemmtilegt fólk. Það kom þeim því mjög á óvart að stólarnir voru ekki fyrr komnir upp en fólk flykktist að og fékk sér sæti í „ráð- gjafarstólnum“. Reynsla vinkvennanna úr auglýs- ingabransanum, að leysa vandamál og hugsa skipu- lega, kom þeim að góðum notum við að leysa úr vanda- málum gestanna og svara spurningum eins og „Finnst ykkur að ég ætti að lita hárið á mér rautt?“ eða „Hvaða litur haldið þið að klæði hundinn minn best?“ Þær vinkonurnar segja það hafi heldur ekki sakað að þær þrjár hafi gert mistök sem enst gætu margfalt fleira fólki í marga mannsaldra. Sú \

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.