Vikan - 25.06.1998, Blaðsíða 54
ekki missaaj\........
... löngum laugardegi á Selfossi!
.r
T\
Fyrsta laugardag í hverjum mánuði eru verslanir á Selfossi
opnar fram eftir degi. Þar er fín stemmning og það besta er; þú
getur keypt ýmsar vörur á lægra verði en í Reykjavík! Dæmi:
Tískubúðin Lindin - flottar vörur, mörg merki sem fást í bæn-
um en ódýrari. Annað dæmi: Álnavörubúðin á Eyrarvegi. Þar
er til dæmis hægt að fá frábæra skó á kr. 990.-, dragtir á kr.
8.900,- og eitt og annað á lágu verði. í Álnavörubúðinni er al-
vöru tískuvarningur á gjafverði.
Ekki er amalegt að skella sér í sund á Selfossi, fá sér pítu eða
brauðsneið á Kaffi Krús og enda svo leiðangurinn í Kaupfé-
laginu...
r
...söngleikjum sumarsins Carmen Negra og
Grease.
4..-
' ‘i
1
— v' 'iú'Ji'.jrV,
w -Æ æZ 'lhg-. Z' *- ~
> ■ - iV <af
Það er alltaf „heitt“ í Reykjavík á meðan Carmen
og Olavia Newton John eru í borginni. Það tilheyr-
ir á sumrin að fara á léttan, poppaðan söngleik -
„dramað“ bíður vetrarins.
...heimsborgarstemningunni á Kaffi París.
Það ætti enginn að fara niður í miðbæ Reykjavíkur á góðum
degi án þess að setjast á Kaffi París við Austurvöll. Þar er bæði
skjólgott og bragðgott. Feðgarnir Ketill og Axel hafa gert mik-
ið fyrir mannlífið í miðbænum með rekstri þessa staðar. Hvern-
ig voru eiginlega sumardagar hér áður fyrr áður en borð og
stólar voru settir út við Austurvöll?
...kryddjurtum ípottum til að hafa í eld-
hásglugganum.
Nú er hægt að fá kryddjurtir í pottum í fjöl-
mörgum verslunum og gróðrarstöðvum. Mat-
urinn bragðast svo miklu betur þegar ferskt
krydd er klippt beint í pottinn. Basilíkum, berg-
mynta, garðablóðberg, kóríander, salvía, stein-
selja og mynta - namm, namm. Svo er þetta
ágætis gluggaskraut.
54