Vikan


Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 6

Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 6
V i k a n s k o ð a r fréttamennina SJÓNVARPSFRÉTTAMENNIRNIR Myndir: Björn Blöndal, Gísli Egill Hrafnsson, Gunnar Gunnarsson, Hreinn Hreinsson, Sigurjón Ragnar o.fl. Þau mæta inn á gafl hjá okkur á hverju kvöldi allan ársins hring, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þau eru boðberar vondra tíðina og gleðitíðinda. Þau eru fréttamenn sjónvarpsstöðv- anna og öll höfum við skoðun á þeim; framkomu þeirra, útliti og fréttaflutningi. Vikan fékk fríðan hóp manna og kvenna til þess að leggja mat sitt á frammistöðu fastagestanna á skjánum. Þeim var í sjálfsvald sett hversu marga fréttamenn þau fjölluðu um en í Ijós kom að sumir fréttamannanna eru ofar í huga þeirra en aðrir. Athygli vekur að enginn sá ástæðu til þess að minn- ast t.d. á þau Boga Ágústsson, Ólöfu Rún Skúla- dóttur og fleiri sem starfað hafa í fjölda ára hjá sjónvarpi. Einnig er lítið minnst á nýgræðingana á skjánum. En hverjir skyldu vera fólki efstir í huga? Gísli Marteinn Baldursson RÚV: „I lonum l'ylgir lerskur anclblær. Ilann tekur Irnm- lega á l'réUunum og nær íram áhugaverðum og mannlegum punktum." ,,l lann er kurleis og stundum skemmtilega ákal- ur og er óneilanlega svolítið sjarmerandi." ,,l;erskur og öóruvísi. M jcig góöur Iréttamaöur sem nær til lólksins." + og " „Sprækur að mörgu leyti og gaman að honum. Kannski skemmir það svo- lítið fyrir honum að hann kom inn á vegum Hrafns Gunnlaugssonar og manni finnst hann alltaf vera sami ungi sjálfstæðismaðurinn.“ + „Ég gef honum minnst þrjár og hálfa stjörnu fyrir leyndan húmor. Hann er trúverðugur í mynd þótt hann líti út eins og lítill strákur sem hefur stolið fimmtíukalli frá mömmu og sloppið út í sjoppu. Húmor- inn reis hæst þegar hann sagði alheim hafa fylgst með „hverju risi“ í sögu Clintons forseta og Monicu Lewinsky." + „Minnir dálítið á þessar góðu týpur sem starfa hjá ríkisútvarpinu, t.d. Brodda Broddason og Jóhann Hauksson. Því fornlegar sem þeir tala því líklegra er að þeir séu að springa af hlátri.“ + „Assskoti glaðbeittur og það er gaman að honum þótt ég sé ekki alltaf sam- mála hvernig hann vinnur fréttirnar. En það skín greinilega í gegn að hann hefur gaman af því sem hann er að gera og það er nauðsynleg forsenda þess að vera góður fréttamaður." Ólafur Sigurðsson RÚV: + ,Ólafur kemur skemmti- lega á óvart og er líklega vanmetnasti fréttamaður á Ríkissjónvarpinu og þótt víða væri leitað. Hann er eini fréttamaðurinn í er- lendum fréttum sem hefur tilfinningu fyrir að setja fram hlutina í samhengi, kemur með aðra sýn en þá sem kemur beint frá stóru fréttastofunum þar sem fréttirnar eru mataðar ofan í menn.“ + og “ „Hann er með Ofeig á Spaugstofunni á bakinu sem hjálpar ekki til. Framsögnin getur nú ekki talist alveg tipp topp en maður fyrirgefur það vegna gæða fréttamennskunnar.“ ®„Ein spurning til frétta- Með Ófeig á Spaugstofunni á bakinu. stjóra Ríkissjónvarpsins: Af hverju er Sjónvarpið ekki löngu búið að fjárfesta í starfslokasamningi við Ólaf Sigurðsson?" + „Ólafur er frábrugðinn mörgum fréttamanninum og á góða útispretti frá útlönd- um, t.d. í umfjöllun um Kúbu. Það er alltaf gaman að fylgjast með þegar hann er á útivelli, þá sýnir hann og sannar að hann er alls ekki dauður úr öllum æðum.“ + „Er, ásamt Óla Tynes á Stöð 2, gúrúinn í erlendu fréttunum. Þessir tveir bera af.“ + og “ „Hann er oft góður fréttamaður, en stundum þarf maður að sperra eyrun til þess að skilja hvað hann er að segja.“ “ „Hann má fara að hvíla sig. Það er alveg nóg að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.