Vikan


Vikan - 01.03.1999, Síða 11

Vikan - 01.03.1999, Síða 11
iðjudagskvöldum Hakarl og guOaveigar! Karlaklubburinn gæddi ser a Þorramat, bjór og siiöf'siiin síóastliöió þriðjudagskvöld. Hér scst stærstur hluti þcssa gleðihóps sem hittist í gufu haóinu cinu sinni í viku. Það var biðröð og ég beið í hálftíma. Klukkan hálfsjö hringdi kunningi minn og bað mig að koma í vélsleða- ferð í Landmannalaugar þá um kvöldið. Ég sagði hon- um sem var, að ég væri á leið í veislu. Síðan liðu tíu mínútur og þá kom loks röðin að mér hjá rakaran- um. Hann var nýbúinn að setja á mig heljarmikla skikkju og var að bursta mig eitthvað að aftan og undirbúa klippinguna. Þá allt í einu, fékk ég hugdett- una. Ég hringdi í kunningja minn og sagðist verða tilbú- inn í sleðaferðina klukkan átta. Ég spratt úr stólnum áður en rakarinn var búinn að taka upp skærin, reif af mér skikkjuna og rauk út. Ég sé enn fyrir mér svipinn á veslings rakaranum þar sem hann horfði á eftir mér með burstann í hendinni,“ segir Helgi hlæjandi. „Hvað varð um viðhaldið og veisl- una?“ spyrja strákarnir spenntir. „Það er ekki enn komið að því,“ svarar Helgi. „Ég þekki hana ákaflega lít- ið. Ég hef heyrt í henni tvis- var í símanum að undan- förnu. Ég heyrði í henni í dag og tilkynnti henni að ég væri að fara að hitta ykkur í gufunni. Ég sagði henni að það væri aldrei hægt að sjá fyrir hvar þessi gufubaðs- kvöld enduðu. Kannski kæmi ég heim með eina rússneska nektardansmær. Hún var ekkert yfir sig hrif- in af því en ég minnti hana á að ég væri kominn af gest- risnu fólki,“ segir hann og nú dynja hlátrasköllin í skúrnum. Þá hringir einn farsíminn og einhver segir: „Helgi, nú er frillan að hringja," og þeir hlæja dátt allir saman. Vandræði á Kúbu Helgi bætir við sögu frá Kúbu. „Það var hrikalegt. Hver er sterkastur! Það er alltaf glatt á hjalla hjá piltun- um. Hér eru þeir komnir í flottar stellingar og hnykla vöðvana fyrir framan myndavélina. Ég fór ásamt nokkrum ís- lendingum í heimsókn til kúbverskrar fjölskyldu. Þetta var fátækt fólk og húsmóðirin hélt greinilega að ég hefði bara eitt í huga. Hún bauð mér fyrst eldri dótturina og síðan þá yngri. Þegar ég hristi hausinn og reyndi að segja henni að ég hefði ekkert slíkt í hyggju þá bauð húsmóðirin, sem var komin af léttasta skeiði, sig sjálfa til sölu. Ég neitaði og var á útleið. Þá hugsaði sú gamla sig um og virtist vera komin með svarið við þessu. Hún benti mér nefni- lega á eiginmann sinn sem lá makindalega upp í sófa- garmi,“ segir hann og rifjar upp Kúbuferðina. Fleiri gamansögur fara í loftið og það er ekki hægt að halda karlakvöld nema að segja ljóskubrandara. Enn er það Helgi sem segir frá og nú frá Ijóskunni sem keyrði inn einstefnugötu í New York. „Lögreglumaður stöðvar hana. Hann spyr hvort hún hafi ekki tekið eftir örvun- um á skiltunum. Nei, segir ljóskan, ég sá ekki einu sinni indíánann." Strákarnir reka upp roknahlátur. Svona eiga karlakvöld að vera, skemmtilegt grobb og gamansögur í bland við há- karl og guðaveigar. Vikfin 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.