Vikan


Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 14

Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 14
Þegar vinnudegi Huldu lýkur taka sveitarstjórnar- málin gjarnan við. Hún situr í sveitarstjórn Aðaldæla- hrepps fyrir kosningafélagið Framtíðarbandalagið. „Við vildum breyttar áherslur í umfjöllun um sveitarstjórn- armál og fengum inn tvo menn af fimm sem sæti eiga í sveitarstjórninni,“ segir Hulda. „Það er ekki hollt fyrir bandalag eins og okkar að vera með meirihluta í fyrstu atrennu, því við verð- um að fá tíma til að vera bæði áhorfendur og þátttak- endur þar sem við erum byrjendur í þessum mál- um.“ Ertu pólitísk? „Ég hef alltaf verið að leita mér að stjórnmálaflokki sem ég gæti tilheyrt en ekki fundið þann flokk ennþá sem ég gæti fullkomlega rekist í. Kannski gerir það enginn, en ég hef kosið að vera óflokksbundin. Ég sé eitt- hvað gott og slæmt við alla flokka og meðan ég hef ekki fundið rétta flokkinn ætla ég bara að vera í Fram- tíðarbandalaginu sem er þverpólitískt félag. Ég við- urkenni þó að ég er meira til vinstri en hægri. Við stöndum vel saman, sem mér þykir mikilvægt, og mér finnst hafa sýnt sig í prófkjörum að undanförnu að fólk er að berjast of mik- ið innbyrðis sem mér líkar Hulda Ragnheiður með sanistarfskonum sínum á saumastofunni Prýði. Fyr- ir ári síðan sat Huida og saumaði íslenska hátíðar- búninginn fyrir herra en í dag hefur hún vart tíma til að sitja við sauma. ekki. Ég er lítið fyrir rifrildi þótt ég sé ákveðin og ég vil fá niður- stöðu með því að ræða málin. Ég vil fá skýrt já eða skýrt nei því ég þoli ekkert humm. Ég er þreytt á því fólki sem bölsótast yfir öllu en leggur ekkert af mörk- um sjálft. Ætlast bara til þess að aðrir sjái um að breyta hlutun- um.“ En hvers vegna skildi Hulda hafa verið beðin að ganga til liðs við Framtíðarbanda- lagið? „Sennilega vegna þess að fólk hafði frétt af ákveðnum skoðunum mínum. Ég taldi hins vegar að ég væri búin að skipta mér nógu mikið af hlutunum og ætlaði ekki að bæta þessu á stundaskrána." Hulda talar um að það komi sér á óvart hversu skemmtileg henni þyki sveitarstjórnarmálin en þau séu tímafrek, eigi að setja sig vel inn í hlutina. „En þetta er líka gefandi," segir hún ...“og maður fær mjög mikla fræðslu, t.d. um ýms- ar reglugerðir, sem gott er að vera inni í til að geta Prýði tekur að sér hin ýmsu verkefni. Hér er Hulda með afrakstur Prýðiskvenna, glæsilega flíspeysu, sem þær sauma fyrir vörumerkið Nikita sem Týndi Hlekkurinn í Reykjavík selur. verið virkur í umræðunni um ýmis mál. Ég hef alltaf tekið mikinn þátt í félags- málum og fundið hjá mér hvöt til að blanda mér inn í þá umræðu sem er í gangi en þó fyrst og fremst til að fræðast. Ég lít á þetta starf sem skóla, bæði um það sem var og það sem er og þarf að breyta til þess að við séum sátt við okkar samfélag." Gustar af þér? „Ég veit það ekki. Það er enginn sér- stakur hávaði í kringum mig en fólk verður vart við mig ef ég er á svæðinu. Ég er engin kvenréttindakona ef spurt er um það og ég er ljóst og leynt mjög á móti kvenréttindabaráttu. Mér finnst hún neikvæð. Að sjálfsögðu eiga allir að vinna á jöfnum grunni hvort sem þeir líkjast meira Adam eða Evu. Ég er virkilega ósátt við um- fjöllun um jafnrétti, inn- an gæsalappa, því mér finnst það oft vera bar- átta fyrir forréttindum." Nú vinnurðu á mikl- um kvennavinnustað, ræðið þið konurnar ekk- ert um pólitík? „Mjög lítið og ég blanda ekkert saman þessum tveimur heimum mínum. Kon- urnar heyra mig nánast aldrei tala um pólitík. Það eina sem þær merk- ja af þeim vettvangi er að ef ég kem máluð og í dragt í vinnuna þá er ég annað hvort að fara á fund eða á námskeið.“ Þykir þér gaman að hafa þig til fyrir fundi? „Ég reyni að haga segl- um eftir vindi og er sjálf öruggari með mig ef ég lít vel út. Þar af leiðandi hef ég mig til. Það er fyrir mig sjálfa gert en ekki aðra.“ Þegar Hulda er spurð að því hvort hún stefni lengra í pólitík en í sveitarstjórnar- málin svarar hún um hæl: „Ég er ekki að fara á þing. Ég hefði hins vegar áhuga á að taka þátt í uppbyggingu og starfi sameinaðs sveitar- félags, sem af verður eftir nokkur ár, í hvaða formi sem það verður. Þetta er minn heimur, heimur sem mér líkar og mig langar ekki að breyta neitt stór- kostlega.“ 14 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.