Vikan


Vikan - 01.03.1999, Page 17

Vikan - 01.03.1999, Page 17
. < Íírrrfn n <í'j'Tcrfn í rrrJ» Vettvangur heilsubótar og mannlegra samskipta Þau ganga alltaf saman á sunnudagsmorgnum og taka með sér kaffibrúsann til að geta fengið sér morgunkaffi eftir gönguna og spjallað saman. „Klúbburinn er búinn að halda upp á tíu ára afmælið sitt og þetta er orðinn samstilltur hópur“ segir Steingrímur Jónasson, forsvarsmaður hópsins. „Upphaflega voru það sjúklingar í endurhæfingu sem byrjuðu að ganga saman, við höfum haldið nokkuð hópinn þótt auðvitað hafi orðið svolítil endurnýjun innan hans gegnum tíðina. Það eru á milli 30 og 40 félagar í Flækjufæti, en það eru oft á bilinu 20 til 25 manns í hverri göngu. Við hittumst alltaf klukkan 11 á sunnu- dagsmorgnum og göngum mikið innanbæjar á vetrum. Við erum með fyrirframgerða ferðaáætlun langt fram í tímann og reynum að hittast á mismunandi stöðum og ganga hingað og þangað um bæinn til að viðhalda fjölbreytninni. Við reynum að láta aldrei detta helgi úr hvernig sem viðrar, við klæð- Hefur þú áhuga á göngum? Þessir aðilar m.a. skipuleggja gönguhópa: Félag eldri borg- ara, Hverfisgötu Endurhæfingar- stöð hjarta- og lungnasjúklinga (H.L. - stöðin) um okkur bara eftir veðri og höldum okkur á skjólsælum stöðum þegar kalt er. Á sumrin skreppum við svo út fyrir bæinn og göngum þar. Við erum á göngu u.þ.b. klukku- tíma og svo setjumst við niður og fáum okkur kaffi og meðlæti úti í náttúrunni á eftir. Þetta er frábær félagsskapur og mikið fjör. Fólk kynnist ^ hvert öðru vel á göngunni og við höldum hópinn talsvert utan þessara hefðbundnu sunnudagsgöngutúra. Flækjufótur heldur alltaf jólahlaðborð í desember þar sem menn leggja í púkk og við förum í tvær „útilegur“ á ári. Þá fáum við leigða sumarbústaði um helgi og göngum þaðan um nágrennið. Þetta er alveg feikilega skemmtilegur fé- lagsskapur og hollur fyrir líkama og sál. -------wr Vikan 17.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.