Vikan


Vikan - 01.03.1999, Side 27

Vikan - 01.03.1999, Side 27
Hvar eru þau nú ? Af fjölum leikhúsanna í allt aðrar og ólíkar starfsgreinar. Guðný Ragnarsdótt- ir, leikkona Guðný hóf leikferilinn í kvik- mynd Ágústs Guðmundsson- ar, Land og synir. Eftir eins og hálfs árs nám í bókmennta- fræði við Háskóla íslands fór hún til Bretlands í leiklistar- nám við Bristol Old Vic Theatre School. Eftir það mátti sjá hana í ýmsum hlut- verkum á fjölum Þjóðleik- hússins, þar sem hún var laus- ráðin í fimm ár, t.d. í Yermu, Brúðarmyndinni og Haust- brúði.“ En af hverju hætti hún í leikhúsinu? „Það voru nú ýmsar samverkandi ástæð- ur sem lágu að baki þeirri ákvörðun. Það gerðist margt einn og sama veturinn; Þjóð- leikhúsinu var lokað vegna breytinga, ég varð ófrísk og átti mitt barn og eftir það var ég meira og minna í íhlaupa- vinnu. Reyndar var sú vinna tengd leikhúsi, ég var bæði að leikstýra og kenna og var með dagskrá fyrir börn í grunn- skólunum. Svona lausa- mennska átti illa við mig, ég fór að hugsa minn gang og ákvað að skella mér aftur í Háskólann. Bókasafnsfræðin varð fyrir valinu vegna þess að mér fannst það hljóta að vera lifandi starf,“ segir Guð- ný, sem í dag starfar sem bókasafnsfrœðingur hjá Upp- lýsingaþjónustu Alþingis. Hún játar fúslega að oft sakni hún leikhússins. „Auðvitað geri ég það, það fer enginn í leiklistarnám án þess að hafa leikhúsbakteríuna í sér. En ég velti mér ekki upp úr fortíð- inni. Eg er ánægð þar sem ég er, í áhugaverðu og skemmti- legu starfi.“ Andri Örn Clausen, leikari Andri Örn lærði leiklist í gömlum og virtum leiklistar- skóla í London, Webber Dou- glas Academy of Dramatic Art. Eftir tveggja ára nám stóð hann í fyrsta sinn á leik- sviði í Reykjavík hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur eftir það var hann í Þjóðleikhúsinu og í uppfærslu Kirkjuleikhússins á leikriti um Kaj Munk, sem Andri Örn segir vera eftir- minnilegasta leikverkið, og hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hann var viðloðandi til ársins 1991. „Það er nú einu sinni svo í leiklistinni að margir eru kallaðir en fáir út- valdir. Ég var þrítugur, upp- fullur af hugmyndum og bjartsýni og gerði mér grein fyrir því að lífið bauð upp á margt annað en leikhúsið. Ég hef alltaf haft áhuga á mann- legri hegðun og hafði lengi gælt við þá hugmynd að læra sálfræði. En með eiginkonu og barn á leiðinni var það ekki auðveld ákvörðun. Við hjónin ræddum þetta fram og aftur og komumst að sam- komulagi um það að ég færi í sálfræðina.“ Andri Örn lauk BA - prófi frá Háskóla íslands og síðan tók við framhaldsnám við sál- fræðideild Háskólans í Árós- um. Eftir átta ára strangt nám stendur hann uppi með cand. psych. gráðu upp á vasann, sem veitir honum full réttindi til að starfa sem sálfræðingur. „Eg er sérmenntaður í áfallahjálp og áfallameðferð. Það er sálfræðiaðstoð sem beitt er þegar fólk lendir í erf- iðum aðstæðum, svo sem ástavinamissi, slysum og sjúk- dómum. Við slíkar aðstæður duga ekki hefðbundnar að- ferðir sem manneskjan býr yfir til þess að fást við daglegt líf. Þá þarf að horfast í augu við tilveruna á nýjan leik á nýjum forsendum og það er oft mikið átak. Sem betur fer eru þeir sífellt fleiri sem auð- velda sér það með því að leita stuðnings sálfræðinga til þess að yfirstíga erfiðleikana," seg- ir Andri Örn sem bráðlega hefur störf á nýjum vettvangi. Ingólfur Stefánsson, dansari Ingólfur lærði jassballett hjá Sóleyju Jóhannsdóttur í átta ár og á árunum 1983-1997 dansaði hann í flestum söng- leikjum sem settir voru upp á Islandi. Auk þess starfaði hann með Model '79, tók þátt í mörgum tískusýningum og var eftirsótt fyrirsæta. Þegar honum hafði margoft verið boðið sumarstarf sem farar- stjóri á Spáni, ákvað hann að slá til. „Þetta var algjör draumastaða. Ég dansaði á veturna og vann á Spáni á sumrin. En ég gerði mér alltaf grein fyrir því að ég yrði ekki dans- ari alla ævina og árið 1996 ákvað ég að hætta í dansin- um. Síðast dansaði ég í Kátu ekkjunni í Islensku óp- erunni." Ingólfur hefur nú starfað við fararstjórn fyrir Samvinnu- ferðir - Landsýn á Spáni í átta ár og segir það skemmti- legt og áhugavert starf. „Ég hef alltaf stefnt að því að star- fa við ferðamál á íslandi. Þess vegna hef ég ákveðið að fara í Leiðsögumannaskólann í haust. Ferðamenn koma í sí- auknum mæli til íslands, ekki bara á sumrin, þótt veturnir séu ennþá að mestu óplægður akur. Gaman væri að taka þátt í því að skipuleggja vetr- arstarfið. Mér líkar vel að vinna sem fararstjóri og við að skipuleggja ferðir, mér finnst gaman að vera með og vinna með fólki og finn mig vel í þessu starfi,“ segir Ingólfur, bjartsýnn og hress í vetrarsólinni á Kanaríeyjum. Vikan 27 Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson o.fl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.