Vikan - 01.03.1999, Síða 30
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Bragi Þ. Jósefsson
Starfsemi G i g t a
------- ---------
Mörg tengjum við
gigt fyrst og
fremst við elli og
sjáum fyrir okkur gamalt
fólk að staulast við staf upp
og niður stiga. Gigtarsjúk-
dómar hrjá hins vegar
fólk á öllum aldri, jafn-
vel börn, og eru að
verða eitt algengasta
heilsuvandamál þjóð-
arinnar. Einkum hefur
slitgigtartilfellum farið
fjölgandi með aukinni
þátttöku almennings í
íþróttum með tilheyr-
andi meiðslum. I stöð
Gigtarfélags íslands er
stöðugur straumur
fólks út og inn allan
daginn. Emil Thórodd-
sen, framkvæmdastjóri
félagsins, segir að
sennilega fari milli sjö
og átta hundruð manns
þar um á hverjum degi.
Talan er ekki óraun-
hæf þegar hugsað er til
þess að einn af hverj-
um fimm íslendingum
þjáist af gigt og 3.700
félagar eru í Gigtarfé-
laginu. Félagið rekur
fjölbreytta starfsemi á
tveimur hæðum við
Ármúla. Á neðri hæð-
inni eru tveir leik-
fimisalir, tækjasalur og
fundaraðstaða, í efra,
eins og starfsfólk nefn-
ir það, er sjúkra- og
iðjuþjálfun og lækna-
stofur.
Gigt er í raun margir
sjúkdómar í bandvefj-
um líkamans og sársauka-
fullir kvillar í stoðkerfinu.
Gigtarsjúkdómar eru hátt á
annað hundrað en helstu
tegundir eru liðagigt (ikt-
sýki), hrygggigt, slitgigt,
beinþynning, rauðir úlfar og
vefjagigt. Markmið Gigtar-
félags íslands er að sögn
Emils að bæta líðan fólks og
hjálpa því að byggja sig
upp.
„Að lifa með gigt er að
lifa við stöðuga verki. Sjálf-
ur er ég ekki gigtarsjúkling-
ur en því var lýst þannig
fyrir mér, þegar ég byrjaði
að vinna hér, að það væri
eins og að búa við stöðugan
tannverk að vera með gigt.
Gigtarsjúklingar er al-
mennt mjög duglegt
fólk. Margir þeirra
vinna þrátt fyrir sjúk-
dóminn og bjarga sér
lengi einir inni á heim-
ilum sínum þrátt fyrir
þær takmarkanir sem
sjúkdómurinn setur
þeim. Það þarf sterkt
fólk til að geta lifað
með gigt því gigtarsjúk-
lingur hreyfir sig ekki
án verkja.
Ég tel að gigt sé eitt
best varðveitta leyndar-
mál samfélagsins því al-
mennt ræðum við ekki
um vandann en ég tel
að ef einhver væri beð-
inn að nefna gigtarsjúk-
ling þyrftu fæstir að
leita langt. Bróðir, syst-
ir, faðir eða móðir eru
mjög líklega gigtarsjúk-
lingar annars sleppa
ættir misvel. Sumar ætt-
ir virðast lausar við
gigt. Fleiri konur en
karlar þjást af gigt þótt
það sé nokkuð mis-
munandi eftir sjúkdóm-
um, t.d. eru fleiri konur
með vefjagigt en karlar,
aftur á móti snýst hlut-
fallið við þegar um
hrygggigt er að ræða.
Hugsanlega stafar þetta
einnig af því að konur
viðurkenna frekar heilsu-
vandamál sín og eru
ófeimnari við að leita sér
hjálpar. Gigtarfélag íslands
Ingibjörg K. Jónsdóttir: „Ég hef veriö
með slitgigt í tíu ár“
Ingibjörg K. Jónsdóttir er með slitgigt
og stundar líkamsþjálfun hjá Margréti.
Hún segir leikfimina halda sér í
formi.
„Þessi leikfimi er mér mátulega erfið.
Ég var í mörg ár í venjulegri leikfimi
en þetta hentar betur. Ég hef líka ver-
ið í vatnsleikfimi en vatnið gerir allar
hreyfingar auðveldari. Mér er nauð-
synlegt að halda mér í einhverju formi
og ég finn, ef ég hætti um tíma, að ég
stirðna upp. Ég hef verið með slitgigt í
tíu ár og finn að einkennin fara versn-
andi. Ég er ánægð með þjálfunina hér
en finnst vanta ögn fleiri tæki í tækja-
salinn. Ég finn fyrir stöðugum verkj-
um við hreyfingu en ef áreynslan er
ekki of mikil gerir hún mér gott. Þægi-
legast væri auðvitað að hætta að hrey-
fa sig en þetta heldur mér gangandi.“
vill leitast við að fá umræðu
um gigtarsjúkdóma upp á
yfirborðið enda sýnir það
sig að því meira sem fólk
veit um sjúkdóminn þess
lengur starfar það og bjarg-
ar sér.
Öll vinna með gigt er það
sem kallast teymisvinna.
Hér koma saman sjúkra-
þjálfarar, iðjuþjálfarar og
læknar. Hugsanlega má
segja að starf félagsins hafi
gengið í gegnum þrjú skeið.
Það fyrsta var að safna fé
og gefa ýmis tæki til grein-
ingar á gigt, næst að stofna
stöðina hér vegna þess að
þá skorti einfaldlega svona
aðstöðu og núna leggjum
við áherslu á fræðslu og að
koma til móts við skjólstæð-
inga okkar í því að byggja
sig upp. Oft greinist fólk
seint og er lengi búið að
vera að berjast við sjúk-
dóminn og það kemur niður
á félagslegum aðstæðum, af
því leiðir streita og öll strei-
ta setur sjúkdóminn á
fleygiferð.
Á Norðurlandi eystra og
á Suðurlandi eru starfandi
deildir í Gigtarfélaginu og
sjálfshjálparhópar hafa ver-
ið stofnaðir um hvern sjúk-
dóm fyrir sig og hittast
meðlimir og styðja hver
annan. Vefjagigtarhópurinn
er með símatíma þar sem
fólk getur hringt inn og
fræðst um sjúkdóminn af
öðrum sjúklingum. Gigtar-
félagið er með í bígerð
fræðslusíma sem ætlunin er
að hrinda í framkvæmd sem
fyrst og þá verður hægt að
hringja í hóp sérfræðinga
hér og fá góð ráð.“
30 Vikan