Vikan


Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 36

Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 36
Heimilið Kartöflur í nýjum tilgangi Börn hafa gaman af að búa eitthvað til sjálf og þeim finnst sérstaklega gaman að fá að skreyta herbergið sitt eða húsgögn sem þau eiga sjálf. Því ekki að leyfa þeim að skera út kartöflustimpla og stimpla mynstur á veggi eða gömul húsgögn sem þau mega nota? Skerið mynstrin út með dúkahníf og i gætið þess að stimpilflöturinn sé al- veg rennisléttur og kartaflan þurr áður en hafist er handa við að skrey- ta. Best er að pensla málninguna á kartöfluna áður en stimplað er. Er pláss? Blautar diskaþurrkur er best að hengja upp þannig að þær þorni áður en þarf að grípa til þeirra næst. I bygg- ingavöruverslunum er hægt að fá teina eins og þessa sem draga má út undan borðbrún eða úr skáp. Þeir taka lítið pláss en eru hið mesta þarfaþing í eldhúsinu. Þeir geta líka hentað vel undir handklæði á baðherberginu eða til að hengja upp dúka til geymslu. Blikkbaukar í tísku „Nostalgían" skín út úr þessum bauk- um undan kakói og kexi frá árunum 1906 - 1920. Þessir baukar hafa allir fengist á Islandi en eru orðnir mjög sjaldgæfir. Talsvert er enn til af blikk- baukum í landinu og í verslunum má sjá nokkrar vörutegundir í baukum. Vitað er um nokkra safn- ara hérlendis sem safna baukum af ýmsum stærðum og gerðum og er- lendis eru til verslanir sem sér- hæfa sig í þeim. Við á Vikunni hefðum gaman af að heyra af söfnurum sem eiga blikkbauka, salt og pip- arsett, kaffi- og rjóma- könnur og vildu leyfa okkur að skoða og mynda safnið sitt. Skrif- ið okkur nokkrar línur, heimilisfangið er VIK- AN, Seljavegi 2, 107 Reykjavík. % Einföld gluggatjöld Hver segir að efnismikil gluggatjöld séu best? Það má alveg eins kaupa efni sem passar inn í gluggakarminn (að vísu þarf að reikna með saum- fari) og festa síðan gluggatjaldið á gluggastöng sem passar innan í gluggakarminn. Það er auðvelt að draga frá og fyrir því það má einfaldlega sauma mjóan borða í miðjuna og binda gluggatjaldið upp eða kaupa gardínuklemmur í næstu gluggatjalda- verslun. Góð hugmynd fyrir þá sem eiga glugga með fallegri umgjörð sem þeir vilja láta njóta sín til fullnustu. Gamlir skókassar öðlast nýtt líf Gjafapappír getur gert kraftaverk á gömlum kössum. Þegar búið er að líma hann utan um kassana eru þeir orðnir að skraut- kössum sem má nota til að geyma í hluti án þess að þurfa að fela þá inni í skápum eða geymslum. Hér eru notaðir mildir ólífugrænir litir og svo bláir. En það má að sjálfsögðu líka kaupa skærrautt eða skræpótt. Hér getur hver og einn látið sinn eigin smekk ráða. Ein rúlla af pappír endist mjög ríflega utan um tvo myndarlega kassa og tvær rúllur duga utan um fimm kassa. 3 6 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.