Vikan - 01.03.1999, Síða 40
Fermingarveislan
megin. Raðið í smurt, eld-
fast mót. Neðst fer eitt lag
af kartöflunum, þá laukur í
sneiðum, síðan er engifer-
inu stráð yfir. Athugið að
setja ekki of mikið af engi-
fer því það er mjög bragð-
sterkt. Þannig er raðað til
skiptis og endað á kartöfl-
um. Saltið aðeins. Þá er
rjómanum hellt yfir allt
saman og bakað í 200°C
heitum ofni í u.þ.b. 20 mín-
útur, eða þar til rjóminn er
orðinn þykkur. Saxið stein-
seljuna og stráið yfir réttinn
rétt áður en hann er borinn
fram.
Bréfmunnþurkurnar
má brjóta eins og
vasa fyrir hnífapör.
Sætar kartöflur
með engifer
„a la Magga“
(fyrir sex)
3-4 stk. scetar kartöflur
(eftir stœrð)
1 stk. laukur
2-3 msk. rifið, ferskt
engifer (eftir smekk)
matarolía til steikingar
2 1/2 dl rjómi
salt
steinselja til skrauts
Aðferð: Flysjið kartöfl-
urnar og skerið í frekar
þunnar sneiðar. Brúnið á
pönnu, rétt aðeins hvorum
Londonlamb
Soðið eftir leiðbeiningum á
umbúðum. Kælt og skorið í
sneiðar. Má auðvitað líka
bera fram heitt. Gott er að
hafa heita rauðvínssósu
með kjötinu.
Sykurbaunir
og gulrætur
Athugið að láta suðuna
koma upp á vatninu áður en
grænmetið er sett út í. Salt-
ið aðeins vatnið og setjið
nokkra dropa af matarolíu
út í. Þannig kemur falleg
áferð á grænmetið. Græn-
meti má aldrei sjóða lengi.
Ferskt salat með
rauðkáli
(fyrir sex)
200 g salatblöð, gjarnan
2-3 tegundir
120 g ferskt rauðkál
1 stk. meðalstór gulrót
2 stilkar sellerí
1 stk. grœn paprika
Aðferð: Skolið salatblöð-
in og rífið smátt. Skerið
rauðkálið til helminga og
sneiðið það fínt niður. Rífið
gulrótina. Skerið niður sell-
erístönglana og paprikuna.
Þessu er öllu blandað sam-
an og sett í skál.
Dressing (vinaigrette):
2/3 dl ólífuolía
2 msk. hvítvínsedik
1 tsk. dijon sinnep
svartur pipar, helst
úr kvörn
Aðferð: Þetta er allt hrist
saman og því hellt yfir salat-
ið rétt áður en það er borið
fram. Athugið að magnið
verður u.þ.b. 1 1/4 dl en
tveir þriðju hlutar ættu að
duga út á salatið.
40 Vikan