Vikan


Vikan - 01.03.1999, Side 49

Vikan - 01.03.1999, Side 49
Þórunn Stefánsdóttir þýddi. J heima sem tákn um ham- ingju og velgengni. Og í morgun kom kona í bóka- búðina til þess að panta bókina hans Salman Rushdie. Hún var í kápu sem bar ótvíræð merki þess að vera hönnun Önnu Cart- er. Birgitta hafði starað heilluð á kápuna, á rennilásinn á ermunum, fal- lega handveginn og á fell- inguna í bakinu. Satt að segja elskaði hún þannig föt og mundi aldrei í líf- inu láta sjá sig í bleiku peysusetti. Hún hafði star- að og látið sig dreyma, einmitt eins og núna þegar hún teygði sig eftir „Hver er maðurinn“ og rak augun í fallega jakkann. Seinna gat hún ómögulega sagt hvort maður eða kona hafi klæðst jakkanum, hún hafði getið sér til að það hafi verið sá sem hún sá í fæturna á milli hilluraðanna. Viðkom- andi var í deildinni sem geymdi vísindaskáldsög- ur og bakið á jakkanum blasti við í allri sinni dýrð. Þetta var galla- buxnajakki með búta- saumsskreytingu. Birgitta vissi að þetta var bútasaum- ur. Hún hafði farið á búta- saumsnámskeið. Hún fór oft á allskyns námskeið í þeim tilgangi að víkka sjón- deildarhringinn og finna fé- lagsskap. Efnið var úr silki og satíni, skreytt með perl- um, pallíettum og gullþræði. Myndin var af fiðrildum, fjólubláum, blágrænum, kóngabláum og bleikum. var eins og eitthvað æddi í gegnum hana, myndaði hnút í brjóstinu, veltist um í líkamanum og spýttist að lokum út í gegnum hælana. Fyrst sagði hún við sjálfa sig að það gæti ekki verið að töskunni hefði verið stolið. Enginn viðstaddur liti út eins og töskuþjófur. Hún hlyti að hafa tekið hana með sér þegar hún fór að leita í tölvunni. Hún tal- aði við starfsfólkið við afgreiðsluborðið og yfirmanninn og þau leituðu öll að töskunni. Bókasafns- fræðingurinn var sérstaklega vin- gjarnlegur. Það átti að fara að loka og hún bauðst til að fara með Birgittu á lögreglustöðina, hún væri einmitt að fara í þá áttina. Birgitta var ennþá með hnút í magnum. Ég bara trúi þessu ekki, sagði hún aftur og aftur. Ég neita að trúa því að svona geti gerst á örfá- um sekúndum. Ég er nú samt hrædd um það, sagði bóksafnsfræðing- urinn. Hún var of góð í sér til þess að segja að það hafði verið heimskulegt að skilja töskuna eftir. Ekki það að mér komi það við, en voru miklir peningar í töskunni? Mjög miklir, sagði Birgitta. A.m.k. á mínum mælikvarða. Lögreglan gaf henni eng- ar vonir um að hún sæi pen- ingana aftur. Ekki væri ólík- legt að taskan og eitthvað af Fiðrildin flögruðu kringum útsprungnar, gular liljur. Birgitta horfði heilluð á myndina, en leit svo undan. Hún vissi að hún hefði ekki efni á að kaupa sér neitt þessu líkt. í „Hver er maðurinn" sá Birgitta að Anna Carter hafði skrifað bók um tísku. Það sakaði ekki að kíkja á hana. Hún skildi bókina eft- ir opna á borðinu og „Hver er maðurinn" og komst að því að Anna Cart- er safnaði japönskum stytt- um og átti snjósleða. Birgitta teygði sig eftir minnisbókinni. Taskan var horfin. Henni leið eins og okkur öllum þegar við týnum ein- hverju dýrmætu eða höldum að við höfum týnt því. Það klemmda milli stólsins og borðfótarins. Hún fór að tölvunni til þess að athuga hvort bókin væri inni. Seinna mundi hún eftir fólkinu á safninu. Rosknum manni sem las dagblað, tveimur eldri konum í ljós- brúnum regnkápum, óþekku barni sem hljóp um og lét sem það heyrði ekki skammir móðurinnar. Móð- irin var feit kona á aldur við Birgittu, dökkhærð með bólgna fætur. Samkvæmt tölvunni var bókin í útláni. Birgitta gekk aftur að borð- inu og settist niður. Enn einu sinni las hún upplýs- ingarnar í Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.