Vikan


Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 54
Texti: ióhanna Harðardóttir Mynd: Gunnar Gunnarsson Það er algengt vandamál hjá góðu fólki að geta ekki sagt nei. Jafnvel þegar illa stendur á og við- komandi hefur þegar allt of mikið að gera segir hann já þegar hann er beðinn um greiða. Það er góður eiginleiki hvers manns að vilja hjálpa náunganum og einnig að vera duglegur að vinna og draga ekki af sér þegar hans er þörf. Það er hins vegar ekki kostur þegar fólk tekur þarfir annarra fram yfir sínar og lætur greiðasemina eyðileggja líf sitt. Þegar svo er komið er orðið tímabært að bæta einu orði í orðaforða sinn, orðinu nei. Það skiptir ekki máli hvort það er heima eða á vinnu- stað, það er vel hægt að segja nei án þess að særa nokkurn eða valda öðrum erfiðleikum. Vertu sjálfum þér samkvæmur Þegar einhver, t.d. ættingi eða fjöl- skyldumeðlimur, biður þig um að gera eitthvað sem þú hefur alls ekki tíma til, skaltu vera heiðarlegur við báða aðila og segja: „ Eg vildi að ég gæti hjálpað þér, en því miður get ég það ekki.“ Ef haldið er áfram að þrýsta á þig skaltu ekki láta undan heldur endur- taka svarið mjög kurteislega: „ Nei, því miður, það er útilokað að ég geti það, ég hef of mikið að gera nú þegar.“ Ef þú ert vön (vanur) að segja alltaf já er því miður hætta á, að reynt verði aftur seinna að fá þig til verksins, þá verður þú að vera enn ákveðnari og segja: „Það hefur ekkert breyst, ég hef ekki tíma og þótt ég gjarnan vildi gera þetta þá get ég það ekki. Eg veit að þú vilt ekki koma mér í þá klípu sem ég mundi lenda í ef ég tek þetta að mér.“ vinnunni Þegar þrýst er á þig í vinn- unni er erfitt að segja nei, sérstaklega ef það er yfir- maður sem gerir of miklar kröfur. Það er samt hægt og alveg nauðsynlegt til að koma í veg fyrir áframhald- andi þrýsting á vinnustaðn- um. Ef þú ert beðinn að vinna eftirvinnu á tíma sem þú hefur þegar ráðstafað öðruvísi og getur eða vilt ekki breyta, skaltu segja sannleikann og reyna að finna málamiðlun. Þú gætir t.d. boðist til að vinna þessa aukavinnu á öðrum tíma. Þú gætir líka sagt:„ Eg á þess því miður ekki kost að vinna í kvöld. Gæti ég kannski komið tveim tím- um fyrr á morgun í stað- inn?“ Ef vinnan er erfið og sífellt er verið að bæta á þig verkefnum skaltu gera í huganum lista yfir verk þín á hverjum degi. Næst þegar þú ert beðinn um að bæta á þig verk- efnum skaltu fara yfir listann með yfirmanni þínum og segja að þessi verkefni taki allan tíma þinn nú þeg- ar. Síðan skaltu bjóðast til að sleppa einhverju þeirra til að geta tekið nýja verk- efnið að þér. Gefðu þér tíma Þeir sem hafa aldrei lært að neita neinum um neitt geta alls ekki lært að segja nei strax og verða miður sín þegar einhver nákominn biður þá bónar. Það þarfnast æfingar eins og allt annað að breyta lífsstfl sínum og til þess að forðast að segja já án þess að meina það, þegar þú er beittur þrýstingi, skaltu svara: „ Ég get ekki svarað þessu nema athuga fyrst hvort ég er upptekinn á þessum tíma, ég hef samband við þig seinna.“ Notaðu svo tímann til að herða þig upp. Hafðu samband og svaraðu kurt- eislega og yfirvegað - og á þínum eigin forsendum. 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.