Vikan - 01.03.1999, Síða 57
o
ÆT
I
L o n d o n í
a g
Blue Elephant
Jakob Magnússon
og Ragnhiídur
Gisladóttir
Þau hjónin Kobbi og Ragga eru
miklir scelkerar og kunna vel að meta góða matar-
gerðarlist, enda er Ragga frœg fyrir gómsœta rétti sína,
bœðifyrir fjölskylduna og einnig stórar veislur. Og Kobbi
er hafsjór af vitneskju um bestu veitingastaðina í
London.
„Það eru óhemju margir góðir veitingastaðir hér í
London, matargerðarlist alls staðar að úr heiminum. Sem
dæmi má nefna Marokkostaðinn Momo's á Regent Street.
Kínverski veitingastaðurinn Mao Tai á New King's Road
er líklega með bestu veitingastöðunum í Suður-London.
Og Blue Elephant á Fulham Broadway sem var valinn
besti austurlenski veitingastaðurinn 1998 er mjög góður og
þar er skemmtilegt andrúmsloft. Á ítalsk-franska veitinga-
staðnum Riva hef ég líklega fengið einn besta mat sem ég
hef smakkað hér í London. Svo er kaffihúsið Bar Italia á
Frith Street mjög skemmtilegt til að sitja á og skoða mann-
lífið hér í borginni. En þetta eru bara fá dæmi, hægt væri
að telja lengi áfram skemmtilega staði hér í London.“
Sigríður Sigurjónsdóttir og Halldór
Lárusson
Sigga og
Halldór eru
dugleg við að
fara á listsýn-
ingar og í
leikhús.
„ Meðal
bestu leikhús-
anna eru Al-
meida, Royal
Court,
National
Theatre og Donmar
Warehouse. Sælkerabúðin
Fortnum and Mason á
Piccadilly er skemmtilegt nokk-
urs konar kaupfélag Englands.
Mjög líflegt og skemmtilegt hverfi í
Norður- London er Islington, Upper
Street. Á Upper Street er aragrúi
veitingastaða og kaffihúsa, iðandi mannlíf sérstaklega á
kvöldin. Þar sjást engir ferðamenn. Ein af uppáhalds
bókabúðunum okkar er Hatchards á Piccadilly og
Borders er risastór bókabúð á Oxford Street, þar sem
hægt er að setjast niður í sófa og blaða í bókum, fá sér
kaffi á kaffihúsinu eða gleyma sér í tónlistardeildinni á
efstu hæðinni. Galleríin hér eru mörg spennandi, til
dæmis The Old Truman Brewery í Brick Lane, þar eru
margir listamenn og hönnuðir. Þar er líka skemmtileg
búð sem heitir Same.“
Natasha Richardson
Leikkonan er nú búsett í New York
ásamt eiginmanni sínum Liam Nieson,
en var alin upp í London og á þar
íbúð.
Uppáhalds veitingastaðir leikkon-
unnar eru The Ivy og Le Caprice.
Einnig er hún mjög hrifin af San Lorenzo, La
Famiglia, Bibendum, The River Café og Nobu. Svo
finnst henni maturinn mjög góður á staðnum Langan's, en
finnst hann vera orð-
inn of vinsæll og of
mikil fyrirferð í
ferðamönnunum þar.
Og nýjasta staðinn
segir hún vera
Assaggi í Notting
Hill Gate, hún hafi
verið í London ný-
lega í tvo mánuði og
þá hafi hún farið á
Assaggi að jafnaði
tvisvar í viku.
Dóra Takefúsa
Dóra er vel að sér í öllum svokölluðum
„underground“ stöðum, þar sem gras-
rótin dafnar og listalífið erfjölskrúð-
ugt.
„Norðaustur London er skemmtileg
fyrir unga fólkið, þar eru aðal „hit“
staðirnir. Old Street er mikið listamanna-
hverfi, margir klúbbar og barir. í Islington er mikið
af skemmtilegum pöbbum og kaffibörum. í Soho er mikil
kaffihúsastemmning, en í Covent Garden í kringum Neal
Street, er háskólafólkið og unga listafólkið. Belgo er
skemmtilega öðruvísi veitingastaður, belgískur, hrár eins
og verksmiðja, mjög mikið í tísku. Einn besti verslunar-
markaðurinn er á Portobello Road, þar versla Lundúna-
búar. Camden markaðurinn er meira túristastaður. Á
Kings Road er rólegra og færra fólk. Á Kensington High
Street eru margir ungir hönn-
uðir og Oxford Street er ekki
bara túristagata, þar versla
Englendingar líka sjálfir.“
(Thf Koyal fiorough of Rrnsinyton
ond tíhrlsra
PORTOBELLO
ROAD. W.l 1.
Vikan 57