Vikan


Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 01.03.1999, Blaðsíða 57
o ÆT I L o n d o n í a g Blue Elephant Jakob Magnússon og Ragnhiídur Gisladóttir Þau hjónin Kobbi og Ragga eru miklir scelkerar og kunna vel að meta góða matar- gerðarlist, enda er Ragga frœg fyrir gómsœta rétti sína, bœðifyrir fjölskylduna og einnig stórar veislur. Og Kobbi er hafsjór af vitneskju um bestu veitingastaðina í London. „Það eru óhemju margir góðir veitingastaðir hér í London, matargerðarlist alls staðar að úr heiminum. Sem dæmi má nefna Marokkostaðinn Momo's á Regent Street. Kínverski veitingastaðurinn Mao Tai á New King's Road er líklega með bestu veitingastöðunum í Suður-London. Og Blue Elephant á Fulham Broadway sem var valinn besti austurlenski veitingastaðurinn 1998 er mjög góður og þar er skemmtilegt andrúmsloft. Á ítalsk-franska veitinga- staðnum Riva hef ég líklega fengið einn besta mat sem ég hef smakkað hér í London. Svo er kaffihúsið Bar Italia á Frith Street mjög skemmtilegt til að sitja á og skoða mann- lífið hér í borginni. En þetta eru bara fá dæmi, hægt væri að telja lengi áfram skemmtilega staði hér í London.“ Sigríður Sigurjónsdóttir og Halldór Lárusson Sigga og Halldór eru dugleg við að fara á listsýn- ingar og í leikhús. „ Meðal bestu leikhús- anna eru Al- meida, Royal Court, National Theatre og Donmar Warehouse. Sælkerabúðin Fortnum and Mason á Piccadilly er skemmtilegt nokk- urs konar kaupfélag Englands. Mjög líflegt og skemmtilegt hverfi í Norður- London er Islington, Upper Street. Á Upper Street er aragrúi veitingastaða og kaffihúsa, iðandi mannlíf sérstaklega á kvöldin. Þar sjást engir ferðamenn. Ein af uppáhalds bókabúðunum okkar er Hatchards á Piccadilly og Borders er risastór bókabúð á Oxford Street, þar sem hægt er að setjast niður í sófa og blaða í bókum, fá sér kaffi á kaffihúsinu eða gleyma sér í tónlistardeildinni á efstu hæðinni. Galleríin hér eru mörg spennandi, til dæmis The Old Truman Brewery í Brick Lane, þar eru margir listamenn og hönnuðir. Þar er líka skemmtileg búð sem heitir Same.“ Natasha Richardson Leikkonan er nú búsett í New York ásamt eiginmanni sínum Liam Nieson, en var alin upp í London og á þar íbúð. Uppáhalds veitingastaðir leikkon- unnar eru The Ivy og Le Caprice. Einnig er hún mjög hrifin af San Lorenzo, La Famiglia, Bibendum, The River Café og Nobu. Svo finnst henni maturinn mjög góður á staðnum Langan's, en finnst hann vera orð- inn of vinsæll og of mikil fyrirferð í ferðamönnunum þar. Og nýjasta staðinn segir hún vera Assaggi í Notting Hill Gate, hún hafi verið í London ný- lega í tvo mánuði og þá hafi hún farið á Assaggi að jafnaði tvisvar í viku. Dóra Takefúsa Dóra er vel að sér í öllum svokölluðum „underground“ stöðum, þar sem gras- rótin dafnar og listalífið erfjölskrúð- ugt. „Norðaustur London er skemmtileg fyrir unga fólkið, þar eru aðal „hit“ staðirnir. Old Street er mikið listamanna- hverfi, margir klúbbar og barir. í Islington er mikið af skemmtilegum pöbbum og kaffibörum. í Soho er mikil kaffihúsastemmning, en í Covent Garden í kringum Neal Street, er háskólafólkið og unga listafólkið. Belgo er skemmtilega öðruvísi veitingastaður, belgískur, hrár eins og verksmiðja, mjög mikið í tísku. Einn besti verslunar- markaðurinn er á Portobello Road, þar versla Lundúna- búar. Camden markaðurinn er meira túristastaður. Á Kings Road er rólegra og færra fólk. Á Kensington High Street eru margir ungir hönn- uðir og Oxford Street er ekki bara túristagata, þar versla Englendingar líka sjálfir.“ (Thf Koyal fiorough of Rrnsinyton ond tíhrlsra PORTOBELLO ROAD. W.l 1. Vikan 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.