Vikan


Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 59

Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 59
Frá Klein eftir Nicholas Wright / leikstjórn: Inga Bjarnason / þýðing: Sverrir Hólmarsson / lýs- ing: Alfreð Sturla Böðvarsson / bún- ingar: Aslaug Leifsdóttir / sviðs- mynd: Inga Bjarnason o.fl. / leikendur: Margrét Ákadóttir, Stein- unn Ólafsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen / Hvunndagsleik- húsið í Iðnó ES Það er allt annað andrúms- loft sem ríkir í húsi sálkönnuð- arins Frú Klein á sviðinu í Iðnó, enda leitar höfundur þess verks á önnur og ólík mið. 3 Já, það er víst óhætt að segja. Þar erum við komin til London, rétt í stríðsbyrjun, og inn á gafl á vel „mubleruðu“ heimili frú Klein sem var einn af mörgum lærisveinum Freuds. Höfundur leikritsins virðist fylgja æviþræði þessa merka sálkönnuðar mjög nákvæmlega. Hennar eigin lífsreynsla er sögð hafa mótað mjög kenningar hennar um sálarlífið, ekki síst sálarlíf barna. Q| Samspilið milli fræðanna og lífsins er einmitt þungamiðjan í leikritinu. Það er óhugnanlegt hvernig sálkönnuðurinn frú Klein notar börnin sín sem til- raunadýr í þágu fræðanna. m Já, ég er sammála því. Hún virðist vanhæf til að vera í til- finningalegri nálægð og þess vegna sýnir hún börnum sínum eingöngu fræðilegan áhuga. Þetta upplifa þau síðan sem hræðilega höfnun. E9 I mannlegum samskiptum er þessi merka fræðikona hálf- gert skrímsli. Höfundur er öðr- um þræði að sýna okkur dæmi um fræðimann sem lifir á skjön við sínar eigin kenningar - sem er langt frá því að vera eins- dæmi í vísindasögunni. Þetta misræmi tekur hins vegar á sig mjög ógeðfellda mynd vegna þess að frú Klein er að fást við rannsóknir á sálarlífi barna. 0 Sjálf hefur frú Klein ekki myndað náin tengsl við móður sína og í stað náinna samskipta reynir hún að stýra öllum sem hún umgengst. í því felst bæði styrkur hennar og veikleiki. Hún hefur góða stjórn á lífi sínu sem fræðimaður og er þar bæði róttæk og frumleg. ES Kannski er höfundurinn líka að glíma við þá spurningu, hvað er heilbrigt og hvað er sjúkt. Freud kom reyndar sjálf- ur með þá athyglisverðu hug- mynd að hugsanlega væri þorri alls fólks á Vesturlöndum and- lega vanheill og ekki nema fá- einir einstaklingar heilbrigðir. Stundum finnst manni innst inni að sá gamli hafi haft nokk- uð til síns máls, ekki síst þegar maður leiðir hugann að öllum þeim vitfirringslegu styrjöldum sem háðar hafa verið á öldinni. E2 Verkið er á köflum töluvert geggjað og reynir mikið á leikkonurnar þrjár. Þær eru all- ar mjög góðar karakterleikkon- ur og þar með eins og klæð- skerasniðnar fyrir þetta leikrit. ES Þó að leikurinn sé yfirleitt jafngóður hjá þeim öllum fannst mér Steinunn Ólafsdótt- ir á stundum sýna sérstaklega fín tilþrif, ekki síst þegar hún hellir sér yfir móður sína. Auk þess fannst mér taugaveiklun hennar mjög sannfærandi. □ Já, ég er sammála því, en mér finnst líka aðdáunarvert, hvernig Guðbjörgu Thorodd- sen tekst að halda þéttri athygli með nærveru sinni og litlum texta. Það er mikil kúnst sem hún hefur vel á valdi sínu. E9 Margrét Ákadóttir er sterk og traust í hlutverki frú Klein, sem sveiflast á milli yfirgangs- semi og öryggisleysis og verður á köflum kvendjöfulsleg, sér í lagi þegar hún er búin að setja upp svartfjaðraða hattinn sinn. EB Það eina sem mér finnst há þessari annars ágætu sýningu er að textinn er of bóklegur á köflum. Þýðingin er á vönduðu máli, eins og Sverris Hólmars- sonar er von og vísa, en hefði mátt vera mun talmálslegri og þjálli í munni. m Mér finnst líka að stundum hefði mátt undirstrika blæ- brigði í framvindu verksins bet- ur með meira nostri við ýmis atriði í sviðsetningunni. Það hefði t.d. verið hægt að nota lýsinguna betur í þessum til- gangi, eins og þegar frú Klein er látin setjast fremst á sviðið. Þarna hefði auðveldlega verið hægt að nota lýsinguna til að skipta um stemmningu. Að þessu leyti finnst mér sýningin renna of eintóna fram. ES í heild er þetta samt for- vitnileg og góð sýning sem vek- ur til umhugsunar og skilur töluvert eftir. Það væri synd ef leikhúsáhugafólk léti hana fara framhjá sér. □ Já, ég vil eindregið hvetja fólk til að fara í Iðnó og sjá þetta stórgóða leikrit, flutt af þremur frábærum karakter- leikkonum. Vikan 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.