Vikan - 01.03.1999, Qupperneq 60
TEXTI: SÆVAR
HREIÐARSSON
SELUR SIG
ODYRT
Breski leikarinn Sean
Connery lækkaði launa-
kröfur sínar verulega til
að geta leikið í myndinni
Playing by Heart. Vana-
lega fær hann um 800
milljónir króna fyrir hver-
ja mynd en sjarmörinn
sætti sig við aðeins 4,5
milljónir fyrir þessa
vegna þess að honum
leist svo vel á handritið. Ekki nóg með
það heldur fékk hann líka mótleikara
sína, þ.á.m. Gillian Anderson, Angelinu
Jolie, Madeleine Stowe, Genu
Rowlands og Ellen Burstyn, til að leika
í myndinni fyrir álíka „smáaura". Þetta
er ekkert einsdæmi í Hollywood. Bruce
Willis vann nánast launalaust í mynd-
inni Pulp Fiction og Tom Cruise lék
smáhlutverk í myndinni Magnolia fyrir
„skiptimynt".
NISKUPUKI
George Clooney fær ekki góð meðmæli hjá út-
kastara á nektardansstaðnum Scores í New
York. Þangað hafa margir frægir og ríkir komið í
leit að fullnægjandi skemmtun og vöðvabúntið
Steve Hart hefur kynnst ýmsum stórstjörnum í
starfi sínu sem útkastari. Hann segir að Cioon-
ey sé „nískur aumingi" og er greinilega ekkert
hrifinn af hjartaknúsaranum. „Eitt kvöldið gerði
ég George Clooney þann greiða að segja hon-
um að það væri heil hersing af paparazzi Ijós-
myndurum fyrir utan,“ segir Hart. Leikarinn var
alveg á nálum þar sem það hefði ekki komið
sér vel fyrir ímyndina að láta almenning sjá
barnalækninn af Bráðavaktinni yfirgefa strippbúllu. „Ég bauð honum að fara út
bakdyramegin og hann rétti mér 20 dollara seðil. Það er svo sem ágætt þjórfé ef
ég væri pípari í Brooklyn en frá manni sem fær 100 þúsund dollara fyrir hvern þátt,
þá er þetta bara skiptimynt. Ég náði mér niður á honum með þvf að hringja í vin
minn sem er Ijósmyndari. Hann kom og náði mynd af nískupúkanum þegar
hann rölti út bakdyramegin." Útkastarinn var rekinn daginn eftir að þetta
~| viðtal birtist í bandarísku tímariti.
HRAKFALLABALKUR
New York er hættuleg borg og
gamla brýnið Donald Suther-
land fékk að kenna á því á dög-
unum. Leikarinn þurfti ekki einu
sinni að yfirgefa hótelherbergið
sitt til að lenda í óhappi. Hann
var nýbúinn að innrita sig á
Parker Meridien hótelið og var
að flýta sér að opna fyrir her-
bergisþernunni (Degar hann
hljóp á vegg og fékk stóran
skurð á ennið. Starfsmenn hót-
elsins kölluðu á lækni en
þá tók ekki betra við.
„Þegar læknirinn kom
var ég með íspoka á
höfðinu. Ég stóð upp
til að opna fyrir hon-
um og féll um farang-
urinn minn og tá-
brotnaði," sagði
hrakfallabálkurinn. Það
þurfti að sauma sjö
spor í ennið á
honum.
GAMALL OG GOÐUR
MEÐ SIG
Gamla brýnið Robert Redford segist
ekki óttast efri árin. Hann er orðinn
61 árs og segist
eiga nóg eftir í
Hollywood. í kvik-
myndabransanum
legst aldurinn oft illa
í stjörnurnar og þær
reyna að halda
unglegu útliti með
hjálp lýtalækna.
„Það er ekki fyrir
mig,“ segir Redford.
„Ég er ekki hræddur
við að eldast því
það er bara hluti af
lífinu.“ En þó Red-
ford segist ekki
vera eins hégómafullur og margir félaga
hans í Hollywood er hann ekki laus við
stjörnustæla. Breska blaðið Observer birti
frétt um það að leikarinn bóki alltaf heila
sætaröð í fyrsta farrými í flugvélum þegar
hann ferðast, til að þurfa ekki að spjalla við
ókunnuga á leiðinni. Hann heimtar líka að
vera fyrstu út úr vélinni, jafnvel þó hann
þurfi að troða sér framúr fötluðum farþegum
í hjólastól.
Afmælisbörn vikunnar
1. mars: Harry Belafonte (1927), Ron Howard (1954), Timothy Daly (1956), Alan
Thicke (1947). 2. mars: Mikhail Gorbachev (1931), Jon Bon Jovi (1962), Kelly
Lynch (1959), Lou Reed (1944). 3. mars: Miranda Richardson (1958). 4. mars:
Patsy Kensit (1968), Chastity Bono (1969), Chris Rea (1951). 6. mars: Shaquille
O’Neal (1972), Moira Kelly (1968), Tom Arnold (1959), Rob Reiner (1945). 7.
mars: Daniel J. Travanti (1940). 8. mars: James Van Der Beek (1977), Freddie
Prinze Jr. (1976), Kathy Ireland (1963), Aidan Quinn (1959), Lynn Redgrave
(1943). 9. mars: Juliette Binoche (1964), Kato Kaelin (1959). 10. mars: Ját-
varður prins (1964), Eva Herzigova (1973), Sharon Stone (1958), Chuck
Norris (1940). 11. mars: Rupert Murdoch (1931), Lisa Loeb (1968), Peter Berg
(1964), Alex Kingston (1963). 12. mars: Liza Minnelli (1946). 13. mars: Anna-
beth Gish (1971), Adam Clayton (1960), Dana Delany (1956), William H.
Macy (1950). 14. mars: Albert prins (1958), Quincy Jones (1933),
Michael Caine (1933), Billy Crystal (1947). 15. mars: Judd Hirsch
(1935), Bret Michaels (1963), Fabio (1961), Renny Harlin (1959)