Vikan


Vikan - 10.05.1999, Page 6

Vikan - 10.05.1999, Page 6
Manstu eftir frænkunni í síðasta fjölskylduboði sem lýsti í smáatriðum vanheilsu sinni? Hvern- ig hún tíundaði allt sem læknirinn sagði, sín svör og viðbrögð og til- tók nákvæmlega hvaða tæki fór hvert og hvern- ig tilfinning það var? Ef þú manst eftir þessari frænku eða einhverjum líkum hvað fannst þér þá um söguna? Fannst þér kannski áhugavert að heyra hvernig maga- speglun fór fram og vildir þú heyra meira? Fannst þér kannski of langt gengið og kennd- irðu meira í brjósti um fjölskyldu hennar, sem sat undir sögunum með þjáningarsvip, heldur en hana? einrúmi né manna í meðal nema þegar það var haft í flimtingum eða talað um það í hálfkveðnum vísum. Sómakær kona hefði fyrr dottið dauð niður en að trúa vinkonum sínum, systrum eða móður fyrir því að ekki væri allt sem skyldi undir hjónasænginni. Hún hefði sömuleiðis síst af öllu lýst fimlegum hvflubrögðum bónda síns ef því hefði verið að skipta. í dag hika sumar konur ekki við að trúa vin- konum fyrir þess háttar mál- um eða að leita sér hjálpar sé eitthvað að. Saumaklúbbur hér í bæ var við það að lognast út af því ein konan hafði fyr- ir sið að segja sérlega myndrænar og nákvæmar sögur af bólfimi eigin- manns síns á fundum klúbbsins. Fæstar hinna höfðu mikinn áhuga á getu piltsins og þótti þetta eingöngu pínlegt. Ein tók loks af skarið hringdi í vinkonuna og sagði henni hreint út að saumaklúbb- urinn teldi mörg önnur umræðuefni áhugaverðari. Konan tók erindinu ekki illa og saumklúbburinn lif- ir enn. Fyrir ekki mörgum árum var t.d. algengt að stjórnmál væru ekki rædd innan fjöl- skyldu. Sérstaklega átti þetta við um inngöngu Is- lands í NATO og veru bandaríska hersins hér á landi og í landhelgisdeilun- um var helst ekki minnst á mflur þegar íslendingar hittu Breta á förnum vegi. Nú á dögum stendur þjóðin Oll þekkjum við svona sögur. Ein- hver, einhvers stað- ar neyðir okkur til að hlusta á eitthvað sem við viljum alls ekki heyra. Stundum er um verulega ósmekklega hluti að ræða og allir eru sammála um að slíkt gangi ekki. En eru einhver takmörk fyrir því um hvað við ræð- um? Eru einhver umræðu- efni alveg bönnuð í boðum eða á öðrum samkomum? Þegar amma var ung var kynlíf alls ekki rætt, hvorki í 6 Vikan Texti: Steingerður Steinarsdóttir Ljósmyndir: Hreinn Hreinsson, Gudmundur Jóhannsson, Sigurjón Ragnar og Gunnar Gunnarsson í svipuðum sporum gagnvart Bandaríkjamönnum því vei þeim íslendingi sem nefnir hvalveiði, hvalaát eða nýt- ingu hvalastofna svo þeir heyri til. Það er athyglisvert að slík viðkvæmni skuli vera ríkj- andi gagnvart hvalveiðum því í bók Larry King, How to Talk to Anyone, Anywhere, Anytime eða Hvernig hægt er að tala við hvern sem er, hvar sem er, hvenær sem er, segir hann að þarlendir spjallþættir, sem ganga sífellt lengra í að viðra einkalíf almennra borgara, hafi gert það að verkum að Bandaríkjamenn tali um hvað sem er, hvar sem er ef undanskilin er upphæðin á launaávísuninni og viðhorf þeirra til fóstur- eyðinga. En hvað skyldi Is- lendingum þykja smekk- leysa að tala um og hvað viljum við alls ekki vita um náungann? Sumir hafa þörf fyrir að ræða við óviðkom- andi fólk Edda Sigurrós Sverris- dóttir, kaupkona í Flex, er þekkt fyrír að taka hlýlega og vel á móti viðskiptavinum sínum. Hún spjallar gjarnan um daginn og veginn við þá og hugsanlega fer ekki hjá Edda

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.