Vikan


Vikan - 10.05.1999, Síða 7

Vikan - 10.05.1999, Síða 7
um náungann? arþjálfara, þekkja allir. Ekki bara vegna líkamsrœktará- huga heldur fyrir að opna umræðu um mál sem fram að því höfðu legið í láginni. Er nokkur búinn að gleyma minningarrœðu hennar yfir Barbie? En á hvað viil Jón- ína síst hlusta? „Ég vil ekki heyra neitt um náungann sem hann seg- ir mér ekki sjálfur. Það sem Jóna segir um Gunnu lýsir skapgerð Jónu betur en þeirrar sem hún talar um. Flestir sem ég umgengst geta talað við mig um allt sem þeir vilja og þeir sem ég ekki umgengst tala sjálfsagt við einhvern annan. Ef ná- ungi minn segir mér ekki sjálfur af sínum högum þá vil ég ekkert um hans hagi vita." Er alveg sama þótt ein- hver sé skyldur ein- hverjum hottintotta Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, er einn þeirra sem sjaldan erfeiminn við að segja skoðanir sínar opin- Slúður lýsir slúðraranum betur en þeim sem um er rætt Jónínu Benedikts- dóttur, líkamsrœkt- berlega. Hann hikar heldur ekki við að segja hlutina beint út án þess að skafa neitt utan afþví. Það sem hann vill ekki vita um náungann er: „Ég hata það þegar fólk fer að jarma utan í mér hverra manna það sé eða spyrja hvort ég þekki það! Það finnst mér bera vott um sérís- lenska minnimáttarkennd af verstu tegund, eins og það geti ekki hafið samræður á mannamótum nema að það sé skylt einhverjum hottin- totta sem er kannski poggu- lítið merkilegri heldur en það sjálft. Svo þoli ég það heldur ekki þegar öðrum finnst ÉG eitthvað svo merkilegur að það reynir að ganga í augun á mér með því að segjast vera frænka mín, frændi eða því að stundum fái hún að heyra meira en henni þykir gott. Hvað vill Edda alls ekki vita um náungann? „Ég er nú full af eðlislægri forvitni. Ég er samt ekki eins og sálfræðingur sem vill og verður að fá að heyra allt. Mér finnst að fólk eigi ekki að tala um nánasta einkalíf sitt og ekki um vandamál sín þegar þau eru orðin of flókin fyrir aðra að leysa. Ég vil gjarnan hlusta á fólk og gleðst ef ég get hjálpað því en þegar komið er það djúpt að aðeins er á færi fagmanna að aðstoða þá tel ég að aðrir eigi ekki að skipta sér af en þeir sem vit hafa til. Óhjákvæmilega heyrir maður oft af hjóna- bandsvandræðum fólks en mér finnst að ákveðnir hlut- ir eigi að liggja í þagnargildi. Ég finn oft fyrir að fólk hef- ur þörf fyrir að ræða við ein- hvern því algjörlega óvið- komandi og það er allt í lagi. Ég læt hlutina þá bara renna inn um annað eyrað og út um hitt og viðskipta- vinurinn treystir á að þannig sé það. En ég hef mjög gaman af að tala um daginn og veginn við fólk og heyra skoð- anir þess á þjóðmál- um, uppeldismálum og almennum sam- skiptum milli manna í þessu samfélagi." ættingi langt aftur í fornöld og heldur að ég rifni úr stolti og bjóði því í glas eða eitt- hvað. Ég veit ekkert skemmtilegra en að tala um hluti, sem skipta máli, við annað fólk, en það er ekkert skilyrði að viðkomandi beri eitthvert fjandans eftirnafn á borð við Melsteð, Blöndal, Nordal, Kaaber eða Schev- ing til að ég nenni því. Ef einhver byrjar að auglýsa sig með eftirnafninu þá kemur það út eins og viðkomandi sé ekki nógu áhuga- verður til að tala við á eigin for- sendum. Um leið og ég heyri spurning- arnar: „Heyrðu, þekkirðu mann sem heitir..?" eða "Heyrðu, manstu eftir mér, ég hitti þig með...?"- þá er ég strax búinn að missa allan áhuga! Oj, bara. „I'd rather eat glass!"" Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.