Vikan


Vikan - 10.05.1999, Side 14

Vikan - 10.05.1999, Side 14
var auðvitað dauðhrædd í fyrstu og var með þrjá slag- branda fyrir dyrunum. En eftir smátíma fór ég að venjast þessu. Ég fór að tala við fólkið í hverfinu og komst smám saman inn í þetta sérstaka samfélag. Ég komst að því að ógæfufólk þarf alls ekki að vera slæmt fólk. Ég kynntist mörgu góðu fólki og leið vel í þessu vandræðagemlingahverfi. Ég ákvað að taka viðtal við eina af vændiskonunum sem héldu sig í hverfinu og þvældist, þar af leiðandi, um með þeim nokkur kvöld. Ég þurfti þó að borga henni fullt verð fyrir tím- ann," segir Tóta og brosir. Það er ævintýraljómi yfir andliti hennar þegra hún rifjar upp þennan tíma í Barcelona. Kynni af latneskum döðrurum og indveskri kvikmyndagerðarlist Tóta er glæsileg kona. Skyldi hún ekki hafa orðið fyrir áreiti karlmanna þar sem hún var að þvælast um einsömul í borg- inni? „Jú, það er ekki hægt að neita því. Latneskir karlmenn eru nú einu sinni daðrarar af Guðs náð og þeir reyna stíft og mikið við konur sem eru einar á ferð. Ég hef líklega virkað unglegri svona brún og sælleg. Alla vega fékk ég oft lítinn frið ef ég sat ein á kaffihúsi. Þá varð ég að losna við þá með einhverjum sögum eins og ég væri að bíða eftir tæplega þrí- tugri dóttur minni. Ef það dugði ekki sagðist ég vera að flýta mér því ég væri fara að passa Heklu, dótturdóttur mína. Það dugði oftast. En fyrst þú minn- ist á karlmenn og áreiti þeirra þá varð ég fyrir í ótrúlega skop- legri reynslu þarna úti. Ég var einn dag á ströndinni þegar myndarlegur karlmaður kom og fór að spjalla við mig. Þetta reyndist vera indverskur pró- fessor sem var gestaprófessor við háskólann í Barcelona. Þetta var ákaflega kurteis og siðfágaður maður, hann sagð- ist vera giftur en konan hans væri á Indlandi. Þegar við kvöddumst spurði hann hvort ég væri til í að hitta hann stundum og fara með honum á kaffihús og í bíó sem og við gerðum nokkrum sinnum. Kvöld eitt bauð hann mér með sér að horfa á leik Barcelona og Real Madrid, nokkuð sem er nokkurs konar skylda að upplifa ef maður er á annað borð staddur á Spáni. Á vellin- um var mikill mannfjöldi svo við ákváðum að fara heim til hans og horfa á leikinn í sjónvarpinu. Þegar þangað kom spurði hann hvort ég hefði kannski frekar áhuga á þvi að horfa á indverska bíómynd á mynd- bandi. Ég tók því fagnandi þar sem fótbolti hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér. En mér brá í brún þegar myndin reyndist vera hin svæsnasta klámmynd. Ég brá mér á klósettið til þess að hugsa minn gang og velti því fyrir mér hvort um væri að ræða hefðbundinn indverskan forleik. Þegar ég kom fram aft- ur hafði hinn siðmenntaði gest- gjafi minn tekið forleikinn einu skrefi lengra og lá nú nakinn í rúminu. Hann klappaði á rúmið og bauð mér sæti og spurði hvort mér væri ekki heitt í öll- um þessum fötum. Mér var að vísu orðið heitt í hamsi en það hafði ekkert með fötin að gera. Mér var orðið Ijóst að sið- menntað fólk þarf siðmenntaða meðferð og sagði honum kurt- eislega að áhugi minn á ind- verskri kvikmyndagerðarlist næði hingað og ekki lengra. Nokkuð fát kom á prófessorinn og meðan hann snaraði sér í spjarirnar sagði hann að ég væri sérkennilegasta vændis- kona sem hann hefði hitt! í Ijós kom að þarna var um ólíka menningarheima að ræða því indverski prófessorinn hélt að kona, eins síns liðs, gæti ekki haft annað fyrir stafni en að selja blíðu sína. Líf í litlum kofa í Barcelona vann Tóta lítils- háttar við ritstörf og skrifaði m.a. pistla fyrir Morgunblaðið. En hún fékk enga fasta vinnu í borginni eins og hún hafði von- ast eftir. „Það er hægt að kom- ast af með litla peninga í þess- ari fallegu borg en ég hafði lítið að gera og eftir sjö mánuði varð ég uppiskroppa með pen- inga. Þá hélt ég heim til fs- lands og fannst það mikil upp- gjöf. En ég hafði í huga það sem vinur minni, Ingólfur Mar- geirsson, sagði við mig að skilnaði þegar ég fór: „Tóta, mundu eftir tólftu reglu fjall- göngumanna í Noregi. Það er í lagi að snúa við." Þannig að ég fór eftir tólftu reglunni og kom heim. Ég fann strax að ég var ekki sátt við að vera komin heim til (slands. Mig langaði mikið að fara út aftur og fór að undirbúa það. Ég seldi íbúðina mína á Stýrimannastígnum og flutti í lítinn kofa við sömu götu. Kofinn stóð á bakvið hús vin- konu minnar og hafði verið not- aður sem geymsla. Maðurinn sem átti kofann ætlaði ekki að leyfa mér að búa í honum því þetta væri ekki mannabústað- ur. Ég ætlaði nú bara að vera þarna í stuttan tíma. Ég var alltaf á leiðinni til Spán- ar en var alltaf á sama tíma að fá einhver verkefni til að vinna sem héldu í mig. Ég bjó síðan í nokkra mánuði í kofanum sem var í raun og veru mjög fyndin vistarvera sem hélt hvorki vatni né vindum. Satt að segja var ég hálffeimin við það í fyrstu að bjóða vinum mínum í þessa nýju vistarveru en þegar allt kom til alls reyndist þar oft mjög gestkvæmt. Það var þak- gluggi á kofanum sem hriplak og þeir sem sátu undir honum urðu að færa sig til eftir því hvar dropaði niður. Ég viður- kenni að ég hafði stundum áhyggjur af því hvað fólk héldi eiginlega um þessa skrítnu konu sem hafði ætlað að lifa ævintýralífi í útlöndum en byggi nú í litlum kofa í Reykjavík. En aftur kom Ingó vinur minn mér til bjargar. Hann sagði að kof- inn væri yndisleg vistarvera þar sem væri sambland af fúkka-, blóma- og ilmvatnslykt. Hann sagðist vera stoltur af þessari vinkonu sinni sem hafði kjarktil þess að skilja og flytja úr dýr- ustu Penthouse-íbúð í Reykja- vík og byggi nú í lítlum kofa. Ég væri líka eina konan sem hann þekkti sem hefði keypt tíma hjá vændiskonu. Svona ummæli fylltu mig kjarki." ÞORIR AÐ TAKA ÁHÆTTU! Tóta segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að annað hvort sé hún ákaflega skynsöm kona sem þori að taka áhættu og láta drauma sína rætast eða einfaldlega snargalin. Fyrrum starfsfélagi hennar á útvarpinu sagði við hana: „Tóta, þú ert búin að brjóta allar brýr að baki þér en það er allt í lagi. Þú átt alltaf eftir að finna þér steina til að hoppa á yfir lækinn." 14 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.