Vikan


Vikan - 10.05.1999, Side 23

Vikan - 10.05.1999, Side 23
'yndi við mig á ruddalegan hátt viröi og eftir aö ég var búin aö sjá hann oft, bæöi einan og meö henni ákvaö ég aö reyna aö gleyma þessu atviki. Hann var greinilega búinn aö gleyma því hafi hann nokkurn tíma vit- aö af því. Ég ætlaði aö halda áfram aö vera vinkona Þórunnar en forðast eiginmanninn. Svo leiö rúmt ár og Þórunn þurfti aö fara í alvar- lega aögerö á sjúkrahúsi. Hún fékk að koma heim eftir viku en varö aö fara vel meö sig og mátti ekkert reyna á sig. Mér var farið að líða ágætlega ná- lægt henni aftur og þessi óhugnanlega minning virtist ekki ætla aö spilla vinskap okkar. Grillveisl- urnar voru aö vísu úr sögunni og við eigin- maðurinn hitt- umst aldrei nema óvart úti á götu. Ég reyndi aö hjálpa Þórunni eins mikið og ég gat. Ég þvoöi fyrir hana og hengdi upp, passaði strák- ana heilmikið og verslaöi þaö smáræöi sem vantaði milli stórinnkaupa. Strákarnir hennar voru oft heima hjá mér svo hún gæti hvílst og viö töluöum mikið saman í síma. Einn laugardag þegar maö- urinn minn var í vinnu sprakk svo púöur- Þórunn var gift lögfræðingi, hún var mjög hrifin af eiginmanni sínum og háð honum á allan hátt tunnan. Synir Þórunnar voru aö leik úti í garðinum mínum þegar pabbi þeirra kom allt í einu inn um garðdyrnar hjá mér og inn í eldhús. Mér brá reyndar ekki strax, - ekki fyrr en hann gekk beint að mér, ís- kaldur og alveg rólegur. Fyrsta hugsun mín var sú, aö nú ætlaði hann loksins aö biöjast afsökunnar og ég var ekki viss um hver viöbrögð mín ættu aö vera. En ég heföi geta sparað mér þær pælingar. Hann gekk beint aö mér og tók utan um mig. Hann laumaði hendinni undir peysuna mína, greip um annaö brjóstiö á mér og kyssti mig á hálsinn. Ég man ekki enn- þá hvaö hann sagði, en þaö voru engar afsök- unnarbeiðnir, - að- eins lýsingar hans á því hvaö hann hafði alltaf langað til aö gera viö mig... Ég fylltist viö- bjóöi og reiði, hreytti í hann skömmum, æst og hálfgrátandi, sleit mig lausa og hljóp næstum beint í flasiö á eldri syni mín- um sem haföi heyrt í mér. Ég var ofboðlega reiö og sár og sagöi manninum aö hund- skast út úr húsinu og láta aldrei sjá sig á heimili mínu framar. Drengnum var mjög brugðið og ég sagöi honum aö maöurinn hefði verið dónalegur og ég vildi ekki hafa dóna inni í hús- inu. Þetta voru endalokin á öll- um eölilegum samskiptum milli þessara tveggja fjölskyldna. Nú eru nokkuð mörg ár síö- an ég lenti í þessum hremm- ingum og samband okkar Þór- unnar er ekkert lengur. Ég sagði manninum mínum frá þessu, en engum öðrum. Hann ráðlagði mér að segja Þórunni frá því en ég gerði þaö ekki. Ég veit ekki af hverju, en ég gat ekki sagt henni þaö. Hún elsk- ar þennan aumingja og er mjög háö honum á allan hátt. Mér fannst réttara aö ég færi út út lífi hennar en aö ég spillti sam- bandi hennar og eiginmanns- ins. Ég hætti aö hafa samband viö hana aö fyrra bragöi og hef örugglega verið mjög önnum kafin og kuldaleg í fasi þegar hún haföi samband viö mig. Smátt og smátt lognaðist vin- skapur okkar útaf og henni hlýtur aö finnast ég vera mjög einkennileg manneskja. Nokkrum mánuðum eftir þenn- an atburð fluttum viö hjónin burt úr hverfinu, nærveran viö Þórunni og fjölskyldu hennar var orðin mér óbærileg. Þórunn er ekki rétta nafn þessarar vinkonu minnar, kannski les hún þetta og þekkir söguna og þá verður bara að hafa það. Kannski getur hún fyrirgefiö okkur báöum óheiöar- leikann, hvoru á sinn hátt. r lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni r , með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif /; á þig, jafnvel breytt lifi M þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hciniilishingið en \ ikan - ..I.ÍÍMev nslu.saga". Scljavegur 2. 1(11 Keykjavík. íNetfang: vikan@frodi.is Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.