Vikan - 10.05.1999, Síða 37
þegar er búið að skipu-
leggja, þurfa byggingar-
aðilar eingöngu að leggja
fram teikningar til bygg-
ingarfulltrúa. Hann þarf
að samþykkja teikningar
en fóik sleppur í þessu
tilfelli við umsókn um
byggingarleyfi til nefnd-
anna sem getið er um í
lið A.
Á skipulögðum svæðum
eru ákvæði um staðsetn-
ingu húss og stærð þess
og veitir byggingarfull-
trúi upplýsingar um það.
Líka að muna...
• Ætlar fólk að byggja
heilsárshús eða ekki?
Hverjar eru þarfir fjöl-
skyldunnar núna?
- en eftir 20 ár?
• Vanda vel til verksins.
Efnisval skiptir miklu
máli og sama gildir um
rétta meðhöndlun efnis-
ins. Utanhúss klæðningin
endist t.d. miklu betur ef
fyrst er borið á klæðn-
inguna áður en hún er
sett á húsið. Allt er þetta
spurning um hitastig og
raka á tréverkinu.
Skynsamlegt er að ræða
við heimamenn um veð-
urfar , vindáttir og snjóa-
lög. Þetta kemur að góð-
um notum við staðsetn-
ingu t.d. heita pottsins,
leiktækja fyrir börn og
einnig þegar kemur að
skógræktinni.
Sjálfsagt er að nýta sér
þjónustu byggingavöru-
verslana, eins og Húsa-
smiðjunnar, sem gera
Þau Davíð og Kristín
ákváðu að flýta sér hægt.
Þau vildu vanda til verksins,
auk þess sem þetta er
áhugamál fjölskyldunnar og
áhugamál þarf maður ekki
að klára á einu sumri. Frá
því að sumarbústaðabygg-
ingin hófst sumarið 1995
hefur ein húsbygging bæst
við því að fjölskyldan er
einnig að byggja sér hús í
Grafarvoginum. Teikningar,
tímarit um innanhúshönnun,
mótatimbur, múrverk og
klæðningar ber því oft á
góma á þeirra heimili. En
þegar öllu er á botninn
hvolft skiptir kannski mestu
máli að hafa gaman af hlut-
unum - lífið er jú til að njóta
þess, og það að byggja sum-
arbústað er hluti af því að
njóta tilverunnar, segir þessi
framtakssama fjölskylda.
Attha^jr
nna Laufey Þórhallsdóttir er borinn og barnfæddur
Siglfirðingur. Þegar foreldrar hennar bjuggu enn á
Siglufirði, en hún sjálf flutt til höfuðstaðarins, var
tekin ákvörðun um að byggja bústað. Eini staðurinn sem til
greina kom var "sveitin" nálægt Sigló og Fljótin urðu fyrir
valinu.
Fyrri sumarbústaður var reistur árið 1969. Hann var nátt-
úrulega barn síns tíma og án þeirra þæginda sem menn hafa
í dag. Þrátt fyrir það, og sumir segja nú vegna þess, heillaði
bústaðurinn alla sem þangað komu. Öll fjölskyldan, vinir og
kunningjar, að ógleymdum sveitungum litu þangað inn.
Anna Laufey og maður hennar; Lúðvík Lúðvíksson voru
því ekki í neinum vafa um staðsetninguna þegar kom að
því, fyrir 6 árum að
reisa nýjan sumarbú-
stað; nákvæmlega sami
staður var valinn. Þrátt
fyrir talsverða vega-
lengd hafa þau. hjónin
alltaf verið dugleg að
fara í bústað og sífellt
styttist leiðin frá
Reykjavík í Fljótin. En
fyrir utan að njóta átt-
haganna, eru þau Anna
Laufey og Lúðvík að
sækjast eftir góðu lofti,
fallegri náttúru með
auðugu fuglalífi, að
ógleymdu mannbætandi
mannlífi í sveitinni. Ekki spillir fyrir að börnin og barna-
börnin vilja líka vera í bústaðnum og þannig eflast enn
meira tengslin við heimabyggðina.
/
z
u
3 (O
grófa
kostnað-
aráætlun
vegna efn-
iskaupa
fyrir
sumarbústaðabyggjend-
ur. Teikningar eru þá
lagðar fram og í kostnað-
aráætlun er gert ráð fyrir
efniskaupum vegna
vatnsklæðingar, panil-
klæðningar að innan og
miðað er við hefðbundn-
ar vegg og gólfþykktir.
Að sjálfsögðu getur fólk
óskað eftir að einnig sé
gert ráð fyrir skjólvegg,
palli o.s.frv.
Ekki gleyma trygginga-
málunum.
Vikan 37