Vikan - 10.05.1999, Síða 54
Hún 32 ára
Hann 40 ára
Börn: 2 og 6 ára
Okkar kynlíf hefur
alltaf verið í ágætu jafnvægi
þótt það hafi dofnað yfir því
stundum í einhvern tíma. Ég
man til dæmis eftir svoleiðis
skeiði síðustu mánuðina
meðan ég gekk með yngra
barnið og fyrst eftir fæðing-
una. Barnið var með maga-
kveisu og maður var alltaf
þreyttur og hálf niðurdreg-
inn. Svo jafnaði það sig með
tímanum. Annars þarf ekki
börn til að trufla kynlífið,
það truflar mig meira ef mér
líður illa andlega, - ef ég er
leið eða pirruð. En okkur
finnst svo gott að eiga hvort
annað og þetta er hluti af
því að njóta þess.
Hann: Við höfum alltaf gef-
ið okkur tíma til að sinna
hvort öðru og látið frekar
eitthvað annað sitja á hak-
anum. Það er alveg þess
virði að láta uppvaskið eða
sjónvarpið bíða. Jú, jú, auð-
vitað hafa komið letikaflar
svona á milli en þeir eru
bara til að safna orku.
Venjulega koma svoleiðis
köst í framhaldi af einhverj-
um persónulegum vanda
sem maður á í og svo bara
læknast það eins og allt ann-
að. Maður er nú engin
maskína, sem betur fer!
Hún: Það er svo merkilegt
að mér hefur aldrei fundist
eins gaman að kynlífi eins
og núna síðustu árin. Ég
held að við elskumst oftar
núna en þegar eldri börnin
þrjú voru lítil. Þá kom
stundum fyrir að ég þoldi
ekki einu sinni að hann
snerti mig. Þá fór hann í
fýlu og þetta gat verið algert
stríðsástand stundum. Núna
er þetta úr sögunni. Ég vinn
úti allan daginn en ég er
öðruvísi þreytt, ég hef minni
áhyggjur og er ekki eins
pirruð. Það er að vísu alltof
lítill friður hérna á heimil-
inu, en þetta bjargast samt.
Hann: Ég varð stundum
svakalega sár þegar mér var
vísað frá. Ég hugsaði:
„Ókei, ég skal sko ekki
koma skríðandi til þín aft-
ur". Þetta skapaði oft rifrildi
og fýlu, en það er sem betur
fer liðin tíð.
Það þarf bara að koma
þessum unglingum að heim-
an, þá væri þetta fínt!
Það er verið að þvælast
um húsið fram undir morg-
un hérna svo maður verður
að flýja að heiman með kon-
una! Við erum búin að læra
það að við verðum bara að
nota tækifærið þegar við
erum ein, úti í hrauni, á bað-
herberginu eða bara hvar
sem er. Það er alveg æðis-
legt.
7 heilræði til að halda kynlífinu góðu:
1 Talið saman urn líðan ykkar. Ekki fela neitt, talið um þreytu og mótlæti heima og í vinnunni ekki síður en tilhlökkun
ykkar og þrár.
2 Ekki óttast það þótt löngun til kynlífs hverfi á tímabili í lífinu. Heimilishald og barnauppeldi getur verið streð og það
er eðlilegt að afturkippur komi í samlíf fólks sem heldur heimili og þarf að sinna foreldrahlutverki þegar álagið er
of mikið.
3 Miklið ekki fyrir ykkur kröfur og væntingar. Og í öllum bænum ekki halda að það þurfi stórátak til að hefja kynlíf að
nýju ef það leggst af um tíma.
4 Daðrið við hvort annað heima. Faðmist, klappið hvort öðru á bossann og haldið líkamlegu sambandi þótt kynlíf sé
ekki til staðar.
5 Ákveðið fyrirfram hvenær á að elskast. Þetta er sumum nauðsynlegt til þess að þeir gefi sér tíma fyrir samlífi.
6 Notið alltaf tækifærið þegar það gefst og blásið í glæðurnar þegar þær eru fyrir hendi. Hver segir að það þurfi að vera
kvöld og maður verði að elskast í hjónarúminu?
7 Fáið pössun fyrir börnin ef þau trufla kynlífið. Komið börnunum fyrir eitt og eitt kvöld og verið sjálf heima, eða farið
út og skiljið börnin eftir heima hjá barnfóstrunni. Að leigja hótelherbergi í eina nótt er vel þess virði.
54 Vikan