Vikan


Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 55

Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 55
Maðu Margar konur fá sektarkennd þegar þær finna til reiði. ' Kannski er það upp- eldi þeirra sem veld- ur, en margar stúlk- ur eru aldar upp við að þær eigi að vera þolinmóðar og kurt- eisar og þær setja það í samhengi við að þær megi ekki sýna reiði. Reið kona þótti á árum árum ekki „kven- leg". Konur áttu að sætta sig við nánast hvað sem var og síst af öllu máttu þær missa stjórn á skapi sínu vegna einhvers sem þeirra nánustu sögðu eða gerðu. Þetta viðhorf er sem betur fer löngu orðið úrelt, en samt er það staðreynd að konur sýna ekki reiði eða fá útrás fyrir hana á sama hátt og karlar. En allir finna til reiði með vissu millibili án tillits til kynferðis og þótt skapgerð hvers og eins ráði því hversu oft það er og hvernig þeir bregðast við reiðinni. Það kemst enginn hjá því að þurfa að berjast við þennan þátt skapgerðar sinnar einhvern tíma á lífs- leiðinni og það er mjög óvit- urlegt að reyna að bæla hann niður að ástæðulausu. Þeir sem sýna reiði sína á einhvern hátt og segja frá henni losa sig auðveldlega við hana og finna ekki til ijjfj j yjfiJ j'ijjDuj'j konur líka reiðinnar nema í mjög stutt- an tíma í senn. Þeir sem eiga erfitt með að fá eðlilega út- rás sitja uppi með inni- byrgða reiði í langan tíma og oftar en ekki eru það konur. Rannsóknir sýna að fólki sem byrgir reiðina inni og vinnur ekki eðlilega úr til- finningum sínum er hættara við sjúkdómum en öðrum og það á ekki eins auðvelt með að "lækna sjálft sig" af ýmsum minniháttar kvillum. Með öðrum orðum; inni- byrgð reiði er beinlínis óholl fyrir líkamann. Astæðan er sú að á meðan maður er reiður starfar varnarkerfi líkamans ekki rétt og það þola fæstir til lengdar. Þeir sem eiga ekki auðvelt með að fá útrás fyrir reiði sína ættu að létta á sjálfum sér og þjálfa upp að- ferðir til að reiðin hlaðist ekki upp í líkamanum og eyðileggi eðlilega líkams- starfsemi. Þegar einhverjum finnst á sér brotið, t.d. af yfirmanni sínum, sambýlisfólki eða öðrum samferðamönnum í lífinu, þá ætti hann að spyrja sjálfan sig nokkurra spurn- inga: • Er raunverulega ástæða til að gera sér grillur út af þessu og verða alvarlega reiður? • Hef ég örugglega rétt fyrir mér? • Hef ég gefið einhverjum ástæðu til að miskilja mig eða er ég kannski að mis- skilja aðra? • Jafnvel þótt ég hafi fulla og réttmæta ástæðu til að reiðast, - uppsker ég eitt- hvað eða breyti ein- hverju til batnaðar með reiði minni? Ef maður getur svarað öll- um þessum spurningum já- kvætt er reiðin réttmæt og maður hefur fulla ástæðu til að sleppa fram af sér beisl- inu og iáta reiði sína í ljós. Ef svarið við einhverri þeirra er neikvætt skaltu anda djúpt og segja við sjálfa þig að þú skulir sko ekki eyileggja góðan dag og jafnvel allt lífið með reiði sem engu skilar. Ef þú ákveður að gefa reiði þinni lausan tauminn skaltu segja þeim sem reitti þig til reiði að þú sért reið og af hverju reiði þín stafar. Þú ert að gera viðkomandi greiða með því. Láttu samt reiðina aldrei bitna á þeim sem ekki eru valdir að henni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.