Vikan


Vikan - 10.05.1999, Síða 57

Vikan - 10.05.1999, Síða 57
Hverju svarar læknirinn ? Exem í hársverði Kæri Þorsteinn, Mig langar svo til aö biöja þig um aö gefa mér einhver ráö. Ég fæ stundum exem og þaö kemur alltaf á sama stað, í hársvöröinn viö andlitið. Þetta kemur helst þegar mér veröur heitt, oft versnar vandamáliö þegar vorar og ég svitna á höfðinu. Það þarf ekki segja mér að þvo mér oft um háriö (ég geri þaö) ekki heldur aö greiða háriö frá andlitinu (ég geri þaö). Ég hef stundum keypt krem sem heitir Hydrocortizon og það hefur hjálpaö, en þetta er sterakrem og ég er hrædd við þaö. Er eitt- hvaö annað til ráöa? kveðja, kláðamaurinn « Komdu sæl Veistu að kláði í hársverði er mjög algengt vandamál, bæði hjá þeim sem hafa tiihneigingu til aö fá exem og hinum. Ástæöur þess geta verið marg- ar en líklega er sterkt sjampó og hitaveituvatnið ein algeng- asta ástæðan á höfuðborgar- svæöinu og e.t.v. víöar. Líkast til gengur þá sjampóiö og hita- veituvatniö nærri húöfitunni í hárbotninum og afleiðingin veröur þurrkur og kláöi. Best hefur reynst aö vanda vel val á sjampói sem notað er, hika ekki við að skipta um tegund ef sjampóið sem þú ert aö nota ergir hársvöröinn. Ég veit um nokkra sem hafa fundið þaö út aö best er að skipta reglulega um shampótegundir, öörum hefur reynst vel aö skipta yfir í aloa-vera shampó. Annars er gott aö leita til hársnyrtifólks um ráðleggingar, en mundu aö hvort sem þaö er hársnyrtifólk eða læknar sem ráöleggja þér, að þaö ert þú sem verður aö fylgja leiöbeiningunum og meta síðan árangurinn. Exemblettur- inn sem er í hársverðinum hjá þér getur stafaö af húöþurrkin- um, en þaö er líka hugsanlegt aö hér sé um sóríasis aö ræöa. Svona blettir geta líka stafaö af ofnæmi eöa viökvæmni fyrir efnum sem viö setjum í háriö okkar. Ég mæli meö því aö þú fáir álit læknis, heimilis- eða húösjúkdómalæknis á vandan- um næst þegar þú ert meö svona blett. Hydrocortison er einfaldasta meðferðin viö ex- emi og ef þaö er notað í hófi veldur þaö ekki vandræöum. Mundu bara aö þaö þarf afar þunnt lag af kreminu í blettinn. Kveðja þorsteinn Bakverkir Ég finn eiginlega aldrei fyrir bakverkjum í vinnunni þótt ég sitji mikið þar, ég stend alltaf ööru hverju upp og hreyfi mig mikiö. Það gerist samt mjög oft aö ég er stirður í baki þegar ég vakna á morgnanna, stundum er ég meö verk neöst í hryggn- um þegar ég er aö fara fram úr rúminu. Ég keypti mér nýtt rúm í haust því ég hélt aö þetta væri út af gömlu dýnunni sem var orðin svo léleg, en þetta hefur ekkert breyst. Nýja dýn- an er svolítið stíf, en mér var sagt að það væri best fyrir mig. Er þetta eitthvað til aö hafa áhyggjur af? Einn 22 ára Sæll Bakverkir eru vissulega eitt algengasta umkvörtunarefni ungra karlmanna. Oftast eru þeir álagsbundnir og koma fram við vinnu. Þannig er þaö ekki hjá þér heldur er þetta ein- göngu bundið viö morgnanna. Ég er al- veg sammála þér aö oft er þetta slitin rúm- dýna sem veldur svona verkjum. Hins vegar er ég ekki sam- mála því aö stíf dýna sé betri en mjúk. Þetta er einstaklings- bundið og þú átt aö finna og trúa sjálfur hvaö hentar þér. Það eru líka til dýnusölu- staðir sem leiöbeina fólki meö val á dýn- um. Á þessu stigi ætt- ir þú samt að láta líta á bakið þitt og meta þaö. Þaö er gott aö útiloka aö einhver vandamál séu til staðar í bak- inu og fá þá viðeigandi leið- beiningar um úrlausn. Kostirnir eru nokkrir, t.d. fara til læknis og láta skoöa þig en það eru líka fleiri kostir. Hægt er aö fara til sjúkraþjálfara til mats og ráö- gjafar, þá má finna víöa um bæinn, sumir þeirra hafa sér- hæft sig í bakmeðferð. Ef síö- an meðferð er ráðlögö af sjúkraþjálfara má leita til lækn- is og sjá hvort hann/hún vilji ekki taka undir þaö álit og láta þig hafa sjúkraþjálfunarbeiðni til aö fá meðferðina niður- greidda. Einnig er hægt aö fara til kírópractors (sjá gulu síöur símaskrárinnar) sem eru mjög lagnir viö bakskoðanir og meö- ferö. Kírópractorar beita hnykk- aðferðum sem oft verka fljótt jafnvel eftir einn tíma. Kírópractorar vísa síöan skjól- stæöingum sínum oft til sjúkra- þjálfara ef þeim finnst þeir þurfi styrkjandi æfingar undir leiö- beiningu fagmanna. En veistu hvaö, flestir jafna sig bara viö þaö aö hreyfa sig reglulega, t.d. synda eöa ganga. Þú nefndir ekki hvort aö þú hreyfir þig nokkuð. Sund er líkast til einhver besta almenna æfingin við bakverkjum sem finnst. Vona aö þér vegni vel þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Netfang: vikan@frodi.is Vikan 5 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.