Vikan


Vikan - 10.05.1999, Side 60

Vikan - 10.05.1999, Side 60
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON ROMANTISKUR BOND Ofurgæjinn Pierce Brosnan lætur dekra við sig við tökur á nýjustu James Bond- myndinni, sem hefur hlotið nafnið The World Is Not En- ough. Hann heimtar að aðstoðar- fólk sé ávallt tilbúið með slopp og inniskó svo hann þurfi ekki að hafa fyrir því að finna þessar nauðsynjar á milli atriða sem hann leikur í. Auk þess vill Brosnan hafa kavíar til taks í hjólhýsi sínu. Sennilega notar hann frítímann við ritvélina því nýjustu fréttir herma að hann sé að skrifa kvikmyndahandrit. Hann telur sig vera með góða hugmynd að rómantískri gamanmynd og not- ar hrörlega gamla ritvél sem eitt sinn var í eigu lan Fleming, skapara James Bond. Brosnan viðurkennir að það væri sennilega fljótlegra að nota tölvu en hann vonast eftir að fá innblástur frá Fleming í gegnum forngripinn. ÆTLAR A HVITA TJALDIÐ l’rski söngvarinn Bono er nú búinn að sökkva sér í kvikmyndirnar. Nú standa yfir tökur á myndinni The Million Dollar Hotel þar sem Bono leikur á móti Mei Gibson, Millu Jovovich og Jimmy Smits. Bono er reyndar ekki í stóru hlutverki en hann samdi handritið og er framleiðandi myndarinnar. Söngvarinn ætlar ekki að láta staðar numið þegar þessari mynd líkur og heyrst hefur að hann muni leika í næstu Star Wars mynd. Tökur á henni hefjast síðar á árinu en nýjasta StarWars myndin.The Phantom Menace, verð- urfrumsýnd í Bandaríkjunum á næstu dögum. HRÆDDUR VIÐ MADONNU Körfuboltaormurinn Dennis Rodman kann vel við lífið meðal stjarnanna í Los Angeles en þangað flutti hann eftir að hann hætti að spila með Dhicago Bulls. Það eru ekki allir jafn hrifnir af Rodman og söng- og leikkonan Madonna var sögð foxill eftir að hann skrifaði um ástarsamband þeirra í ævisögu sinni. Það voru því taugaóstyrkir þjónar á veitingastaðnum Asia de Cuba West þegar Rodman pantaði borð fyrir tólf sama kvöld og Madonna átti pantað borð fyrir sex. Yfirþjónninn brá á það ráð að láta þau vera sitt hvorum megin í matsalnum. Madonna var að halda upp á að hún var frjáls undan samningi við Freddy DeMann, félaga sinn hjá Maverick Records og í hennar fylgdarliði voru m.a. vinkonurnar Ingrid Casares og k.d. lang. En allar áhyggjur af árekstrum voru ástæðulausar því Rodman hætti við að koma á síðustu stundu. Körfuboltamaðurinn missti kjarkinn og þorði ekki að mæta Madonnu í ham. AFMÆLISBORN VIKUNNAR 10. maí: Linda Evangelista (1965), Bono (1960) 11. maí: Austin O'Brien (1981), Laetitia Casta (1978), Natasha Richardson (1963) 12. maí: Samantha Mathis (1970), Stephen Baldwin (1966), Emilio Estevez (1962), Ving Rhames (1961), Katharine Hepburn (1907), Bruce Box- r (1950), Gabriel Byrne (1950) 13. mai: Dennis Rodman (1961), Julianne Phillips (1960), Stevie Wonder (1950), Harvey Keitel (1939) 14. maí: Natalie Appleton (1974), Tim Roth (1961), George Lucas (1944), Francesca Annis (1944) 15. maí: David Charvet (1972), Richard Avedon (1923), Chazz Palminteri (1952) 16. maúTori Spelling (1973), Tracey Gold (1969), Janet Jackson (1966), Anne Parillaud (1960), Mare Winningham (1959), Debra Winger (1955), Pierce Brosnan leitner UUj'JUJj'Jj'J JU\Uj'J;\JJ£JíJ Harvey Keitel hefur leikið ýmsa afbrygðilega náunga á hvíta tjaldinu. Hann þótti því H henta vel í hlutverkið sem hann hlaut í erótíska tryllinum Eyes Wide Shut sem hjónakornin Tom Cruise og Nicole Kidman leika aðalhlut- verkin í. En Keitel var rekinn áður en tök- um iauk og ýmsar sögur hafa verið á kreiki um ástæðuna. Groddalegasta sagan var um sjálfsfróunaratriði sem fór úr böndunum og í framhaldi af því hafi Kidman heimtað að Keitel yrði rekinn. Hvort þetta er satt eða ekki fæst seint úr því skorið því leikstjóri myndarinnar, Stanley Kubrick heitinn, lét alla sem að henni komu skrifa undir þagnareið og Keitel er skaðabótaskyldur ef hann blaðrar eitthvað um myndina án leyf- is. Sjálfsfróunarsagan er svo útbreidd að nánir vinir leikarans hafa kvatt hann til að leysa frá skjóðunni og segja hvað raunverulega gerðist. Keitel hefur látið það leka út að hann hafi sjálfur viljað hætta þar sem tökur á myndinni drógust á langinn og hann þurfti að leika í annarri mynd. Hin sagan þykir betri.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.