Vikan


Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 63

Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 63
Þessi upptalning lýsir bara broti af því sem hægt er að gera í París. Þarna komu ekki fram staðir eins og Disney búðin á Champs Élysée, Hagendas ísbúðirnar, bakaríin og öll litlu sætu kaffihúsin og veitingastað- irnir. Það er því ekki um annað að ræða en að drífa sig og uppgötva sjálfur það sem blaðamaður komst ekki yfir að þessu sinni. Það er nefnilega fátt skemmtilegra en góð vi Amtsbókasafnið á Akureyri 03 591 148 Ef fólk er ekki í skapi til aö versla eða þeytast um borgina getur líka verið gaman að virða fyrir sér fjölbreytilegt mannlífið á bökkum Signu. Til þess er engin betri leið en að fara í siglingu niður eftir ánni. Farið er á hálftíma fresti og kostar farið á venjulegum bát ekki nema um 500 krón- ur íslenskar. Þá er hægt að fara í dýrari ferðir og snæða um borð. Ferðin tekur rúma klukkustund og í góðu veðri er þetta ágæt leið til að skoða borgina. Þessi maður lét fara vel um sig á Signubökkum og kippti sér ekkert upp við syngjandi túrista sem sigldu fram hjá. Þá má ekki missa af því að skoöa hina fögru kirkju Sacré Coeur. Þegar maður kemur út úr kirkj- unni er stórkostlegt að ganga nið- ur tröppunar og niður í hverfið fyrir neðan, sem kallað er Rauða hverfið. Þetta er ráðlagt að gera í dagsbirtu. Þegar gengið er inn götuna sem tekur við þegar kom- ið er niður tröppurnar taka við margar forvitnilegar verslanir. Þessi búð sem við tókum sér- staklega eftir selur góbelín mynd- ir, dúka og púðaver á verði sem við höfum ekki séð áður. Nína Björk Gunnarsdóttir fann þar margt fallegt og naut sín í París. Montmartre er iðandi mannlíf. Þar er betra að gefa sér góðan tíma. Gott væri að byrja á því að fara á listamannatorgið sem staðsett er rétt ofan við Sacré Coeur. Þarna safnast listamenn saman til aö selja list sína. Hægt er að kaupa ódýrar myndir af þekktum stöðum í borginni auk þess sem hægt er að fá falleg- ar myndir sem mundu sóma sér vel heima í stofu. Verðið á þessum myndum er frá 120 krónum og upp í einhverja tugi þúsunda. Síðari talan er þó und- antekning. Einnig erhægt að láta teikna af sér mynd og er um að gera að ganga aðeins um til að byrja með og sjá hver sé bestur. Eins og sjá má eru þessir menn færir í sínu fagi. Það eru margir haldnir þeirri trú að það sé dýrt að versla í París. En ýmislegt á eftir að koma þessu fólki þægilega á óvart. Verslunarkeðjur eins og Etam og Zara eru í flestum hverfum borgarinnar en þar má gera góð kaup í kvenfatnaði. Þá eru undirfötin í Etam eitt- hvað sem engin kona ætti að missa af. Við 1 rue, ST Denis er síðan Mekka barnafólksins. Þar er nefnilega stór Du Pareil au Méme verslun. Þar má aldeilis gera góð kaup. Sem dæmi má nefna að meðalverð á barnapeysu á tveggja ára barn er 500 krónur. Svo eru föt- in líka svo falleg. Það er því engin ástæða til að vera smeykur við að fara inn í búðirnar. Það er um að gera að fara bara inn. Þú sérð það um leið og þú lítur á fyrsta verðmiðann hvort þetta sé eitthvað fyrir þig. Vikan mælir sérstaklega með Latínuhverfinu og Leal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.