Vikan


Vikan - 29.06.1999, Side 19

Vikan - 29.06.1999, Side 19
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Mynd: Hreinn Hreinsson onur eiga ekki, að þurfa að meta það út frá vinnu sinni hvort þær séu í aðstöðu til að eignast börn eða ekki og Alþingi er einfaldlega vinnustaður. Fjölskyldur eiga að hafa frjálst val um það hvort og hvenær börn fæðast. Við eigum að búa þannig í haginn fyrir fjöl- skyldur, bæði með frjálsum samningum á vinnumarkaði og með lagasetningu, að þær þurfi ekki að velta því fyrir sér hvort það sé möguleiki að eignast börn eða ekki, " segir Þorgerður. „Það kom margt til að ég tók sæti á lista núna. Bæði það að ég hef alltaf haft áhuga á póli- tík og svo þrýsti góður hóp- ur á mig fólks að gefa kost á mér. Ég taldi þennan tíma jafngóðan og hvern annan og vissi að ég hafði stuðning stórfjölskyldunnar að baki mér, bæði tengdafjölskyld- unnar og minnar eigin. Það er ómetanleg hjálp við ákvarðanatöku og í vinnu." Kjósendur virðast sam- mála Þorgerði í því að tíma- setningin sé rétt ef marka má fylgið sem flokkur henn- ar naut í kjördæminu. En hvernig leggst það í Þor- gerði að taka sæti á Alþingi? „Afskaplega vel. Ég hef heyrt að Alþingi sé góður vinnustaður. Fólk úr öllum flokkum vinni saman og beri virðingu fyrir skoðunum hvert annars. Þar sé góður andi. Ég hef mikinn áhuga á að vinna að málefnum fjöl- skyldunnar í heild. Það þarf að skapa henni svigrúm til athafna, t.d. í gegnum skattakerfið. Þar er ýmislegt sem ég hef áhuga á að end- urskoða. Umhverfið verður að laga sig að þörfum fjöl- skyldnanna; þetta er spurn- ing um samspil milli að- stæðna á vinnumarkaði og löggjafans. Stöðugleiki og ábyrg efnahagsstjórnun er undirstaða þess að þetta megi takast. Það er ekki hægt að byggja ofan á fyrr en búið er að leggja grunn- inn. Ég hef einnig áhuga á utanríkismálum og atvinnu- málum en löggjafarstarfið í heild er auðvitað afskaplega áhugavert og spennandi verkefni. Það er ósköp auð- velt að koma á framfæri ótal gæluverkefnum sem flestir eru samþykkir, mestu skiptir að þau séu í tengslum við raunveruleikann og hægt sé að koma þeim í fram- kvæmd." Gæti hugsað sér að eiga fimm börn Þorgerður er eiginkona handboltamannsins Krist- jáns Arasonar og það er þeirra annað barn sem hún gengur með. Þorgerður seg- ist hafa gaman af börnum og í raun ekki hafa neitt á móti því að eignast fjögur eða fimm ef guð og lukkan leyfa. „Ég á systur sem er mín besta vinkona og það var okkur ómetanlegt að fá að alast upp saman. Kristján er hluti af stórum systkinahóp; þau eru sex systkinin og ákaflega samheldin. Bæði mín fjölskylda og hans hafa sannfært mig um að það sé fátt sem komi í stað þess að vera hluti af stórri, samheld- inni fjölskyldu. Mér þykir líka gaman að horfa á barn mótast og þroskast. Þá sér maður hvað manneskjan er fjölbreytileg og hvað hver einstaklingur er einstakur. " Erfitt að vera án fjöl- skyldunnar Kristján og Þorgerður bjuggu erlendis um tíma meðan hann var atvinnu- maður í handbolta. Fyrst bjuggu þau í Þýskalandi en síðan á Spáni. Þorgerður segir að við getum margt af Þjóðverjum lært og öfugt. Hún sér hins vegar eftir að hafa ekki dvalið langdvölum á Spáni meðan Kristján var þar og gefið sér tíma til að læra málið. „Ég var þá í lagadeildinni og ferðaðist mikið milli landa. Spánn er yndislegt land og fólkið vingjarnlegt og hlýtt. Þeir gætu tileinkað sér meiri stundvísi og áreið- anleika en það má líka segja að það sé hluti af þeirra skemmtilega persónuleika. Lífsgleði þeirra og „sjarmi" er óborganlegur. Spánn er ákaflega fjölskylduvænt land, þótt á annan hátt sé en hér. Þeir eru mjög stoltir af fjölskyldunni og börnin fá mikið rúm í lífi þeirra. Það tíðkast gjarnan að börnin fari með út að borða og í veislur og boð. Hugsanlega spilar veðurfarið þarna eitt- hvað inn í. A meðan við bjuggum ut- anlands þótti mér það verst að geta ekki hitt fjölskyld- una á hverjum degi eða hringt án þess að þurfa að hugsa um kostnaðinn við það. Það var þó plástur á sárin að fá reglulega heim- sóknir frá ættingjum og góð- um vinum. Það er ómetan- leg reynsla að hafa kynnst öðrum lífsstíl og annarri menningu. Ég tel að sú reynsla muni nýtast mér vel á þingi og sömuleiðis menntun mín sem lögfræð- ingur." Þetta var í fyrsta sinn sem Þorgerður tók þátt í kosn- ingabaráttu sem frambjóð- andi. Var eitthvað sem kom henni á óvart í þeim slag? „Þetta var mun meiri vinna og álag en ég hafði gert mér grein fyrir. Barátt- an sjálf var mjög vel skipu- lögð hjá okkur og það skil- aði sér. Við erum búin að vinna vel, að mínu mati. Að kynnast mismunandi lífsvið- horfum er hollt fyrir hvern og einn, ekki síst stjórn- málamenn. Ég hlakka til að takast á við þingstörfin á vorþinginu og lít auðvitað björtum augum til sumars- ins." Vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.