Vikan


Vikan - 29.06.1999, Síða 29

Vikan - 29.06.1999, Síða 29
boð fljótlega og bjóða gamalli vin- konu hans. Hann væri nú svo myndarlegur hann Gunnar sinn og gæti valið úr stúlkunum enda væri hann ekkert að flýta sér að binda sig. Gunnar benti henni á hann ætti unnustu og strunsaði út. Þau voru fámál þegar ég kvaddi þau en um leið og við vorum komin nógu langt frá húsinu, byrj- uðu tárin að streyma niður kinn- arnar á mér. Ég hafði aldrei upp- lifað jafnmikla niðurlægingu. Ég jós reiði minni yfir Gunnar. Lét hann heyra það hvernig for- eldra hann ætti. Hvað þau héldu sig vera að gera lítið úr mér og mínum o.s.frv. Hann var mjög þögull og keyrði mig heim. Ég var æst og leið illa og vildi ekki að hann kæmi inn með mér. Þegar ég var búin að jafna mig sá ég að hann átti enga sök á þessu. Hins vegar hefði hann al- veg getað undirbúið mig undir svona heimsókn, þar sem hann þekkti foreldra sína betur en ég gerði. Næsta dag heyrði ég ekk- ert í honum og daginn þar á eftir barst mér stór rósavöndur ásamt bréfi. í því baðst Gunnar afsökunar að hafa látið þau komast upp með dónaskapinn gagnvart mér. Hann hefði verið í mikilli klemmu, hvort hann ætti að leyfa mér að hitta þau. Vildi samt ekki láta mig vita hvernig þau væru f raun og veru því hann óttaðist að ég „Innan um allt glerið og marmarann gleymir þetta fólk að njóta þess sem skiptir mestu máli í lífinu.“ myndi ekki vilja mann sem ætti svona vonlausa foreldra. Þau væru búin að eyðileggja eitt samband fyrir honum og hann ætlaði ekki að láta það ger- ast aftur. Þau hefðu alltaf verið frek og stjórnsöm og nánast neytt syni sína í lögfræðinám, alla þrjá. Gunnar skrifaði líka að hann hefði ekki áttað sig á hversu sjúk þau væru af frekju fyrr en hann missti hina stúlkuna. Þá hefði hann flutt að heiman og getað horft á þau í fjarlægð. Eftir það hefði hann ákveðið að hafa sem minnst samskipti við þau í fram- tíðinni. Allt hans líf fram til þess dags hafði verið fyrirfram skipulagt af þeim. Hann mátti varla velja fötin sín sjálfur. Gunnar átti tvo eldri bræður sem báðir bjuggu erlend- is. Foreldrunum hafði tekist að eyðileggja annað hjónabandið en hinn bróðirinn náði að flýja út fyrir landsteinana áður en til þess kom hjá honum. Engar konur voru sonum þeirra samboðnar. Jafnvel ekki þótt þær væru hámenntaðar. Ef þær höfðu menntunina þá voru þær ekki af nógu góðum ættum. Og ef ættin var til staðar, þá stóðu þær sig ekki nógu vel í húsmóð- urstarfinu eða móðurhlutverkinu. Það mundi alltaf eitthvað vera að. Mér létti mjög við að heyra þetta. Auðvitað eru allir stressað- ir að hitta tengdaforeldra sína í fyrsta skipti en ég hafði aldrei kynnst neinu þessu líku. Ég var ekki tilbúin að láta þau skemma samband okkar og ákvað að láta þau ekki trufla okkur. Eftir heimsóknina fór mamma Gunnars að hringja oftar í hann og vildi fylgjast með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, svo ekki sé minnst á öll kaffiboðin. ,,Þú getur nú tekið hana vinkonu þína með, ef þú vilt,“ var oft við- kvæðið. Við fórum ekki í heimsókn til þeirra. Við ákváðum að halda okkar eigin jól, bara tvö, sem voru yndisleg. Bræður Gunnars komu til landsins yfir hátíðirnar og við þurftum að mæta í eitt jólaboð með fjölskyldunni. Þá sá ég hvernig samskiptamynstrinu var háttað meðal fjölskyldumeð- lima. Barnabörnin sem voru að koma í heimsókn til ömmu og afa máttu sig hvergi hreyfa. Við- kvæðið var ávallt það sama: „Passaðu þig að brjóta ekki. Ekki setja fingraför á borðið". Mæðurnar sátu á sér en enginn sagði neitt við ömmu og afa. Auðvitað naut sín enginn í boðinu og ég veit ekki hver var fegnastur að komast út. Við buðum bræðrunum í heim- sókn til okkar og andrúmsloftið var töluvert léttara í því boði. Mér fannst gott að geta hitt tilvonandi fjölskylduna mína og við svilkon- urnar gátum rætt af hreinskilni hvernig tengdaforeldrarnir höguðu sér, bæði gagnvart okkur og mönnunum okkar. Þær höfðu báðar upplifað þessa niðurlæg- ingu og leiðindi en aldrei rætt það sín á milli, bara við mennina sína. Ég held að okkur hafi öllum liðið betur að geta talað opinskátt um þessa sérkennilegu tengdafor- eldra sem virðast vera svo fastir í einhverju draumkenndum heimi. Innan um allt glerið og marmarann gleymir þetta fólk að njóta þess sem skiptir mestu máli í lífinu. Að eiga heilbrigð börn, barnabörn og yndislega fjölskyldu. Ég er hætt að ergja mig á þessari hegðun. Missirinn er þeirra. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þinu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I f cimilisfangið er: Vikan „Líl'sreyn.slusaga", Scljavcgur 2, 101 Reykjavík, Nelfang: vikan@frodi.is Vikan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.