Vikan


Vikan - 29.06.1999, Side 44

Vikan - 29.06.1999, Side 44
Framhaldssagan HÆTTULEGUR LEIKUR Viktoría opnaði aug- un og starði á andlit Elaine. Á myndinni stóð hún við hliðina á Rustý. Hún var auðsjáanlega hrifin af honum enn þann dag í dag en hann vildi greinilega ekkert með hana hafa. Vikt- oría hafði séð það með eigin augum úr bílnum. Hún hafði elt Rustý heim til Mac, farið í burtu og komið aftur í tæka tíð til þess að sjá þau saman. Það lítur ekki út fyrir það að hún taki því létt, sagði hún við brúðuna. Henni varð hugsað til stúlkunnar sem bjó með Rustý. Hún hafði líka njósn- að um hana. Hún var ljós- hærð og falleg og allt of ung fyrir hann. Hún yrði að finna upp á einhverju til þess að sýna henni fram á að sambandið milli þeirra væri ekki viðeigandi. Rustý tilheyrir mér, hugsaði hún. Hún var búin að bíða svo lengi og hafði verið svo þolinmóð. Nú var komið að henni. Viktorfa háttaði sig og fór í náttkjól. Hún breiddi sæng- ina yfir sig og brúðuna. Ég er alveg dauðþreytt, sagði hún við brúðuna. Ég hef haft svo mikið að gera í dag og þetta með Bobby kom mér alveg úr jafnvægi. Bobby reyndist erfiðari en hún átti von á. Sjálfsagt leiddist honum þar sem hann var fyrsti gesturinn. Engum finnst skemmtilegt að mæta fyrstur í veislu. Að síðustu hafði hún neyðst til þess að troða sokk upp í munninn á honum. Hann var rólegri þegar hún yfirgaf hann. Æ, ég trúi þessu ekki! Hún teygði sig í vasaklút á nátt- borðinu og þrýsti honum að neðri vörinni. Enn einu sinni hafði hún bitið sig til blóðs. Hún horfði á blóðug- an vasaklútinn og andvarp- aði. Svo slökkti hún ljósið og hnipraði sig saman með brúðuna í fanginu. Hún yrði að taka sig á. Það gekk ekki að mæta í fína veislu með sár á vörinni. Agnes læddist frá dyrunum. Við hvern hafði Viktoría verið að tala? Það voru að- eins ein til tvær setningar en nóg til þess að Agnes heyrði til hennar þegar hún var á leiðinni upp í herbergið sitt. En nú heyrðist ekkert leng- ur og það var búið að slökkva ljósið. Hún studdi sig við handriðið þegar hún gekk upp stigann upp á þriðju hæð. Kannski var þetta ekkert óeðlilegt; einmana sálir eiga það til að tala við sjálfa sig. En hvað vissi svona ung og falleg kona um einmanaleika? Agnes stansaði á stigaskör- inni og horfði á lokaðar dyrnar. Svo fór hún inn í herbergið sitt. Hún virti fyr- ir sér myndirnar sem enn héngu á veggjunum, ein- hverra hluta vegna hafði hún ekki enn treyst sér til þess að taka þær niður. En tíminn var að hlaupa frá henni. Á morgun flytti hún í nýju íbúðina. Augu hennar námu staðar við stóru myndina af Alex Salino sem hékk yfir rúminu. Hún tók á sig rögg, tók myndina niður og síðan hverja myndina af annarri. Myndirnar af Rósalíu og pabba hennar. Um leið og Rustý kom inn í leikherbergið sá hann að all- ir voru vel drukknir, þ.e.a.s. allir nema Rósalía. Hún sat þögul í miðjum hópnum og opnaði gjafirnar. Bros henn- ar var þvingað. Krakkanir veinuðu af hlátri. Þau höfðu sagt Rustý að allir ættu að finna fíflalega gjöf og það var greinilegt að sumir höfðu farið yfir strikið. Hann leit á gjafirnar sem lágu á gólfinu við fætur Rósalíu: Brjóstahaldari af allra stærstu gerð, bómullar- bolur með mynd af feitri gyltu, uppblásinn flóðhestur og myndin, sem hún var að taka upp, var greinilega eftir Bobby. Hann hafði stórlega ýkt arnarnefið og klunnaleg- an líkamann. Rustý! Loksins kemurðu! Krakkar, Rustý er kominn! Allir horðu á hann, líka Rósalía. Honum tókst að stingja afmælisgjöfinni, pakka af kláðadufti, í vas- ann án þess að nokkur sæi. Svo kinkaði hann kolli til Rósalíu. Halló, sagði hann. Ekkert svar. Komdu og sjáðu gjafirnar, hrópaði Millý. Elaine tók upp brjósta- haldarann. Heldurðu að hann passi ekki örugglega?, spurði hún sykursætri röddu. Rósalía bandaði henni frá sér. Láttu ekki svona! Líkar þér ekki gjöfin frá mér? Ég valdi þennan vegna þess að hann er svo sexý. Hann er líklega aðeins of stór á mig sagði hún svo og mátaði hann yfir fullkomin brjóstin. Einhver setti plötu á fóninn og Elanie togaði í Rósalíu. Hættiði þessu! hrópaði Rusýy, en það var of seint. Allir höfðu kastað sér í villt- an dansinn og grétu af hlátri. Allt í einu öskraði Rósalía. Komiði ykkur út! Augun á bak við þykk gleraugun voru full af tárum. Ég hata ykkur! Ég hata ykkur! Rustý sló út handleggnum sem lenti á lampanum á náttborðinu. Lampinn valt um koll og datt á gólfið. Rustý hrökk upp með and- fælum, setti lampann á sinn stað og kveikti á honum. Rustý, heyrðist hvíslað frá dyrunum. Hann sneri sér við. Já Carol. Er eitthvað að? Mig var að dreyma og vakn- aði við það að ég velti lamp- anum. Ég vona að ég hafi ekki vakið ykkur báðar. Nei, Fanný hrýtur eins og flóðhestur. Hvað var þig að dreyma? Ekkert sérstakt. Flýttu þér nú aftur undir sængina. Carol hikaði en fór svo aftur inn í herbergið sitt. Rustý slökkti ljósið og lagðist nið- ur. Þegar hann kom heim úr boðinu höfðu þær vinkon- urnar setið saman í róleg- heitunum. Þegar hann spurði þær um bflinn dular- 44 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.