Vikan


Vikan - 29.06.1999, Page 54

Vikan - 29.06.1999, Page 54
Lífsreynslusaga Sambýlismaður minn hafði algört vald yffir mér „Ég kynntist fyrrum sam- býlismanni mínum fyrst þegar ég var átján ára gömul. Hann var talsvert eldri en ég og í byrjun þoldi ég hann ekki en svo fór hann að hafa mikil áhrif á mig. Aðdráttarafl hans orkaði svo sterkt á mig að ég átti alltaf erfitt með að segja nei við hann. Mér fannst hann svaka- lega flottur og hann „sjar- meraði" mig alveg upp úr skónum. Hann var það sem kallað er á slæmri ís- lensku „töffari". Við áttum í ástarsambandi sem að vísu var svona helgarsam- band. Við hittumst af og til, aðallega til að skemmta okkur saman, fara í bíó og á rúntinn. Þetta gekk með hléum i eitt og hálft ár en endaði þegar ég kom heim í íbúð- ina hans og sá að hann var uppi í rúmi með konu sem leigði með honum. Mér varð svo mikið um að ég gat ekki gengið að rúminu. Ég megnaði ekki meira en að standa í gættinni og kikja inn. Ég sá í saman- fléttaða fæturna á þeim undan sænginni og um stund var ég alveg mátt- laus. Þegar ég fékk mátt- inn aftur flýtti ég mér út og ákvað að láta þennan mann sigla sinn sjó. s tta árum seinna hitti ég hann aftur. Hann kom oft inn á veitingastað þar sem ég var að vinna og ég fann að gömlu töfrarnir voru enn að verki. Eg bað samstarfs- menn mína gjarnan að skipta við mig svo ég þyrfti ekki að þjóna honum og hljóp í uppvask eða annað á meðan hann staldraði við. Dag nokkurn ákvað hann að láta mig ekki komast upp með að forðast sig lengur og leitaði mig uppi þar sem ég var að gera upp kassa. „Sæþelskan," sagði hann blíðlega og ég fann hvernig ég bráðnaði. Hann bað mig að koma og hitta sig á eftir, bara til að spjalla. Innst inni vissi ég hvernig spjallið myndi enda og að ég ætti ekki að eiga nein samskipti við þennan mann framar. Ég fór samt og í kjölfar þessarar nætur fórum við að búa saman. Hann var yndislegur í fyrstu. Hrósaði mér stöðugt og sýndi vinum sínum hreykinn konuna sem hann bjó með. „Sjáið þið hvað konan mín er falleg," sagði hann og ég hitnaði öll að innan. En fljótlega fór að síga á ógæfu- hliðina og ég fékk stöðugt að heyra hversu ófullkomin ég væri. Hann sagði mér að ég væri feit, ljót og heimsk og enginn annar maður myndi nokkru sinni líta við mér. A endanum fór ég að trúa því þó að ég viti í dag að þetta var fjarri sanni. Eftir nokkurra rnánaða sambúð varð ég ófrísk, alveg án þess að hafa ætlað mér það. Hann vildi að ég léti eyða fóstrinu en það kom ekki til greina af minni hálfu. Ég vildi eiga barnið þótt ég þyrfti að eiga það ein. Innst inni vissi ég hvort sem var að á hann var ekki hægt að treysta. Þetta olli nokkurri togstreitu okkar á milli um tíma en ekki nægri til þess að sambandið slitn- aði. Ég hafði auk þess grun um að hann héldi fram hjá því stundum fannst mér ég skynja að hann væri með einhverri annarri konu. Ein- hverju sinni helltist þessi til- finning yfir mig í vinnunni og ég var viss um að hann væri ekki einn heirna. Ég bað um að fá að skreppa frá og fór heim. Hann var í sturtu með annarri konu og líkt og í fyrra sinnið gat ég mig hvergi hreyft, heldur hneig máttlaus niður fyrir framan baðherbergisdyrnar. Hann varð mín var og lét mig viljandi horfa á ástar- leiki sína og hinnar konunn- ar. Síðan rak hann mig út. Ég hljóp beint á vinnustað minn og þar brotnaði ég sarnan inni á skrifstofu yfir- manns míns og grét. Ég sagði honum að ég þyrfti að komast burt úr bænum og hann tók því vel að sleppa mér. Ég hafði samband við atvinnurekanda úti á landi sem ég hafði unnið hjá áður og fékk strax vinnu. Svo rnikið var vald sambýlis- mannsins yfir mér að ég vissi að það eina sem dygði væri að flýja hann og reyna að gleyma einhvers staðar nógu langt frá honurn. Um tíma gekk allt vel og ég hélt mig frá honum. Svo hitti ég hann fyrir tilviljun á Laugaveginum á gamlársdag og það var eins og alltaf áður. Hann hafði einhver óskiljanleg, segulmögnuð áhrif á mig og ég endaði heima hjá honum. Þessa nótt grét ég stöðugt eins og barn en hann fór að tala mig inn á að reyna sambúð aftur. Ég vissi að það væru mistök en bæði var það þetta und- arlega vald sem hann hafði yfir mér og svo það að ég var í aðra röndina hrædd við að vera ein með barn þannig að ég lét undan. Hann á börn úr fyrri sam- búð og fljótlega fóru þau að venja komur sínar til okkar. Ég átti einnig dóttur fyrir sem var að mestu alin upp hjá afa sínum og ömmu og hún var einnig mikið inni á heimilinu. Þegar kom að fæðingu barnsins okkar neit- aði hann að vera viðstaddur. Vinkona mín var hjá mér og kuldi hans og tillitsleysi gagnvart mér vakti athygli á fæðingardeildinni. Það gekk erfiðlega að fá barnið til að taka brjóst og hann lét mig heyra að mínum klaufaskap væri um að kenna. Dóttir mín kvartaði einnig mikið við mig undan því að hann væri vondur við hana þegar 54

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.