Vikan


Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 6

Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 6
Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson Við erum Dað sem uið gerum segir Arngrúður Karlsdóttir Það gustar af Arn- þrúði þegar hún kemur askvaðandi á fund blaðamanns. Þeir sem þekkja hana verða ekkert hissa. Hún er þannig kona. Hingað til hef- ur hún ekki fetað troðnar slóðir. Hún fer það sem hún vill og læðist ekkert við það, enda þekkir fólk hana úr ýmsum hlutverkum. Arnþrúður er ein þeirra kvenna sem hefur getið sér gott orð í íþróttum og hún hefur m.a. leikið 38 lands- leiki í handknattleik fyrir ís- land og unnið til fjölda verð- launa í frjálsum íþróttum og sundi. Arnþrúður var ein af fyrstu lögreglukonunum sem útskrifuðust úr Lög- regluskóla ríkisins og var m.a. rannsóknarlögreglu- maður hjá RLR í átta ár. Með starfinu stundaði hún nám í öldungadeildinni í Hamrahlíð. Hún sótti nám í blaðamennsku í Noregi og hefur unnið að þáttagerð og fréttamennsku í Noregi og hér heima. Hún hefur líka komið við sögu í pólitík. Hún er búin að vera jafn lengi í Framsóknarflokknum og Halldór Ásgrímsson, hef- ur verið bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði og setið sem vara- maður á þingi ásamt því að gegna mörgum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Síð- ustu fjögur árin hefur hún verið kaupmaður og rekur tvær tískuvöruverslanir, Sissu Tískuhús við Lauga- veg og Hverfisgötu. Það hefur verið fylgst með Arnþrúði gegnum tíðina og það er gert enn og þegar Arnþrúður auglýsti Sissu til sölu fóru sögurnar á kreik og þær voru ýmsar. Arn- þrúður átti ýmist að vera að fara á hausinn, að skilja, flytja til útlanda eða vera helsjúk. Kjaftasögur „Já, já, ég þekki þessar sögur og er búin að heyra allan ands... í þessu sam- bandi. Mér finnst eiginlega toppurinn að heyra að ég sé að flytja til útlanda og stundum velti ég því fyrir mér að gera það hreinlega! Það væri margt vitlausara," segir Arnþrúður og hlær með sinni djúpu, hásu rödd. „Starfsfólkið hefur líka ver- ið spurt hvort ég lægi bana- leguna og ég hef ráðlagt því að svara þessu játandi og að ég muni ganga aftur og það all hressilega. En að öllu gamni slepptu þá eru auðvit- að skýringar á öllu. Málið er einfaldlega að ég ætlaði að selja a.m.k. aðra búðina í vor vegna þess að ég var komin á fullt með að skipu- leggja nýtt fyrirtæki. Ég sá fram á að geta ekki verið á tveim stöðum í einu, eins og það hefur pirrað mig stund- um, og ég varð einfaldlega að velja og hafna. Við það situr enn og ég ætla að selja búðina á Laugaveginum en ekki þá á Hverfisgötunni. Ég er búin að ráða svo stór- kostlegan verslunarstjóra á Hverfisgötuna, Þrúði Guðnadóttur, að ég þarf þess ekki. Hún stjórnar þar harðri hendi og er svo snjöll að hún sér um þetta allt og lætur mig halda að ég ráði, svo ég er alsæl! Ég get ein- beitt mér að öllu því sem ég er að undirbúa vegna nýja fyrirtækisins án þess að hafa áhyggjur af búðinni.1' Arnþrúður stofnaði Sissu árið 1996 og byggði rekstur- inn upp sjálf. Hún þekkti ekkert til verslunarekstrar þegar hún byrjaði en hana langaði til að reyna eitthvað nýtt. Hún hafði áður flutt inn vörur frá Ítalíu og fór því strax að flytja inn fatnað „Þruður stjórnar öllu hér en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.