Vikan - 16.11.1999, Side 12
1. Hún vaknar snemma. Sólin
skín, hún er úthvíld og reiðu-
búin til að mæta nýjum degi.
Nú, hugsar hún með sjálfri sér,
er komið að hinum fullkomna
degi.
2. Hún byrjar daginn með því að
lyfta lóðum og gera magaæf-
ingar meðan hún horfir á frétt-
irnaráCNN.
3. Fullkomið kynlíf tilheyrir full-
komnum degi og hún fer með
elskunni sinni í sturtu.
4. Flísarnar í sturtuklefanum eru
óhreinar. Hvað er til ráða? Á
hún að láta sem hún taki ekki
eftir því og halda ástarleiknum
áfram? Eða reyna að skrúbba
flísarnar um leið? Eða bara að
heita því að halda þeim hrein-
um eftirleiðis?
5. Sjálfsmatið hækkar mikið þeg-
ar hún kemst að því að hún
getur hneppt að sér buxunum
sem hún keypti á útsölu í síð-
ustu viku.
6. Hún ákveður að fá sér hollt
ávaxtasalat í morgunmat.
7. Hún býður mikilvægum við-
skiptavini í mat í hádeginu til
þess að ræða stóra verkefnið.
Hún velur rétta gaffalinn án
þess að blikna. Segir frábæra
brandara, auk þess að koma
með gáfulegar athugasemdir.
Stóri viðskiptavinurinn réttir
henni undirritaðan samning
um leið og þjónninn réttir
henni kaffibollann.
8. Á leiðinni á skrifstofuna rennur
það upþ fyrir henni að hún er
hætt að öfunda Nicole Kidman.
Aftur á móti finnst henni þær
eiga ýmislegt sameiginlegt.
9. Hún hugsar um hvernig hún
eigi að verja öllum milljónun-
um sem hún á örugglega eftir
að eignast. Ætti hún að kaupa
stórt einbýlishús í Grafarvogi?
Eða stóra íbúð í miðbænum?
Kannski hvoru tveggja? Sam-
tímis ímyndar hún sér að hún
sé á leið á stefnumót með
Jerry Seinfeld sem elskar
hana vegna þess að hún, ólíkt
öðrum konum, er ekki á eftir
honum þeninganna vegna.
Hún á svo mikið af þeim sjálf.
10. Nýi endurskoðandinn er ekki
síður fyndinn. Hún býður hon-
um á barinn eftir vinnu. Fyrstu
tuttugu mínúturnar líður henni
eins og drottningu. En svo tek-
ur hún eftir því að hann fylgir
öllum konum á barnum eftir
með augunum, þ.e.a.s. þegar
hann er ekki að horfa á sjálfan
sig í speglinum.
11. Hann kemur heim til elskunnar
sinnar, alltaf langsætastur og
bestur. Hún ákveður að elda
uppáhaldsréttinn hans.
12. Máltíðin erfullkomin og hún
stenst freistinguna að fá sér af
eftirréttinum.
13. Samt slitnar hnappurinn af
nýju buxunum.
14. Elskan segist vera of þreyttur
til þess að vaska upp.
15. Hvers vegna hefur hún ekki
alið elskuna betur upp? Ætti
hún að bíta á jaxlinn og bölva í
hljóði og ráðast á uppvaskið?
16. Til fjandans með uppvaskið.
17. Hún sendir elskuna í rúmið.
Einan.
18. Slekkur síðan Ijósið svo hún
sjái ekki óhreinu diskana.
19. Fer í gamla, góða jogginggall-
ann.
20. Leggst svo í sófann fyrir fram-
an sjónvarpið með fulla skál af
eftirréttinum sem hún snerti
ekki fyrr um kvöldið.
21. Hún horfist í augu við stað-
reyndirnar: Hún er líklega langt
frá því að vera fullkomin, en
hver þarf á fullkomnun að
halda?