Vikan


Vikan - 16.11.1999, Page 24

Vikan - 16.11.1999, Page 24
Cashew hnetur eru mjög góðar í bakst- ur, þær eru sérstakar á bragðið, af- hýddar og mun mýkri undir tönn en aðrar hnetur. Þær fást í Heilsuhúsinu. í þessa uppskrift þarf form sem er 26 sm x 37 sm, en ef það er ekki við hendina þá er allt í lagi að nota 24 sm x 33 sm, en þá þarf að taka rúmiega 1/2 bolla af deiginu sem fer í botninn því annars verður hann of þykkur. Móta má kúlur úr afgangsdeiginu svo ekkert fari til spillis. 1 bolli smjör 1 bolli sykur 1/2 bolli púðursykur 1 egg 1 tsk. vanilludropar 2 bollar hveiti 300 g suðusúkkulaði 1/2 bolli valhnetur, saxaðar 1/2 bolli Cashewhnetur, saxaðar Hrærið smjör, sykur, egg og dropa saman, hveiti sett út í síðast. Þekið botn á fati sem er 24 sm x 33 sm á stærð. Bakið á 175° í u.þ.b. 15 mín. eða þar til ljósbrúnt. Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði á meðan botninn bakast. Smyrjið súkkulaðinu yfir botninn um leið og fatið kemur úr ofninum. Stráið valhnetum og Cashewhnetum yfir, þrýst- ið hnetunum ofan í súkkulaðið með höndunum. Kælið og skerið í litla bita. Best að geyma í frysti en rná geyma í kæliskápnum. Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.