Vikan


Vikan - 16.11.1999, Síða 43

Vikan - 16.11.1999, Síða 43
Botn 150 g smjör 100 gflórsykur 200 g hveiti 50 g möndlur, malaðar 1 eggjarauða vanilla Smjöri, hveiti og flórsykri er blandað saman. Möndlum og eggjarauðu er bætt út í ásamt vanillu. Deiginu er blandað vel saman og það kælt í eina klukkustund. Setjið í form og bakið við 180 C° í 10-15 mínútur. Góð hugmynd er að þrýsta deiginu vel að köntunum á forminu svo það renni ekki niður. Petta er kælt og appelsínufyllingin sett í form- ið. Bakið í 45 mínútur við 170 C°. Kælið. Fylling 2 stórar blóðappelsínur 1 bolli sykur 1/4 bolli vatn 2 msk. sítrónusafi 2 msk. maizena mjöl 1/4 bolli smjör 1 stórt egg 2 msk. Grand Mariner Pera í Appelsínur eru þvegnar vel og börkurinn tekinn af með fínu rifjárni. Skerið hvíta hluta barkarins af og hreinsið aldinkjötið frá himn- unum og setjið í pott með berkinum ásamt 1/4 bolla af vatni og 1/4 bolla af sykri. Setjið yfir vægan hita og sjóðið þar til aldinkjötið hefur losnað í sundur. Látið kólna. Maizena mjöl, smjör og afgangur af sykri er þeytt saman, egginu síðan bætt út í og þeytt meira. Appelsínu- blöndunni og Grand Marnier er að lokum bætt út í. Því miður eru blóð- appelsínur ekki alltaf á boðstólum en í stað þeirra má gjarnan nota venjulegar appel- sínur og nota þá í stað vatns og sítrónusafa frosinn blóðappel- sínusafa (Chiquita) sem fæst í mörgum verslunum. 4 perur, mátulega þroskaðar (mega ekki vera oflinar) 1 flaska Vin Santo, 175 nxl 100 gsykur strimlar af appelsínuberki, u.þ.b. af 1/2 appelsínu 1 kanilstöng Perurnar eru afhýddar og soðnar í Vin Santo, sykri og kanil þar til þær verða mjúkar, en það tekur rúmlega 30 mínútur. Soðnar perurnar eru síðan kældar. Safinn er látinn sjóða og þykkna. Þá er honum hellt yfir perurnar og þetta allt kælt. Borið fram með staupi af Vin Santo og valhnetu-rús- ínusmákökum. ífpldnetu-, rusmusmakokur (u.b.b. 40 st.) 2 bollar af rúsínum, lagðarí sjóðandi vatn 2 bollar hveiti 1 msk. lyftiduft 11/2 bolli sykur 1 bolli smjör 1/2 tsk. vanilludropar 3 stór egg 3 bollar valhnetur Smjör og sykur er þeytt saman. Eggjum bætt saman við og því næst er hveiti og lyftidufti bætt út í ásamt vanilludropum. Rúsínur eru þerraðar vel og þeim bætt út í deig- ið. Kælt vel. Myljið hnetur og mót- ið deigið í litlar kúlur. Bakað í u.þ.b. 10-15 mínútur við 180 C°. Vikan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.