Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 68
Prjónað úr
Kaðlapeysa með laskaúrtöku
Upplýsingar um hvar garnið frá Tinnu fæst
f sima 565 4610
Stærðir á flíklnni sjálfri
(S) M (U
Yfírvídd: (87) 96 (105) sm.
Sídd: (52) 54 (56) sm.
Ermalengd: (48) 49 (50) sm.
Garn; flLffl
Grátt 1050: (11) 12 (13) dokkur
ADDI prjónar frá TINNU:
80 sm hringprjónn nr. 5,5 og 7
40 sm ermaprjónn nr. 7
40 eöa 50 sm. hringprjónn nr. 6 (kragi)
Sokkaprjónar nr. 5,5
Gott að eiga: Kaðlaprjóna, segulplötu fyrir
munsfurteikningu,
merkihringi, prjónanælur.
Prjónfesta á ALFA:
13 lykkjur á prjóna nr. 7 = 10sm.
29 lykkjur kaðlamunsfur fyrir miðju u.þ.b.
16 sm.
Kaðall á ermi u.þ.b. 3,5 sm.
Bolur: Fitjið upp á prjóna nr. 5,5 (120) 132
(144) lykkjur. Prjónið hringinn 2 sléttar 2 brugðn-
ar 15 sm. Prjónið eina umferð slétt prjón og auk-
ið út 10 lykkjur jafnt yfir hringinn = (130) 142
(154) lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á prjóna nr.
7. f næstu umferð prjónast: (18) 21 (24) lykkjur
sléttar + kaðlamunstur fl + D + Cyfir næstu 29
lykkjur + (18) 21 (24) lykkjur sléttar, setjið
merkihring þegar prjónaðar hafa verið (65) 71
(77) lykkjurtil að merkja milli framstykkis og
bakstykkis með (65) 71 (77) lykkjum. Prjónið
eins yfir bakstykkið, setjið merkihring í. Prjónið
munstur eftir munsturteikningu þar til allur bol-
urinn mælist (26) 27 (28) sm. Fellið þá af 4 lykkj-
ur sitt hvoru megin við hliðarmerkin = 8 lykkjur í
hvorri hlið. Leggið bolinn til hliðar og prjónið
ermarnar.
Ermar: Fitjið upp 32 lykkjur á sokkaprjóna
nr 5,5 eins fyrir allar stærðir. Prjónið 2 sléttar 2
brugðnar 10 sm. í síðustu umferð er aukið út um
1 lykkju = 33 lykkjur á hringnum. Skiptið yfir á
ermaprjón nr. 7. í næstu umferð prjónast 12
lykkjur sléttar + kaðall A yfir næstu 8 lykkjur +
12 sléttar + 1 brugðin = merkilykkja, hún er
alltaf prjónuð brugðin og það er aukið út um 1
lykkju sitt hvoru megin við hana með (4) 3,5
(3) sm. millibili eða þar til (51) 53 (55) lykkjur
eru á prjóninum. Þegar ermin mælist uppgefin
lengd eða mátuleg eru felldar af 4 lykkjur sitt
hvoru megin við merkilykkjuna og hún með = 9
lykkjur. Prjónið hina ermina eins. ATHUGIÐ:
Endið kaðlamunstrið eins og á bolnum.
Laskaúrtaka: Prjónið ermarnar við bol-
inn yfir affelldu lykkjurnar = (198) 214 (230)
lykkjur á prjóninum. Prjónið eina umferð yfir allar
lykkjurnar jafnframt sem tekið er úr með því að
prjóna 2 lykkjur brugðnar saman á öllum 4
samskeytunum (eina lykkju af ermi + eina
lykkju af bol). Þessar lykkjur eru merkilykkjur
þær eru alltaf prjónaðar brugðnar og tekið úr sitt
hvoru megin við þær. Prjónið 2 umferðir. í næstu
umferð er tekið úr fyrir laskaúrtöku 1 lykkja sitt
hvoru megin við brugðnu lykkjurnar þannig :
Prjónið 2 lykkjur sléttar snúnar saman (farið aft-
an í lykkjurnar) prjónið brugðnu lykkjuna, prjónið
2 lykkjur saman. Endurtakið þessa úrtöku á öll-
um samskeytum ermi/bolur í 4. hverri umferð
samtals (10) 11 (12) sinnum, og svo í 2. hverri
umferð þar til að úrtöku lýkur. ATHUGIÐ: Þegar
bolurinn mælist (46) 48 (50) sm. eru miðjulykkj-
urnar (9) 9 (11) að framan felldar af og prjónað
fram og til baka. Gætið þess þegar byrjað er að
prjóna fram og til baka að það standi þannig á
munstri að úrtaka og kaðalsnúningur komi á
réttunni. Fellið áfram af við hálsmál 1 lykkju í
byrjun hverrar umferðar (prjónið munstur og úr-
töku áfram) þar til allar lykkjurnar á framstykk-
inu að merkilykkjunni sitt hvorum megin eru
felldar af. Fellið af 2 lykkjur hvoru megin í byrjun
hvers prjóns 2 sinnum jafnframt sem að laskaúr-
takan heldur áfram á ermi að aftan og á baki.
Rúllukragi: Setjið lykkjurnar yfir á prjón
nr. 5,5 takið upp lykkjur meðfram hálskantinum
að framan u.þ.b. 6 - 7 lykkjur á hverja 5 sm.
Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4.
Prjónið hringinn 2 sléttar 2 brugðnar 3 sm.
skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið þar til krag-
inn mælist (16) 17 (18) sm. Fellið laust af með
sléttum og brugðnum lykkjum. Saumið (lykkið)
saman undir hendi. Gangið vel frá öllum endum.
= u.þ.b. 16 sm.
{
{
C B A
CD
=3
Q_
Sl
= slétt á réttu (brugðið á röngu)
= brugðið á réttu (slétt á röngu)
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón fyrir aftan, prjónið
2 sléttar, prjónið lykkjurnar af kaðlaprjóninum sléttar.
= Setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón fyrir framan, prjónið
2 sléttar, prjónið lykkjurnar af kaðlaprjóninum sléttar.
= Setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón fyrir aftan, prjónið
2 sléttar, prjónið fyrstu lykkjuna af kaðlaprjóninum
brugðna, prjónið 2 sléttar
= Setjið 1 lykkju á kaðlaprjón fyrir aftan, prjónið
2 sléttar, prjónið lykkjuna af kaðlaprjóninum brugðna.
= Setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón fyrir framan, prjónið
1 brugðna, prjónið lykkjurnar af kaðlaprjóninum sléttar.