Vikan


Vikan - 16.11.1999, Qupperneq 79

Vikan - 16.11.1999, Qupperneq 79
THE Hér er á ferðinni mögnuð teiknimynd fyrir alla fjölskylduna sem hefurfarið sannkallaða sigurför um heiminn. Myndin þykir sniildarlega teiknuð og skrifuð. Hún er spennandi og fyndin og sögu- þráðurinn heldur óskertri athygli áhorfenda frá upphafi til enda. I myndinni segir frá tveimur bræðrum sem hljóta afar misjöfn örlög í vöggu- gjöf. Annar er konungborinn og á að taka við stjórn landsins en hinn ertalinn munaðarleysingi. Fáir vita hins vegar hið sanna í málinu. Titillag myndarinnar er When You Believe í flutningi Mariu Carey og Whitney Houston og hlaut það óskarsverðlaunin í ár sem besta kvikmyndalag ársins. Nú fer hver að verða síðastur í að safna saman litskrúðugum laufblöðum en það getur verið mjög fallegt að fylla margs konar glerílát með þurrkuðum laufum í haustlitunum. Einnig er bráðsniðugt að nota laufblöð til skreytinga á gjöfum eða til jólaskreytinga. Þá má gjarnan úða laufblöðin í gylltum tónum. Spá Vikunna Hrúturinn 21.mars-20. apríl Breytingar liggja í loftinu hjá Hrútnum þessa viku. Þeim gæti fylgt áhugavert ferðalag en farðu rólega af stað, mundu að spenna beltin, gefa stefnuljós tímanlega og fara ekki yfir á rauðu. Þá getur þú rólegur fylgt þeim góðu táknum sem þú sérð á vegi þínum um ávinning þér til handa og glaðst með góðum vinum yfir þeim sigr- um sem vinnast. 4Mb Krabbinn 22. júní - 23. júlí Vikan lofar rómantískum straumum og það sem eftir er mánaðarins verð- ur loftið þanið spenntum boga amors sem lætur örvadrífurnar dynja á fólki sem á vegi þínum verð- ur. En amor karlinn er ekki mjög hittinn þessa dag- ana og því verður þú að vera vel á verði þá loks örin smellur í mark og bleika skýið birtist. Ljónið 24. júlí - 23. ágúst Heimilið tekur stakkaskiptum hjá Ljóninu í dag, hvort það eru jólin sem náigast, afmæli eða einfaldlega þörf á að breyta til skal ósagt látið, en eitthvað verulega spennandi bíður þess að gerast. Þess vegna er best að láta hendur standa fram úr ermum og undirbúa sem best komandi gleði. Merkúr kemur í veg fyrir fum og fát og þú gengur örugglega og hreinlega til verks. 4/ Meyjan 24. ágúst - 23. september Ögrandi áskorun mætir Meyjunni og tækifæri sem krefst vel hugsaðra orða og vel framsetta. Tunglið er í þriðja húsi orkunnar sem færir þér þann kraft og það áræði sem þú þarft á að halda til að taka áskoruninni, ná tækifærinu í hús og slá nokkrar flugur í sama höggi með glæsilegri ræðu. n Nautið 21. apríl-21.maí Þú ert félagsþurfi þannig að vinur, ástmaður, félagi eða samstarfsaðili er vel þeginn þessa dagana til stuðnings þegar tölvan frýs, skjöl týnast og þú finnur ekkert af því sem þig vantar á netinu. Þú verður ósjálfrátt pirraður á þessu stagli og það bitnar á samskipunum. Hring- urinn lokast ef þú brýtur ekki málið til mergjar og eyðir þessum innri vírus. Tvíburinn 22. maí - 21. júní I nóvember er Tvíburinn á flakki og skiptir ört um samastað, hvort sem það tengist starfi eða skemmtun, nema hvoru- tveggja sé. Það er mikið fjör í stjörnunum og erill tengdur þessu flakki, margt fólk og mikið að muna. Skipulagning er því nauðsyn svo alvaran hverfi ekki með gleðinni og eftir sitji ekki bara ánægjuleg stund, heldur einnig gull í mund. i mn rmU Vogin 24. september - 23. október Einhvers misskilnings gætir í sam- skiptum þínum þessa dagana og ferðir verða til einskis. Jafnvel ferð á útsölu mis- heppnast og það er óbragð af pítunni. En þetta lag- ast og á fimmtudaginn skipast veður í lofti enda allt annað hljóð komið í strokkinn og þú nærð út flottum föstudegi með grípandi helgi. Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Það hefur veriö mikið umleikis hjá þér að undanförnu, afmæli, viðtöl og heimþoð. Þessi vika verður engu síðri enda ertu með hettu á eiturbroddinum svo jákvæða orkan streymir óhindrað. Með seinasta nýja tungli jukust líkur þínar verulega að sigra hið ósigrandi. Þú hætt- ir að reykja án þess að blikka auga og þarft enga plástra eða tyggjó í þeim létta slag. Bogamaðurinn 23. nóvember - 21. desember Stóra stundin er að renna upp og sú stund verður þér eftirminnileg um ókomin ár. Ef ekki fyrir þá frábærustu gjöf sem þú gast hugsað þér, þá vegna þeirrar óvæntu heim- sóknar sem þú fékkst og breytti svo mörgu. Það er stundum skrýtið hvernig örlögin spinna sin vef. Steingeitin 22. desember - 20. janúar Vinskapur sem þú hefur stofnað til við ákveðna persónu tekur á sig nýja mynd og tengslin eflast. Þörf þín fyrir aukinn frí- tíma eykst og löngun til skemmtanahalds magnast. Láttu eftir þér að vera til, stilla strengina og leiktu af fingrum fram lagið um vinskapinn, frelsið og fá- nýti hlutanna eins og tölvu sem tapar minninu. Vatnsberinn 21.janúar-19. febrúar Þú setur spurningarmerki við að- ferðafræði kennara þíns og villt brjóta upp staðnað kerfi. I vinnunni ertu orðinn leiður á sömu eilífu handtökunum og nennir varla að fara einn hring enn. Hinn daglegi rúntur er orðinn mollulegur og þig langar mest að gelta. Slappaðu af, lærðu að prjóna og í lok vikunnar ertu búinn að fitja upp á nýrri heimsmynd og það er stuð á ný. Fiskarnir 20. febrúar - 20. mars Fiskurinn verður í því að pakka niður _______og taka upp úr ferðatöskum nú í nóv- ember, enda er hann kallaður til starfa vítt og breitt um landið. Þetta getur tengst samningum sem þurfa mikinn undirbúning og útsjónarsemi, ná- kvæma yfirlegu og útskýringar sem mega ekki misskiljast og því kemur til kasta þinna. Amtsbókasafnið á Akureyri lllllllllll I llllllll 03 59' 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.